Fleiri fréttir Reykjavík fellur um 28 sæti á lista yfir dýrustu borgirnar Reykjavík hefur fallið um 28 sæti á listanum yfir dýrustu borgir heimsins. Það er tímaritið The Economist sem tekur saman þennan lista á hverju ári. 10.3.2009 08:28 Jenið lækkar áfram Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. 10.3.2009 07:24 Vilja hækka olíuverð Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær. 10.3.2009 05:00 Tapa 6,2 milljörðum á falli Straums Fimm lífeyrissjóðir sem voru meðal tuttugu stærstu hluthafa Straums-Burðaráss töpuðu samtals um 6,2 milljörðum króna á hlut sínum í félaginu frá því fyrir bankahrun. 10.3.2009 04:30 Kauphöllin sektar Bakkavör og Milestone Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Bakkavör Group og Milestone og beita févíti. Bakkavör er gert að greiða 2,5 milljónir króna í sekt vegna ummæla Lýðs Guðmundssonar stjórnarformanns félagsins í sjónvarpsviðtali. Sekt Milestone nemur 1,5 milljón króna. 9.3.2009 19:36 Marel: Stóðum rétt að málum Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu. 9.3.2009 19:15 Færeyskt tryggingafélag hefur starfsemi á Íslandi Færeyskt félag í tryggingaþjónustu stefnir að því að hefja starfsemi á Íslandi á næstunni. Félagið og áform þess hér á landi verða kynnt á fundi með blaðamönnum á ræðismannasskrifstofu Færeyja á morgun. 9.3.2009 17:51 Sparisjóðabankinn fundaði með FME um helgina Fjármálaeftirlitið (FME) átti fundi með forráðamönnum Sparisjóðabankans um helgina samhliða viðræðunum við forráðamenn Straums. Á þessum fundum var erfið staða Sparisjóðabankans til umfjöllunnar. 9.3.2009 14:58 Verðbréfamiðlun Straums í London bíður fyrirmæla frá Íslandi Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London, bíður nú fyrirmæla frá Íslandi. Starfsemi Teathers hefur legið niðri síðan í morgun þar sem kauphöllin í London hefur lokað fyrir öll viðskipti á vegum miðlunarinnar vegna hruns Straums á Íslandi. 9.3.2009 13:14 Tryggðar innistæður í Straumi um 60 milljarðar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki búast við því að fall Straums hafi umtalsverð áhrif á fjárhag hins opinbera. Hann bendir á að bankinn hafi ekki starfað með ríkisábyrgð annari en þeirri sem nær til innistæðna. Við fyrstu sýn, segir Gylfi, má reikna með að þær fjárhæðir nemi um 60 milljörðum en að ekkert bendi til annars en þess að eignir bankans dugi fyrir þeirri fjárhæð. 9.3.2009 16:14 FME sektar Marel um milljón vegna verðbréfaviðskipta Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Marel Food Systems hf. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri kr. 1.000.000,-. 9.3.2009 15:50 Hrun Straums rýrir Úrvalsbréf um 10% Landsvaki, rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans , vill taka fram að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka mun ekki hafa áhrif til gengislækkunar á neinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum rekstrarfélagsins öðrum en Úrvalsbréfum Landsbankans. 9.3.2009 15:34 Samningar við ÍAV falla að verklagsreglum Kaupþings Nýja Kaupþing og ÍAV hafa átt í viðræðum um endurskipulag á efnahag fyrirtækisins og tengdra félaga samkvæmt tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér nú fyrir stundu. 9.3.2009 14:56 Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. 9.3.2009 14:18 Fjármálagerningar Straums settir á athugunarlista Fjármálagerningar útgefnir af Straumi hafa verið færðir á athugunarlista vegna óvissu um framtíð útgefanda, með vísan til tilkynningar félagsins, dags. 9. mars 2009, þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi tekið yfir stjórn félagsins. 9.3.2009 13:55 Það hefði getað farið verr hjá Árnastofnun Árnastofnun hefur yfir að ráða tveimur sjóðum sem ætlaðir eru til bókakaupa. Þetta eru Bókasjóður Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jakobsdóttur og Minningarsjóður Birgit Baldwin. Í ársskýrslu Árnastofnunar kemur fram að við hrun bankakerfisins í október hafi þessir sjóðir beðið nokkra hnekki en þó hefði getað farið verr. Þrátt fyrir að stór hluti sjóðanna hafi verið varðveittir í peningamarkaðssjóði þá voru þeir í sjóði Kaupþings sem rýrnaði minnst af þeim peningamarkaðssjóðum sem starfræktir voru fyrir fallið. 9.3.2009 13:42 Metþátttaka í stefnumótun hjá Nýja Kaupþingi Gríðarlegur áhugi er meðal starfsfólks Nýja Kaupþings fyrir stefnumótunardegi bankans þann 14. mars. Nú hafa 770 manns skráð sig eða átta af hverjum tíu starfsmönnum. 9.3.2009 12:15 Ríflega fimmta hver króna fer í vaxtagreiðslur hjá ríkinu Ríflega ein af hverjum fimm krónum sem hið opinbera hefur í tekjur í ár og á næsta ári fara í að greiða vexti af lánum. Reikna má með því að hallinn á hinu opinbera færist enn í aukanna á næstunni. 9.3.2009 12:11 Tap Rarik nam 7,2 milljörðum króna í fyrra Samkvæmt rekstrarreikningi RARIK var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna. 9.3.2009 11:58 Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 1,2 milljörðum í fyrra Tekjuafgangur Lánasjóðs sveitarfélaga á síðasta ári nam 1.225 milljónum kr. á móti 1.219 milljónum kr. árið áður. 9.3.2009 11:47 Starfsmenn Straums í Danmörku bíða skipana frá FME Starfsmenn Straums í Danmörku sitja nú með hendur í skauti og bíða eftir fyrirskipunum frá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) á Íslandi. 9.3.2009 11:17 Fjölskylda bílasala í Köge græddi 14 milljarða á skortsölu Fjölskylda fyrrum bílasala í Köge á Sjálandi í Danmörku græddi 700 milljónir danskra kr. eða tæplega 14 milljarða kr. á skortsölu á danska hlutabréfamarkaðinum á síðasta ári. 9.3.2009 10:52 Óbreyttir útlánavextir hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9% en 5,4% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. 9.3.2009 10:35 ÍAV ræða við Kaupþing um endurskipulagningu Íslenskir aðalverktakar hf. hafa átt í viðræðum við Kaupþing um endurskipulagningu á efnahag ÍAV. Í þeim viðræðum hafa ýmsar leiðir verið ræddar en niðurstaða liggur ekki fyrir. 9.3.2009 10:31 Dapurt um að lítast í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig. 9.3.2009 10:27 Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. 9.3.2009 10:21 Stjórn Magasin du Nord vonast eftir sölu á næstunni Stjórn Magasin du Nord vonast eftir því að stórverslunin verði seld á næstunni í framhaldi af því að Straumur fór undir stjórn Fjármálaeftirlitsins í morgun. 9.3.2009 09:33 Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. 9.3.2009 09:20 Tekjuhalli hins opinbera 209 milljarðar í fyrra Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hið opinbera var rekið með 17 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 19,6 milljarða króna tekjuafgangi á sama tíma 2007. Hallinn var svipaður fyrir árið í heild en þá eru ótalin 192 milljarða króna yfirtaka ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans. Að henni meðtalinni er tekjuhalli hins opinbera 209,3 milljarðar króna 2008 eða 14,3% af landsframleiðslu. 9.3.2009 09:08 Lokað fyrir Straum í norrænum kauphöllunum Lokað var fyrir viðskipti með hluti í Straumi í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki í morgun. 9.3.2009 09:01 Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. 9.3.2009 08:42 FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. 9.3.2009 08:26 Nikkei-vísitalan ekki lægri síðan 1982 Hlutabréf lækkuðu í verði í Asíu í morgun og varð lækkunin slík í Japan að Nikkei-vísitalan hefur ekki verið lægri síðan haustið 1982. Vísitalan hefur þar með lækkað um fimmtung það sem af er árinu. 9.3.2009 07:33 Fengu 300 milljón króna lán fyrir snekkju Bakkabræður fengu ríflega þrjú hundruð milljóna króna lán frá Kaupþingi í tengslum við lúxussnekkju þeirra Mariu. Snekkjan var áður í eigu Giorgio Armani. 8.3.2009 18:52 Jón Ásgeir segir skipulagða rógsherferð standa sem hæst Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður segir að skipulögð rógsherferð standi nú sem hæst gegn ákveðnum fyrirtækjum og einstaklingum í íslensku viðskiptalífi. 8.3.2009 15:53 Vill að húsleitarheimildum verði beitt í rannsókn á bankahruninu Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki. 8.3.2009 14:25 Segir stjórnendur ekki hafa fengið 478 milljarða að láni Sigurður Einarsson segir að þær fjárhæðir sem slegið er upp í frétt á forsíðu Morgunblaðsins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis vísaði til í gær séu rangar. Í umfjölluninni sé ekki gerð grein fyrir veðtryggingum fyrir umræddum lánum og frádrætti vegna þessa sem kveðið sé á um í reglum um stórar áhættuskuldbindingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 8.3.2009 12:57 Lausafé ekki notað í fasteignaviðskiptum Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um rúm sjötíu prósent á milli ára. Í febrúar kom lausafé við sögu í aðeins þremur kaupsamningum af þeim hundrað fjörtíu og fimm sem gerðir voru. 8.3.2009 12:03 Obama velur aðstoðarfjármálaráðherra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur valið þrjá menn til þess að gegna forystuhlutverkum í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherra hefur verið gagnrýndur nokkuð að undanförnu fyrir að vera ekki með fullmannað ráðuneyti. 8.3.2009 11:45 Seðlabanki Bandaríkjanna mun beita öllum tiltækum ráðum Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sagði í dag að bankinn myndi nota öll tiltæk verkfæri til þess að ná stöðugleika á fjármálamörkuðum og koma Bandaríkjunum úr kreppunni. 7.3.2009 22:00 Kaupþing rekið eins og spilavíti Kaupþing var rekið eins og spilavíti að mati lektors við Háskóla Íslands. Þrír af stærstu eigendum bankans og félög tengd þeim fengu hátt í fimm hundruð milljarða króna í lán frá bankanum eða því sem nam rúmlega einum tíunda af útlánum til viðskiptavina. 7.3.2009 18:39 Taldi sig ekki þurfa að segja Geir frá tilboði Breta Fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar taldi það ekki í sínum verkahring að greina forsætisráðherra fá tilboði breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave inn í breska lögsögu. 7.3.2009 18:47 Breska ríkið eignast 75% í Lloyds bankanum Breska ríkið mun ráða yfir allt að sjötíu og fimm prósent hlut í Lloyds bankanum í Bretlandi, eftir ákvörðun sem tekin var í gærkvöld. Samkvæmt nýju samkomulagi mun breska ríkið eignast 65% í Lloyds bankanum í Bretlandi, en áður hafði verið tilkynnt um að eignarhlutur ríkisins yrði 43%. 7.3.2009 12:14 Björgólfur sagður hafa selt fyrir 18 milljarða Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 31% hlut sinn í Netia, sem er annað stærsta símafyrirtækið í Póllandi. 7.3.2009 11:24 Samkomulag um endurskipulagningu Kaupþings í Lúx Samkomulag hefur náðst í endurskipulagningu á Kaupþingi í Lúxemborg með uppgjör á milli bankans og gamla Kaupþings. Þá liggur fyrir vilyrði frá ríkisstjórnum Lúxemborgar og Belgíu ásamt innistæðutryggingarsjóði Lúxemborgar að lána Kaupþingi í Lúxemborg 86 milljarða íslenskra króna. 7.3.2009 10:06 Sjá næstu 50 fréttir
Reykjavík fellur um 28 sæti á lista yfir dýrustu borgirnar Reykjavík hefur fallið um 28 sæti á listanum yfir dýrustu borgir heimsins. Það er tímaritið The Economist sem tekur saman þennan lista á hverju ári. 10.3.2009 08:28
Jenið lækkar áfram Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. 10.3.2009 07:24
Vilja hækka olíuverð Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær. 10.3.2009 05:00
Tapa 6,2 milljörðum á falli Straums Fimm lífeyrissjóðir sem voru meðal tuttugu stærstu hluthafa Straums-Burðaráss töpuðu samtals um 6,2 milljörðum króna á hlut sínum í félaginu frá því fyrir bankahrun. 10.3.2009 04:30
Kauphöllin sektar Bakkavör og Milestone Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Bakkavör Group og Milestone og beita févíti. Bakkavör er gert að greiða 2,5 milljónir króna í sekt vegna ummæla Lýðs Guðmundssonar stjórnarformanns félagsins í sjónvarpsviðtali. Sekt Milestone nemur 1,5 milljón króna. 9.3.2009 19:36
Marel: Stóðum rétt að málum Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu. 9.3.2009 19:15
Færeyskt tryggingafélag hefur starfsemi á Íslandi Færeyskt félag í tryggingaþjónustu stefnir að því að hefja starfsemi á Íslandi á næstunni. Félagið og áform þess hér á landi verða kynnt á fundi með blaðamönnum á ræðismannasskrifstofu Færeyja á morgun. 9.3.2009 17:51
Sparisjóðabankinn fundaði með FME um helgina Fjármálaeftirlitið (FME) átti fundi með forráðamönnum Sparisjóðabankans um helgina samhliða viðræðunum við forráðamenn Straums. Á þessum fundum var erfið staða Sparisjóðabankans til umfjöllunnar. 9.3.2009 14:58
Verðbréfamiðlun Straums í London bíður fyrirmæla frá Íslandi Teathers, verðbréfamiðlun Straums í London, bíður nú fyrirmæla frá Íslandi. Starfsemi Teathers hefur legið niðri síðan í morgun þar sem kauphöllin í London hefur lokað fyrir öll viðskipti á vegum miðlunarinnar vegna hruns Straums á Íslandi. 9.3.2009 13:14
Tryggðar innistæður í Straumi um 60 milljarðar Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki búast við því að fall Straums hafi umtalsverð áhrif á fjárhag hins opinbera. Hann bendir á að bankinn hafi ekki starfað með ríkisábyrgð annari en þeirri sem nær til innistæðna. Við fyrstu sýn, segir Gylfi, má reikna með að þær fjárhæðir nemi um 60 milljörðum en að ekkert bendi til annars en þess að eignir bankans dugi fyrir þeirri fjárhæð. 9.3.2009 16:14
FME sektar Marel um milljón vegna verðbréfaviðskipta Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Marel Food Systems hf. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri kr. 1.000.000,-. 9.3.2009 15:50
Hrun Straums rýrir Úrvalsbréf um 10% Landsvaki, rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans , vill taka fram að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka mun ekki hafa áhrif til gengislækkunar á neinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum rekstrarfélagsins öðrum en Úrvalsbréfum Landsbankans. 9.3.2009 15:34
Samningar við ÍAV falla að verklagsreglum Kaupþings Nýja Kaupþing og ÍAV hafa átt í viðræðum um endurskipulag á efnahag fyrirtækisins og tengdra félaga samkvæmt tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér nú fyrir stundu. 9.3.2009 14:56
Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. 9.3.2009 14:18
Fjármálagerningar Straums settir á athugunarlista Fjármálagerningar útgefnir af Straumi hafa verið færðir á athugunarlista vegna óvissu um framtíð útgefanda, með vísan til tilkynningar félagsins, dags. 9. mars 2009, þar sem fram kemur að Fjármálaeftirlitið hafi tekið yfir stjórn félagsins. 9.3.2009 13:55
Það hefði getað farið verr hjá Árnastofnun Árnastofnun hefur yfir að ráða tveimur sjóðum sem ætlaðir eru til bókakaupa. Þetta eru Bókasjóður Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jakobsdóttur og Minningarsjóður Birgit Baldwin. Í ársskýrslu Árnastofnunar kemur fram að við hrun bankakerfisins í október hafi þessir sjóðir beðið nokkra hnekki en þó hefði getað farið verr. Þrátt fyrir að stór hluti sjóðanna hafi verið varðveittir í peningamarkaðssjóði þá voru þeir í sjóði Kaupþings sem rýrnaði minnst af þeim peningamarkaðssjóðum sem starfræktir voru fyrir fallið. 9.3.2009 13:42
Metþátttaka í stefnumótun hjá Nýja Kaupþingi Gríðarlegur áhugi er meðal starfsfólks Nýja Kaupþings fyrir stefnumótunardegi bankans þann 14. mars. Nú hafa 770 manns skráð sig eða átta af hverjum tíu starfsmönnum. 9.3.2009 12:15
Ríflega fimmta hver króna fer í vaxtagreiðslur hjá ríkinu Ríflega ein af hverjum fimm krónum sem hið opinbera hefur í tekjur í ár og á næsta ári fara í að greiða vexti af lánum. Reikna má með því að hallinn á hinu opinbera færist enn í aukanna á næstunni. 9.3.2009 12:11
Tap Rarik nam 7,2 milljörðum króna í fyrra Samkvæmt rekstrarreikningi RARIK var tap á árinu 7.232 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 1.884 milljónir króna eða 24% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 1.150 milljónir króna. 9.3.2009 11:58
Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 1,2 milljörðum í fyrra Tekjuafgangur Lánasjóðs sveitarfélaga á síðasta ári nam 1.225 milljónum kr. á móti 1.219 milljónum kr. árið áður. 9.3.2009 11:47
Starfsmenn Straums í Danmörku bíða skipana frá FME Starfsmenn Straums í Danmörku sitja nú með hendur í skauti og bíða eftir fyrirskipunum frá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) á Íslandi. 9.3.2009 11:17
Fjölskylda bílasala í Köge græddi 14 milljarða á skortsölu Fjölskylda fyrrum bílasala í Köge á Sjálandi í Danmörku græddi 700 milljónir danskra kr. eða tæplega 14 milljarða kr. á skortsölu á danska hlutabréfamarkaðinum á síðasta ári. 9.3.2009 10:52
Óbreyttir útlánavextir hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9% en 5,4% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. 9.3.2009 10:35
ÍAV ræða við Kaupþing um endurskipulagningu Íslenskir aðalverktakar hf. hafa átt í viðræðum við Kaupþing um endurskipulagningu á efnahag ÍAV. Í þeim viðræðum hafa ýmsar leiðir verið ræddar en niðurstaða liggur ekki fyrir. 9.3.2009 10:31
Dapurt um að lítast í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig. 9.3.2009 10:27
Segir hrun Straums auka líkur á þjóðargjaldþroti Thomas Haugaard hagfræðingur hjá Svenska Handelsbanken í Kaupmannahöfn segir að hrun Straums og yfirtaka íslenskra stjórnvalda á bankanum í morgun hafi aukið líkurnar á þjóðargjaldþroti Íslands. 9.3.2009 10:21
Stjórn Magasin du Nord vonast eftir sölu á næstunni Stjórn Magasin du Nord vonast eftir því að stórverslunin verði seld á næstunni í framhaldi af því að Straumur fór undir stjórn Fjármálaeftirlitsins í morgun. 9.3.2009 09:33
Straumur átti að borga 33 milljónir evra í dag Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra. 9.3.2009 09:20
Tekjuhalli hins opinbera 209 milljarðar í fyrra Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hið opinbera var rekið með 17 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 19,6 milljarða króna tekjuafgangi á sama tíma 2007. Hallinn var svipaður fyrir árið í heild en þá eru ótalin 192 milljarða króna yfirtaka ríkissjóðs á töpuðum kröfum vegna veðlána Seðlabankans. Að henni meðtalinni er tekjuhalli hins opinbera 209,3 milljarðar króna 2008 eða 14,3% af landsframleiðslu. 9.3.2009 09:08
Lokað fyrir Straum í norrænum kauphöllunum Lokað var fyrir viðskipti með hluti í Straumi í kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Osló og Helsinki í morgun. 9.3.2009 09:01
Hrun Straums hefur víðtækar afleiðingar í Danmörku Mikið er fjallað um yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Straumi í dönskum vefmiðlum þessa stundina. Á business.dk segir m.a. að hrun Straums muni hafa víðtækar afleiðingar í Danmörku. 9.3.2009 08:42
FME yfirtekur rekstur Straums - forstjórinn segir af sér Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og vikið félagsstjórn í heild sinni frá störfum, ásamt því að skipa bankanum skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins frá og með deginum í dag. 9.3.2009 08:26
Nikkei-vísitalan ekki lægri síðan 1982 Hlutabréf lækkuðu í verði í Asíu í morgun og varð lækkunin slík í Japan að Nikkei-vísitalan hefur ekki verið lægri síðan haustið 1982. Vísitalan hefur þar með lækkað um fimmtung það sem af er árinu. 9.3.2009 07:33
Fengu 300 milljón króna lán fyrir snekkju Bakkabræður fengu ríflega þrjú hundruð milljóna króna lán frá Kaupþingi í tengslum við lúxussnekkju þeirra Mariu. Snekkjan var áður í eigu Giorgio Armani. 8.3.2009 18:52
Jón Ásgeir segir skipulagða rógsherferð standa sem hæst Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður segir að skipulögð rógsherferð standi nú sem hæst gegn ákveðnum fyrirtækjum og einstaklingum í íslensku viðskiptalífi. 8.3.2009 15:53
Vill að húsleitarheimildum verði beitt í rannsókn á bankahruninu Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki. 8.3.2009 14:25
Segir stjórnendur ekki hafa fengið 478 milljarða að láni Sigurður Einarsson segir að þær fjárhæðir sem slegið er upp í frétt á forsíðu Morgunblaðsins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis vísaði til í gær séu rangar. Í umfjölluninni sé ekki gerð grein fyrir veðtryggingum fyrir umræddum lánum og frádrætti vegna þessa sem kveðið sé á um í reglum um stórar áhættuskuldbindingar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 8.3.2009 12:57
Lausafé ekki notað í fasteignaviðskiptum Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um rúm sjötíu prósent á milli ára. Í febrúar kom lausafé við sögu í aðeins þremur kaupsamningum af þeim hundrað fjörtíu og fimm sem gerðir voru. 8.3.2009 12:03
Obama velur aðstoðarfjármálaráðherra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur valið þrjá menn til þess að gegna forystuhlutverkum í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherra hefur verið gagnrýndur nokkuð að undanförnu fyrir að vera ekki með fullmannað ráðuneyti. 8.3.2009 11:45
Seðlabanki Bandaríkjanna mun beita öllum tiltækum ráðum Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sagði í dag að bankinn myndi nota öll tiltæk verkfæri til þess að ná stöðugleika á fjármálamörkuðum og koma Bandaríkjunum úr kreppunni. 7.3.2009 22:00
Kaupþing rekið eins og spilavíti Kaupþing var rekið eins og spilavíti að mati lektors við Háskóla Íslands. Þrír af stærstu eigendum bankans og félög tengd þeim fengu hátt í fimm hundruð milljarða króna í lán frá bankanum eða því sem nam rúmlega einum tíunda af útlánum til viðskiptavina. 7.3.2009 18:39
Taldi sig ekki þurfa að segja Geir frá tilboði Breta Fyrrum efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar taldi það ekki í sínum verkahring að greina forsætisráðherra fá tilboði breska fjármálaeftirlitsins um að færa Icesave inn í breska lögsögu. 7.3.2009 18:47
Breska ríkið eignast 75% í Lloyds bankanum Breska ríkið mun ráða yfir allt að sjötíu og fimm prósent hlut í Lloyds bankanum í Bretlandi, eftir ákvörðun sem tekin var í gærkvöld. Samkvæmt nýju samkomulagi mun breska ríkið eignast 65% í Lloyds bankanum í Bretlandi, en áður hafði verið tilkynnt um að eignarhlutur ríkisins yrði 43%. 7.3.2009 12:14
Björgólfur sagður hafa selt fyrir 18 milljarða Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 31% hlut sinn í Netia, sem er annað stærsta símafyrirtækið í Póllandi. 7.3.2009 11:24
Samkomulag um endurskipulagningu Kaupþings í Lúx Samkomulag hefur náðst í endurskipulagningu á Kaupþingi í Lúxemborg með uppgjör á milli bankans og gamla Kaupþings. Þá liggur fyrir vilyrði frá ríkisstjórnum Lúxemborgar og Belgíu ásamt innistæðutryggingarsjóði Lúxemborgar að lána Kaupþingi í Lúxemborg 86 milljarða íslenskra króna. 7.3.2009 10:06