Viðskipti innlent

Dapurt um að lítast í Kauphöllinni

William Fall, forstjóri Straums, sem hefur nú þegar hætt störfum.
William Fall, forstjóri Straums, sem hefur nú þegar hætt störfum. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 97 prósent í Kauphöllinni eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum í nótt. Úrvalsvísitalan féll um þréttán prósent í kjölfarið niður í nýjar lægðir, 230 stig.

Þá hefur gengi hlutabréfa í Össuri lækkað um 0,94 prósent og í Bakkavör um 0,54 prósent.

Nýja Úrvalsvísitalan, sem tekin var upp um áramótin, hefur fallið um 22,5 prósent. Hún stendur í 625 stigum og hefur aldrei nokkru sinni verið lægri.

Vísitalan hefur nú fallið um 37 prósent frá áramótum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×