Fleiri fréttir FME frestar yfirfærslu lána frá Straumi til Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta yfirfærslu innlána Straums til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða. 20.3.2009 09:06 Viðræður um kaup í Össur ekki að frumkvæði Eyrir Invest Eyrir Invest staðfestir að hafa móttekið tilboð í hlutafjáreign sína í Össuri eftir viðræður við tiltekna einkaframtakssjóði. Viðræður þessar voru ekki að frumkvæði Eyris Invest. 20.3.2009 08:53 Bréf lækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun eftir mestu samfelldu hækkun síðan í ágúst 2007. Bankar og hátæknifyrirtæki lækkuðu mest og má sem dæmi nefna að kínverska fjarskiptafyrirtækið China Mobile lækkaði um rúmlega fjögur prósent. Eitthvað var þó um að bréf hækkuðu í verði, til dæmis bréf námufyrirtækisins Billington en þau hækkuðu um þrjú prósent. 20.3.2009 07:26 Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun Stýrivextir Seðlabankans voru í gær lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18 prósentum í 17 prósent. Lækkunarferli er hafið. Aukavaxtaákvörðunardagur verður í byrjun apríl. Dregið verður úr peningalegu aðhaldi, segir seðlabankastjóri. 20.3.2009 06:00 Slæm skilaboð til fjárfesta Forstjóri HB Granda segir að ef hætt verði við arðgreiðslu til eigenda væru það skilaboð til fjárfesta um að varasamt væri að setja áhættufé í atvinnurekstur. Forstjórinn fundar með forvígismönnum Eflingar um hvernig umbuna megi starfsfólki sem hefur samþykkt að fresta launahækkunum. 19.3.2009 18:44 Gjaldeyrisforði Seðlabankans skreppur saman Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur skroppið saman um tugi milljarða á síðustu þremur mánuðum. Um helmingur forðans eru skammtímalán. 19.3.2009 18:29 Kaupþing yfirtekur hlut Stanfords í Mulberry Kaupþing banki í Lúxemborg, dótturfyrirtæki Kaupþings á Íslandi, hefur tekið yfir 25,4% hlut Kevin Stanford í töskufyrirtækinu Mulberry. 19.3.2009 18:02 Atlantic Petroleum tók stökkið í dag Hlutir í Atlantic Petroleum hækkupu um 12,8% í dag í kauphöllinni í kjölfar frétta í morgun um að Chestnut-svæðið myndi gefa af sér meiri olíu en áætlað hafði verið. 19.3.2009 16:44 Stjórn Straums kom í veg fyrir að lykilstarfsmenn fengu bónusa Straumur Burðarás greiddi engar bónusgreiðslur til starfsmanna þann 25. febrúar síðastliðinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum að til hafi staðið að greiða lykilstarfsmönnum sérstaka bónusa rétt fyrir hrun bankans. 19.3.2009 16:20 Engin ásættanleg tilboð hafa borist í Össur Birst hafa fréttir um mögulegt yfirtökutilboð í Össur hf. Félagið og tilteknir hluthafar þess hafa átt í viðræðum við mögulega kaupendur um kaup á hlut í félaginu, en slík viðskipti hafa ekki verið ákveðin og engar ásættanlegar tillögur hafa borist. 19.3.2009 16:03 Straumur sagði upp 79 manns Straumur sagði í dag upp 79 af starfsmönnum sínum sem voru 110 talsins. 19.3.2009 15:28 Viðskipti með Össur stöðvuð í kauphöllinni Viðskipti hafa verið stöðvuð í kauphöllinni. Í tilkynningu um málið segir að von sé á frétt um Össur á næstunni. 19.3.2009 15:24 Ál og aðrir málmar í uppsveiflu á mörkuðum Ál og aðrir málmar hafa verið í töluverðri uppsveiflu á mörkuðum í dag. 19.3.2009 15:12 Straumur fær greiðslustöðvun til 11. júní Héraðsdómur Reykjavíkur hefur veitt Straumi heimild til greiðslustöðvunar. Heimildin gildir til 11. júní 2009. 19.3.2009 14:03 Lýsa miklum vonbrigðum með 1% stýrivaxtalækkun Stjórn Samtaka iðnaðarins lýsir miklum vonbrigðum með að Seðlabanki Íslands skuli ekki ganga miklu lengra í lækkun stýrivaxta en ákveðið var í dag. 19.3.2009 13:33 Nakin skortsala ein ástæðan fyrir gjaldþroti Lehman Brothers Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir stærsta bankagjaldþrot sögunnar ef að miðlurum á Wall Strret hefði verið bannað að nota umdeildasta vopnið í búri sínu, nakta skortsölu. 19.3.2009 13:02 Þarf ekki erlendan bankastjóra fyrir jafn vitlausa ákvörðun „Það þarf ekki að setja upp heila peningastefnunefnd til að breyta ekki um stefnu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem er óánægður með þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%. Hann segir það ótrúlegt hvað þetta sé lítil vaxtalækkun 19.3.2009 12:59 Starfsmenn Straums fá greidd laun Skilanefnd Straums leggur ríka áherslu á að ráðningasamningar við starfsmenn verði efndir og laun fyrir marsmánuð verða greidd út með hefpbundnum hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Skilanefnd Straums sendi starfsmönnum bankans í gær. Það er því rangt sem fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu, um fjöldauppsagnir, að launagreiðslur til starsmanna Straums væru í uppnámi. 19.3.2009 12:17 Fjöldauppsagnir hjá Straumi í dag Fjöldauppsagnir eru hjá Straumi - Burðarási í dag. Ætla má að stærstur hluti starfsmanna bankans láti af störfum á næstu vikum og mánuðum. Launamál starfsmanna eru í uppnámi. Sumir hjá Straumi fengu allt upp í sjö milljóna króna bónusgreiðslur rúmri viku áður en skilanefnd var sett yfir bankann. 19.3.2009 11:54 Gengi krónunnar réð stýrivaxtaákvörðuninni Peningastefnunefnd segir að mikilvægt sé að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka er viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið er óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi. 19.3.2009 11:16 Raunlækkun íbúðaverðs er 20% undanfarna 12 mánuði Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3% að nafnvirði og rúmlega 20% að raunvirði. Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa nú lækkað um 5,5% undanfarna 12 mánuði og íbúðir í einbýli lítið minna eða um 4,3%. 19.3.2009 11:07 Teathers bjargað af fyrrum félagi Kaupþings í London Nýr eigandi að verðbréfamiðluninni Teathers verður að öllum líkindum Singer Capital Markets, félag sem var fyrrum í eigu Kaupþings, það er Singer & Friedlander bankans í London. Reiknað er með tilkynningu um málið í dag eða á morgun. 19.3.2009 10:57 Norska krónan gjaldeyrisskjól í stað dollarans og frankans Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. 19.3.2009 10:32 Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,36 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Færeyjabanka um 0,92 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins. 19.3.2009 10:09 Markaðsvirði Unibrew minnkaði um 65% á þremur vikum Markaðsvirði Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur, hefur lækkað um 65% á s.l. þremur vikum eða frá því að Unibrew birti ársuppgjör sitt þann 25. Febrúar. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. 19.3.2009 10:01 Hugsmiðjan nær samningi um baráttu gegn spillingu í Evrópu Hugsmiðjan hefur náð spennandi samningi við evrópsk samtök á heilbrigðissviði gegn svikum og spillingu í Evrópu (European Healthcare Fraud & Corruption Network), en samtökin eru með skrifstofu í Brussel. 19.3.2009 09:29 Straumur óskar eftir greiðslustöðvun Straumur hefur farið þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að bankanum verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 19.3.2009 09:21 Olíuframleiðsan eykst hjá Atlantic Petroleum Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum hefur aukist um 2.150 tunnur á dag eftir að ný borhola á Chestnut-svæðinu komst í gagnið. 19.3.2009 09:15 Byggingarvísitalan lækkaði um 0,4% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2009, lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,7% á síðustu tólf mánuðum og stendur nú í 490,7 stigum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. 19.3.2009 09:06 Stýrivaxtalækkun nokkuð í takt við spár Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila en þó komst hagfræðideild Landsbankans einna næst því að spá fyrir um hækkunina. 19.3.2009 09:04 Stýrivextir lækkaðir um eitt prósentustig niður í 17% Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 1,0 prósentu í 17,0%. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli. 19.3.2009 08:59 Asíubréf hækka áfram Hlutabréf á mörkuðum í Asíu halda enn áfram að hækka og í morgun voru það bréf banka og námafyrirtækja sem mest stökk tóku. Ákvörðun bandaríska seðlabankans, sem kynnt var í gær, um að kaupa skuldabréf fyrir um þúsund milljarða dollara, meðal annars húsnæðisveðbréf, vakti bjartsýni meðal fjárfesta í Bandaríkjunum sem teygði sig til markaða víða um heim. 19.3.2009 07:15 Heildarvaxtagreiðslur ríkissins tæpir 90 milljarðar Vextir af láni Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru aðeins brot af heildarvaxtargreiðslum ríkissjóðs þetta árið. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið skuldar og þarf að greiða í vexti. 18.3.2009 19:00 Þurfa líklega að afskrifa tveggja milljarða lán til lykilstarfsmanna Baugs Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs. 18.3.2009 18:31 SÍSP um greiðslumiðlun við útlönd Samband íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabanki Íslands hf. hafa að undafnförnu haldið því fram, og gera enn, að Sparisjóðabankinn, einn íslenskra banka hafi sjálfstæða greiðslumiðlun við útlönd. Á síðustu dögum hafa bæði Nýja Kaupþing og Íslandsbanki sent frá sér tilkynningar um getu þeirra til að annast erlenda greiðslumiðlun. 18.3.2009 17:40 Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra). 18.3.2009 17:34 Ekki hægt að alhæfa um stöðu stofnfjáreigenda Byrs „Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, um að stofnfjáreigendur Byrs séu of skuldsettir til að styrkja bankann, er rétt að geta þess að hjá Byr eru um 1.500 stofnfjáreigendur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparistjóðsstjóri Byrs. 18.3.2009 16:01 Nýr forstjóri hjá Straumi Óttar Pálsson var í dag ráðinn nýr forstjóri hjá Straumi - Burðarási fjárfestingabanka. Fyrrverandi forstjóri bankans, Willam Fall, sagði af sér á í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum, vék stjórninni frá störfum og skipaði skilanefnd. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður, var áður yfir lögfræðisviði bankans. 18.3.2009 15:42 Utanríkisráðherra segir nei við fyrirspurn um Icelandic Glacial Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn Siv Friðleifsdóttur þingmanni Framsóknar um lánveitingar til Icelandic Glacial með einföldu neii. 18.3.2009 14:00 Mannleg mistök orsök rannsóknar á Íslenska lífeyrissjóðnum Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af frétt þess efnis að Fjármálaráðuneytið hafi skipað umsjónaraðila yfir stjórn sjóðsins. Þar segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða að sjóðurinn hafi verið fyrir utan fjárfestingarheimildir sínar. 18.3.2009 13:35 Frjálslyndir vilja 8% lækkun á stýrivöxtum Frjálslyndi flokkurinn vill að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 8% og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist. 18.3.2009 13:18 Kreppuráð japanskra kvenna eru giftingar Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. 18.3.2009 13:09 Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða. 18.3.2009 12:07 Fundu ekkert athugavert hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Fjármálaeftirlitið hefur lokið skoðun á Frjálsa lífeyrissjóðnum fyrir árið 2008. Skoðunin leiddi ekkert aðfinnsluvert í ljós í fjárfestingum sjóðsins. 18.3.2009 11:26 French Connection tapaði 2,7 milljörðum í fyrra Verslanakeðjan French Connection sem Baugur á 20% hlut í tapaði 17,4 milljónum punda fyrir skatt eða rúmlega 2,7 milljörðum kr. Árið 2007 varð hinsvegar 3,1 milljón punda hagnaður af rekstrinum. 18.3.2009 11:24 Sjá næstu 50 fréttir
FME frestar yfirfærslu lána frá Straumi til Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta yfirfærslu innlána Straums til Íslandsbanka hf. vegna tæknilegra vandkvæða. 20.3.2009 09:06
Viðræður um kaup í Össur ekki að frumkvæði Eyrir Invest Eyrir Invest staðfestir að hafa móttekið tilboð í hlutafjáreign sína í Össuri eftir viðræður við tiltekna einkaframtakssjóði. Viðræður þessar voru ekki að frumkvæði Eyris Invest. 20.3.2009 08:53
Bréf lækkuðu í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun eftir mestu samfelldu hækkun síðan í ágúst 2007. Bankar og hátæknifyrirtæki lækkuðu mest og má sem dæmi nefna að kínverska fjarskiptafyrirtækið China Mobile lækkaði um rúmlega fjögur prósent. Eitthvað var þó um að bréf hækkuðu í verði, til dæmis bréf námufyrirtækisins Billington en þau hækkuðu um þrjú prósent. 20.3.2009 07:26
Varfærin fyrsta stýrivaxtalækkun Stýrivextir Seðlabankans voru í gær lækkaðir um eitt prósentustig, úr 18 prósentum í 17 prósent. Lækkunarferli er hafið. Aukavaxtaákvörðunardagur verður í byrjun apríl. Dregið verður úr peningalegu aðhaldi, segir seðlabankastjóri. 20.3.2009 06:00
Slæm skilaboð til fjárfesta Forstjóri HB Granda segir að ef hætt verði við arðgreiðslu til eigenda væru það skilaboð til fjárfesta um að varasamt væri að setja áhættufé í atvinnurekstur. Forstjórinn fundar með forvígismönnum Eflingar um hvernig umbuna megi starfsfólki sem hefur samþykkt að fresta launahækkunum. 19.3.2009 18:44
Gjaldeyrisforði Seðlabankans skreppur saman Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur skroppið saman um tugi milljarða á síðustu þremur mánuðum. Um helmingur forðans eru skammtímalán. 19.3.2009 18:29
Kaupþing yfirtekur hlut Stanfords í Mulberry Kaupþing banki í Lúxemborg, dótturfyrirtæki Kaupþings á Íslandi, hefur tekið yfir 25,4% hlut Kevin Stanford í töskufyrirtækinu Mulberry. 19.3.2009 18:02
Atlantic Petroleum tók stökkið í dag Hlutir í Atlantic Petroleum hækkupu um 12,8% í dag í kauphöllinni í kjölfar frétta í morgun um að Chestnut-svæðið myndi gefa af sér meiri olíu en áætlað hafði verið. 19.3.2009 16:44
Stjórn Straums kom í veg fyrir að lykilstarfsmenn fengu bónusa Straumur Burðarás greiddi engar bónusgreiðslur til starfsmanna þann 25. febrúar síðastliðinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum að til hafi staðið að greiða lykilstarfsmönnum sérstaka bónusa rétt fyrir hrun bankans. 19.3.2009 16:20
Engin ásættanleg tilboð hafa borist í Össur Birst hafa fréttir um mögulegt yfirtökutilboð í Össur hf. Félagið og tilteknir hluthafar þess hafa átt í viðræðum við mögulega kaupendur um kaup á hlut í félaginu, en slík viðskipti hafa ekki verið ákveðin og engar ásættanlegar tillögur hafa borist. 19.3.2009 16:03
Straumur sagði upp 79 manns Straumur sagði í dag upp 79 af starfsmönnum sínum sem voru 110 talsins. 19.3.2009 15:28
Viðskipti með Össur stöðvuð í kauphöllinni Viðskipti hafa verið stöðvuð í kauphöllinni. Í tilkynningu um málið segir að von sé á frétt um Össur á næstunni. 19.3.2009 15:24
Ál og aðrir málmar í uppsveiflu á mörkuðum Ál og aðrir málmar hafa verið í töluverðri uppsveiflu á mörkuðum í dag. 19.3.2009 15:12
Straumur fær greiðslustöðvun til 11. júní Héraðsdómur Reykjavíkur hefur veitt Straumi heimild til greiðslustöðvunar. Heimildin gildir til 11. júní 2009. 19.3.2009 14:03
Lýsa miklum vonbrigðum með 1% stýrivaxtalækkun Stjórn Samtaka iðnaðarins lýsir miklum vonbrigðum með að Seðlabanki Íslands skuli ekki ganga miklu lengra í lækkun stýrivaxta en ákveðið var í dag. 19.3.2009 13:33
Nakin skortsala ein ástæðan fyrir gjaldþroti Lehman Brothers Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir stærsta bankagjaldþrot sögunnar ef að miðlurum á Wall Strret hefði verið bannað að nota umdeildasta vopnið í búri sínu, nakta skortsölu. 19.3.2009 13:02
Þarf ekki erlendan bankastjóra fyrir jafn vitlausa ákvörðun „Það þarf ekki að setja upp heila peningastefnunefnd til að breyta ekki um stefnu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem er óánægður með þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 1%, niður í 17%. Hann segir það ótrúlegt hvað þetta sé lítil vaxtalækkun 19.3.2009 12:59
Starfsmenn Straums fá greidd laun Skilanefnd Straums leggur ríka áherslu á að ráðningasamningar við starfsmenn verði efndir og laun fyrir marsmánuð verða greidd út með hefpbundnum hætti. Þetta kemur fram í bréfi sem Skilanefnd Straums sendi starfsmönnum bankans í gær. Það er því rangt sem fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu, um fjöldauppsagnir, að launagreiðslur til starsmanna Straums væru í uppnámi. 19.3.2009 12:17
Fjöldauppsagnir hjá Straumi í dag Fjöldauppsagnir eru hjá Straumi - Burðarási í dag. Ætla má að stærstur hluti starfsmanna bankans láti af störfum á næstu vikum og mánuðum. Launamál starfsmanna eru í uppnámi. Sumir hjá Straumi fengu allt upp í sjö milljóna króna bónusgreiðslur rúmri viku áður en skilanefnd var sett yfir bankann. 19.3.2009 11:54
Gengi krónunnar réð stýrivaxtaákvörðuninni Peningastefnunefnd segir að mikilvægt sé að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka er viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið er óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi. 19.3.2009 11:16
Raunlækkun íbúðaverðs er 20% undanfarna 12 mánuði Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,3% að nafnvirði og rúmlega 20% að raunvirði. Íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa nú lækkað um 5,5% undanfarna 12 mánuði og íbúðir í einbýli lítið minna eða um 4,3%. 19.3.2009 11:07
Teathers bjargað af fyrrum félagi Kaupþings í London Nýr eigandi að verðbréfamiðluninni Teathers verður að öllum líkindum Singer Capital Markets, félag sem var fyrrum í eigu Kaupþings, það er Singer & Friedlander bankans í London. Reiknað er með tilkynningu um málið í dag eða á morgun. 19.3.2009 10:57
Norska krónan gjaldeyrisskjól í stað dollarans og frankans Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. 19.3.2009 10:32
Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,36 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Færeyjabanka um 0,92 prósent. Þetta er eina hækkun dagsins. 19.3.2009 10:09
Markaðsvirði Unibrew minnkaði um 65% á þremur vikum Markaðsvirði Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur, hefur lækkað um 65% á s.l. þremur vikum eða frá því að Unibrew birti ársuppgjör sitt þann 25. Febrúar. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. 19.3.2009 10:01
Hugsmiðjan nær samningi um baráttu gegn spillingu í Evrópu Hugsmiðjan hefur náð spennandi samningi við evrópsk samtök á heilbrigðissviði gegn svikum og spillingu í Evrópu (European Healthcare Fraud & Corruption Network), en samtökin eru með skrifstofu í Brussel. 19.3.2009 09:29
Straumur óskar eftir greiðslustöðvun Straumur hefur farið þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að bankanum verði veitt heimild til greiðslustöðvunar. 19.3.2009 09:21
Olíuframleiðsan eykst hjá Atlantic Petroleum Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum hefur aukist um 2.150 tunnur á dag eftir að ný borhola á Chestnut-svæðinu komst í gagnið. 19.3.2009 09:15
Byggingarvísitalan lækkaði um 0,4% Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan mars 2009, lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur þá hækkað um 21,7% á síðustu tólf mánuðum og stendur nú í 490,7 stigum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. 19.3.2009 09:06
Stýrivaxtalækkun nokkuð í takt við spár Stýrivaxtalækkun Seðlabankans er nokkuð í takt við væntingar greiningaraðila en þó komst hagfræðideild Landsbankans einna næst því að spá fyrir um hækkunina. 19.3.2009 09:04
Stýrivextir lækkaðir um eitt prósentustig niður í 17% Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 1,0 prósentu í 17,0%. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli. 19.3.2009 08:59
Asíubréf hækka áfram Hlutabréf á mörkuðum í Asíu halda enn áfram að hækka og í morgun voru það bréf banka og námafyrirtækja sem mest stökk tóku. Ákvörðun bandaríska seðlabankans, sem kynnt var í gær, um að kaupa skuldabréf fyrir um þúsund milljarða dollara, meðal annars húsnæðisveðbréf, vakti bjartsýni meðal fjárfesta í Bandaríkjunum sem teygði sig til markaða víða um heim. 19.3.2009 07:15
Heildarvaxtagreiðslur ríkissins tæpir 90 milljarðar Vextir af láni Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru aðeins brot af heildarvaxtargreiðslum ríkissjóðs þetta árið. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið skuldar og þarf að greiða í vexti. 18.3.2009 19:00
Þurfa líklega að afskrifa tveggja milljarða lán til lykilstarfsmanna Baugs Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs. 18.3.2009 18:31
SÍSP um greiðslumiðlun við útlönd Samband íslenskra sparisjóða og Sparisjóðabanki Íslands hf. hafa að undafnförnu haldið því fram, og gera enn, að Sparisjóðabankinn, einn íslenskra banka hafi sjálfstæða greiðslumiðlun við útlönd. Á síðustu dögum hafa bæði Nýja Kaupþing og Íslandsbanki sent frá sér tilkynningar um getu þeirra til að annast erlenda greiðslumiðlun. 18.3.2009 17:40
Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra). 18.3.2009 17:34
Ekki hægt að alhæfa um stöðu stofnfjáreigenda Byrs „Varðandi ummæli sem höfð eru eftir Guðjóni Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sparisjóða, um að stofnfjáreigendur Byrs séu of skuldsettir til að styrkja bankann, er rétt að geta þess að hjá Byr eru um 1.500 stofnfjáreigendur,“ segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparistjóðsstjóri Byrs. 18.3.2009 16:01
Nýr forstjóri hjá Straumi Óttar Pálsson var í dag ráðinn nýr forstjóri hjá Straumi - Burðarási fjárfestingabanka. Fyrrverandi forstjóri bankans, Willam Fall, sagði af sér á í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið yfirtók Straum, vék stjórninni frá störfum og skipaði skilanefnd. Óttar, sem er hæstaréttarlögmaður, var áður yfir lögfræðisviði bankans. 18.3.2009 15:42
Utanríkisráðherra segir nei við fyrirspurn um Icelandic Glacial Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn Siv Friðleifsdóttur þingmanni Framsóknar um lánveitingar til Icelandic Glacial með einföldu neii. 18.3.2009 14:00
Mannleg mistök orsök rannsóknar á Íslenska lífeyrissjóðnum Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af frétt þess efnis að Fjármálaráðuneytið hafi skipað umsjónaraðila yfir stjórn sjóðsins. Þar segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða að sjóðurinn hafi verið fyrir utan fjárfestingarheimildir sínar. 18.3.2009 13:35
Frjálslyndir vilja 8% lækkun á stýrivöxtum Frjálslyndi flokkurinn vill að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði nú þegar færðir niður í 8% og síðar lækkaðir frekar eftir því sem unnt reynist. 18.3.2009 13:18
Kreppuráð japanskra kvenna eru giftingar Þegar Yumiko Iwate starfsmaður póstverslunar í Tókýó varð fyrir launalækkun á síðasta ári voru hún og vinkonur hennar sammála að eina leiðin út úr vandanum væri að finna eiginmann. 18.3.2009 13:09
Stofnfjáreigendur Byrs geta ekki styrkt bankann Stofnfjáreigendur Byrs eru of skuldsettir til að styrkja bankann að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sparisjóðanna. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra en inni í því tapi er arðgreiðsla til stofnfjáreigenda upp á 13 milljarða. Bankinn hefur nú óskað eftir aðstoð frá ríkinu upp á rúma 10 milljarða. 18.3.2009 12:07
Fundu ekkert athugavert hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Fjármálaeftirlitið hefur lokið skoðun á Frjálsa lífeyrissjóðnum fyrir árið 2008. Skoðunin leiddi ekkert aðfinnsluvert í ljós í fjárfestingum sjóðsins. 18.3.2009 11:26
French Connection tapaði 2,7 milljörðum í fyrra Verslanakeðjan French Connection sem Baugur á 20% hlut í tapaði 17,4 milljónum punda fyrir skatt eða rúmlega 2,7 milljörðum kr. Árið 2007 varð hinsvegar 3,1 milljón punda hagnaður af rekstrinum. 18.3.2009 11:24