Viðskipti innlent

Samkomulag um endurskipulagningu Kaupþings í Lúx

Samkomulag hefur náðst í endurskipulagningu á Kaupþingi í Lúxemborg með uppgjör á milli bankans og gamla Kaupþings. Þá liggur fyrir vilyrði frá ríkisstjórnum Lúxemborgar og Belgíu ásamt innistæðutryggingarsjóði Lúxemborgar að lána Kaupþingi í Lúxemborg 86 milljarða íslenskra króna.

Endurskipulagning bankans er þó háð samkomulagi við aðra kröfuhafa bankans sem eru 25 alþjóðlegir bankar. Framlengja þarf lán og fella þau niður að hluta. Búist er við að þeirri vinnu ljúki innan tveggja vikna. Hlutafé bankans verður þá fært niður en nýir eigendur, Lýbíski fjárfestingarsjóðurinn, mun leggja bankanum til nýtt hlutafé, alls 100 milljónir evra.

Sérstaklega er tekið fram í samkomulaginu, að aðgangur íslenskra yfirvalda að upplýsingum frá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. mun ekki skerðast gangi endurskipulagning bankans eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×