Fleiri fréttir

Reiknar með lækkun stýrivaxta í mars

Greining Glitnis reiknar með að fyrsta lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans muni eiga sér stað í mars. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar.

Ólafur Ólafsson: Græddi ekki krónu á viðskiptum Al-Thani

Ólafur Ólafsson fjárfestir segir engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vagna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi.

Bretar reyna að bjarga bankakerfinu

Stjórnvöld í Bretlandi kynnu í morgun nýjar aðgerðir til bjargar bankakerfinu þar í landi. Þetta er í annað sinn sem það er gert á þremur mánuðum. Með þessu á að fá fjármálastofnanir til að lána fólki og fyrirtækjum aftur.

Segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Al-Thani

Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani á rúmlega 5% hlut í bankanum. Mikil umræða hefur verið um kaupin síðustu daga og segist Sigurður fagna þeim rannsóknum sem nú standa yfir og snúa að bankanum.

Fréttaskýring: Krónunni er ekki viðbjargandi

Allar hugmyndir manna um að hægt sé að bjarga krónunni við núverandi aðstæður eru draumsýnir. Þróunin frá hruni bankanna sýnir að krónunni er ekki viðbjargandi og því fyrr sem ráðamenn gera sér grein fyrir þessu því betra.

Salan hjá Alfesca drógst saman um 3,4%

Salan hjá Alfesca drógst saman um 3,4% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Í heildina nam salan tæplega 250 milljónum evra eða um 42 milljörðum kr. Alfesca býst áfram við erfiðu efnahagsumhverfi eða því er segir í tilkynningu.

FME framlengir banni við skortsölu

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tilkynnt kauphöllinni um framlengingu á banni við skortsöluen bannið var sett á þann 7. október s.l..

Um 800 manns skráðir á ráðstefnu Microsoft á Íslandi

Mikill áhugi var fyrir ráðstefnu sem Microsoft Íslandi heldur í dag og á morgun á Grand Hótel. Þegar lokað var fyrir skráningu sl. föstudag voru um 800 manns skráðir, sem gerir þetta að stærsta viðburði sem Microsoft Íslandi hefur haldið hér á landi.

Buiter með fyrirlestur í Háskóla Íslands

Willem H. Buiter, Prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics mun fyltja erindi á málstofu í efnahagsmálum í dag. Það er Hagfræðideild Hásóla Íslands sem stendur fyrir uppákomunni og hefst hún klukkan 12:00 á hádegi í Hátíðarsal skólans.

Straumur hækkar mest á rólegum degi

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 2,24 prósent í dag og í Bakkavör um 0,52 prósent. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,56 prósent.

Norðmenn undirbúa sig fyrir umsókn Íslands í ESB

Norska sjávarútvegsráðuneytið undirbýr sig nú fyrir væntanlegar aðildarviðræður Íslands að Evrópubandalaginu. "Við trúum því að skynsamlegt sé að vera undirbúin fyrir þetta," segir Magnor Nerheim skrifstofustjóri ráðuneytisins í samtali við Aftenposten.

Asísk hlutabréf hækka í verði

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun og leiddu fjármálafyrirtæki þá hækkun. Bréf japanska bílaframleiðandans Honda hækkuðu samhliða veikingu jensins þar sem rúmlega helmingur sölutekna fyrirtækisins á rót sína í Bandaríkjunum.

2300 milljarða króna björgunarpakki

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að verja 100 milljörðum danskra króna til að styðja við fjármálakerfið þar. Frá þessu er greint á fréttavef Danska ríkisútvarpsins.

Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani

Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu.

Forstjóri Kauphallarinnar segir tímabært að ræða einkavæðingu ríkisfyrirtækja

Það er tímabært að fara að ræða það hvernig hagkerfið á að virka í framtíðinni. Íslendingar þurfa sem allra fyrst að stilla kraftana þannig að þeir ýti undir verðmætasköpun og framleiðni. Það þarf því að fara að ræða um það hvernig staðið verði að sölu á fyrirtækjum til frambúðareigenda.

Hinir ábyrgu sýna almenningi löngutöng

Það þarf að teikna upp nýtt hagkerfi, með nýjum leikstjórnendum og nýjum leikreglum, sagði Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði, í ræðu sinni á fundi Radda fólksins á Austurvelli í gær.

Aston bílaframleiðandinn gæti lent í vanda

Forsvarsmenn Aston Martin bílaframleiðandanna hafa viðurkennt að þeir geti hugsanlega ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bönkunum á þessu ári í þeim ólgusjó sem fjármálakerfið er í.

Dótturfélag Milestone rær lífróður í Bretlandi

Íslenska fjárfestingafélagið Kcaj, sem er dótturfélag Milestone, gæti farið í greiðslustöðvun í vikunni ef forsvarsmönnum þess tekst ekki selja hluta af eignum eða fá nýtt hlutafé inn í félagið.

Circuit City lokar hátt í 600 verslunum

Raftækjaverslunarkeðjan Circuit City tilkynnti í gær að verslunin myndi loka 567 verslunum í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að 34 þúsund störf munu tapast. Áður höfðu eigendur fyrirtækisins gert árangurslausa tilraun til að selja það.

Helmingur útskrifaðra kominn með vinnu

Alls voru 193 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í morgun. Af þeim luku 37 með meistaraprófi, 124 með bakkalárprófi og 32 diplómaprófi. Flestir útskriftarnemanna eru úr viðskiptadeild eða 75, en 56 nemendur útskrifuðust með próf úr tækni- og verkfræðideild.

Lýsi fékk Varðbergið

Lýsi hf. hefur hlotið forvarnarverðlaunin Varðbergið. Það er Tryggingamiðstöðin sem veitir verðlaunin árlega þeim viðskiptavin sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum og slysum.

Peningar Whelans fastir inni í Singer & Friedlander

Eigandi breska knattspyrnuliðsins Wigan, David Whelan, er einn þeirra fjölmargra aðila sem ekki sér fram á að geta nálgast sparifé sitt sem hann lagði inn í Singer & Friedlander bankann í eigu Kaupþings í Bretlandi.

Björn Ingi lætur af störfum

Björn Ingi Hrafnsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, en þar hefur hann starfað frá því 2. apríl í fyrra. Óli Kristján Ármannsson heldur áfram störfum sem ritstjóri Markaðarins.

Hækkun á Wall Street í dag

Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í dag og er ástæðan einkum rakin til hækkunar á orkufyrirtækjum eftir að ljóst varð að olía væri örlítð að hækka í verði. Einnig er talið að fjárfestar horfi björtum augum á ýmsar björgunaraðgerðir í efnahagslífinu.

Stjórar Glitnis á skólabekk um fjármálamarkaðinn

Lögfræði- og regluvörslusvið Nýja Glitnis hefur, að beiðni bankastjóra og undir stjórn regluvarðar, sett á fót sérstaka fræðslu fyrir framkvæmdastjóra og lykilstarfsmenn bankans um laga- og regluumhverfi á fjármálamarkaði.

Bankarisi í algjörum mínus

Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár.

Facebook getur upplýst um skattsvik

Facebook í Danmörku verður brátt notað í baráttunni gegn skattsvikum í Danmörku. Þetta kemur fram í fríblðainu MetroXpress í Kaupmannahöfn.

Skuldatryggingarálag hæst á Íslandi meðal Evrópuþjóða

Ísland trónar á toppnum hvað skuldatryggingarálag varðar meðal Evrópuþjóða. Er álagið á ríkissjóð nú 930 punktar sem jafngildir því að 9,3% af nafnvirði þurfi að kosta til að tryggja skuldabréf í evrum á íslenska ríkið.

Fjögur fyrirtæki fá innheimtuleyfi

Fjármálaeftirlitið hefur veitt fjórum fyrirtækjum innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum að því er segir í tilkynningu um málið á vefsíðu eftirlitsins.

Leyndardómur Mylluseturs afhjúpaður: Róbert stærsti hluthafinn

Salt Investment, félag Róberts Wessman, verður stærsti hluthafinn í Myllusetri, nýstofnuðu útgáfufélagi Viðskiptablaðsins. Róbert staðfesti þetta í samtali við Vísi en mikil leynd hefur ríkt yfir hluthafahópnum frá því að félagið var stofnað í lok nóvember á síðasta ári.

Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg.

Mikil aukning á grófum skattsvikum í Danmörku

Mikil aukning hefur orðið á grófum skattsvikum, sem tilkynnt eru til lögreglunnar, í Danmörku á síðasta ári. Þannig voru tilkynningarnar orðnar rúmlega 100 fleiri á fyrstu þremur ársfjórðungum ársin en allt árið 2007.

Stjórnvöld í Bretlandi og Mön í deilu vegna Kaupþings

Stjórnvöld í Bretlandi og á eyjunni Mön eru nú komin í deilu vegna innistæðna í Kaupþingi á eyjunni. Deilan snýst um hvort tryggingar breskra stjórnvalda fyrir innistæðum í íslensku bönkunum nái yfir eyjaskeggja.

Sjá næstu 50 fréttir