Viðskipti innlent

Lausafé ekki notað í fasteignaviðskiptum

Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um rúm sjötíu prósent á milli ára. Í febrúar kom lausafé við sögu í aðeins þremur kaupsamningum af þeim hundrað fjörtíu og fimm sem gerðir voru.

Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands var 37 kaupsamningum þinglýst í vikunni og var meðalupphæð hvers samnings 30,6 milljónir króna. Sé horft til fjögurra vikna meðalveltu á milli ára hefur hún minnkað um 70%. Á ársgrundvelli er samdrátturinn þremur prósentustigum meiri. Um miðjan janúar fór 12 vikna meðalvelta undir milljarð króna í fyrsta skipti í tæpan áratug.

Sé horft á síðasta mánuð má sjá að lausafé er að verða sjaldgæf sjón í fasteignaviðskiptum. Í aðeins þremur kaupsamningum af þeim 145 sem gerðir voru kom lausafé við sögu. Þá hafa makaskipti einnig aukist verulega en þá er hluti kaupverðs greiddur með annarri fasteign. Í þeim tilfellum er um fleiri en einn kaupsamning að ræða þó að viðskiptin séu þau sömu. Þegar febrúar 2009 er borinn saman við febrúar 2008 fækkar kaupsamningum um 66%. Kaupsamningum fjölgaði aftur á móti um fjórðung frá janúar til febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×