Viðskipti innlent

Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum

Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg.

Að sögn Guðmundar mun lögreglan í Lúxemborg hafa málið til rannsóknar en Guðmundur vill ekki gefa upp heimildir sínar.

„Greiðsla Al-Thani var annarsvegar 13 milljarðar kr. í reiðufé sem var flutt beint inn á reikninga á Caymaneyjum," segir Guðmundur. "Og hinsvegar hlutabréf sem síðan voru seld Líbýumönnum og andvirðið einnig sent inn á sömu reikninga á Cayman."

Guðmundur segir að þrír menn innan Kaupþings hafi staðið að þessum gerningum en hann vill ekki nefna nöfn þeirra að svo stöddu. Það ætti þó að vera augljóst um hverja var að ræða.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×