Viðskipti innlent

Tapa 6,2 milljörðum á falli Straums

Hjá ráðherra. Forvígismenn Landssamtaka lífeyrissjóða funduðu með fjármálaráðherra í síðasta mánuði.
Fréttablaðið/Pjetur
Hjá ráðherra. Forvígismenn Landssamtaka lífeyrissjóða funduðu með fjármálaráðherra í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Pjetur

Fimm lífeyrissjóðir sem voru meðal tuttugu stærstu hluthafa Straums-Burðaráss töpuðu samtals um 6,2 milljörðum króna á hlut sínum í félaginu frá því fyrir bankahrun.

Verðgildi hlutabréfa í Straumi varð nánast að engu í örfáum viðskiptum sem voru með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og endaði gengið í aðeins tveimur aurum á hlut. Fyrir helgi var gengi bréfanna hins vegar 1,69 krónur á hlut. Sé hins vegar horft aftur fyrir bankahrunið í haust má sjá að gengi bréfa Straums var 9,38 krónur á hlut þann 26. september. Þá var markaðsvirði bréfa lífeyrissjóðanna fimm um 6,2 sjö milljarðar króna. Þetta fé er nú horfið.

Taldir upp eftir stærð eignarhlutar síns eru sjóðirnir sem um ræðir Lífeyrisjóður verslunarmanna (2,22%), Stafir lífeyrissjóður (1,75%), Sameinaði lífeyrissjóðurinn (1,20%), Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 - sem er sjóður ríkisstarfsmanna - (1,16%) og Gildi lífeyrissjóður (0,19%). Sem dæmi má nefna að tap Lífeyrissjóðs verslunarmanna á Straumi frá því fyrir bankahrunið er tæpir 2,2 milljarðar króna. Miðað við gengi hlutabréfanna á föstudag nemur tapið hins vegar tæpum 400 milljónum króna. Ekki náðist í Þorgeir Eyjólfsson forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna í gær. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×