Norska krónan gjaldeyrisskjól í stað dollarans og frankans 19. mars 2009 10:32 Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Töluverð umræða er nú um það að norska krónan muni í náinni framtíð taka við af dollaranum, svissneska frankanum og japanska jeninu sem helsta gjaldeyrisskjól heimsins. Þessi umræða hófst í kjölfar þess að seðlabanki Sviss ákvað nýlega að grípa inn í gjaldmiðlamarkað landsins og lækka gengi frankans. Þar með fækkaði gjaldeyrisskjólum fjárfesta um eitt í fjármálakreppunni. Financial Times fjallar um málið í dag. Blaðið segir að gengisfall frankans komi í framhaldi af vangaveltum um stöðu hinna skjólanna, dollarans og jensins. Simon Derrick hjá Bank of New York Mellon segir að gengi dollarans hafi greinilega haldist hátt vegna þess að fjárfestar hafa keypt hann í miklum mæli í núverandi kreppu. Hinsvegar muni hin gríðarlega fjármagnseyðsla bandarískra stjórnvalda gera það að verkum að stöðuleika hans er ógnað. Á sama tíma er heilsa jensins vafasöm því tölur úr japanska hagkerfinu sína verulega niðursveiflu þess, einkum vegna minnkandi útflutnings sem keyrt hefur hagkerfið áfram árum saman. David Bloom hjá HSBC segir að norska krónan sé nú hið endanlega gjaldeyrisskjól. „Norska krónan er sennilega besti gjaldmiðill heimsins," segir Bloom í samtali við FT. Blaðið segir að þetta sjónarmið virðist koma á óvart og bendir á að í desember hafi krónan fallið niður í lægsta gildi sitt gagnvart evrunni frá upphafi aðallega vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. En krónan hefur sótt í sig veðrið eftir því sem stöðugleiki hefir komist á olíuverðið. Og bent er á að norska krónan sé einn af fáum gjaldmiðlum heimsins sem haldið hafa stöðu sinni gagnvart dollaranum og gott betur því gengið hefur hækkað um 3% gagnvart dollar á þessu ári. Bloom segir að norska krónan sé þeirra valkostur af helstu gjaldmiðlum heimsins og að hann reikni með að hún muni halda áfram að styrkjast næstu 18 mánuðina. Sem stendur er norska krónan ofarlega á topp 10 listanum yfir þá gjaldmiðla sem mest er verslað með í heiminum. Hagvöxtur í Noregi nam 1.3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og ekki er reiknað með nándar eins mikilli niðursveiflu í norska hagkerfinu í ár eins og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Þ'a megi benda á að skuldatryggingarálagið hjá norska ríkinu sé það lægsta meðal þjóða á fyrrgreindum topp 10 lista.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent