Segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Al-Thani 19. janúar 2009 11:47 Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani á rúmlega 5% hlut í bankanum. Mikil umræða hefur verið um kaupin síðustu daga og segist Sigurður fagna þeim rannsóknum sem nú standa yfir og snúa að bankanum. Yfirlýsingu Sigurðar má sjá í heild sinni hér að neðan: „Forsvarsmenn Kaupþings, líkt og stjórnendur fjölmargra annarra banka, höfðu um nokkurt skeið reynt að fá til liðs við bankann stönduga fjárfesta í Mið-Austurlöndum. Það var bankanum því sérstakt fagnaðarefni þegar Sheik Al-Thani, bróðir Soldánsins af Katar, samþykkti að kaupa 5% hlut í bankanum. Í ljósi mjög erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þótti stjórnendum Kaupþings sjálfsagt að liðka til fyrir kaupunum með þeim hætti sem kostur var. Dótturfélag Kaupþings í Mið-Austurlöndum sem starfaði í Katar og Dubai, var þá þegar komið í ábatasöm viðskipti við Sheik Al-Thani í Katar og fyrirheit komin um umfangsmikil áframhaldandi viðskipti. Sheik Al-Thani keypti hlutinn í Kaupþingi í gegnum eignarhaldsélagið Q Iceland Finance ehf. og voru þær fjárfestingar að hluta gerðar í formi persónulegra ábyrgða Sheik Al-Thani sem síðar átti að umbreyta í veðtryggingar í eigum hans. Félög í eigu Sheik Al-Thani og aðila tengdum honum fengu lán að samtals fjárhæð 25,6 milljarða ISK. Þar af var Sheik Al-Thani í sjálfsskuldarábyrgðum fyrir peningamarkaðslánveitingu að fjárhæð 12,8 milljarðar ISK, eða fyrir helmingi fjárfestingarinnar en eftirstöðvar voru tryggðar með þeim hlutum sem Q Iceland Finance ehf. hafði fjárfest í Kaupþingi. Rétt er að taka fram að seljandi hlutanna var Kaupþing og engir fjármunir fóru út úr bankanum vegna þessara viðskipta. Hlutirnir sem Sheik Al-Thani keypti voru því hlutir sem hundruð ef ekki þúsundir íslenskra fjárfesta höfðu selt bankanum síðustu vikurnar fyrir kaupin og voru engir innherjar þeirra á meðal. Þegar þessi kaup Sheik Al-Thani áttu sér stað var staða Kaupþings góð og bankinn átti umtalsvert laust fé. Þrátt fyrir það var skuldatryggingaálag bankans mjög hátt. Að tillögu Deutsche Bank hóf Kaupþing að undirbúa fjármögnun með þýska bankanum að kaupum á skuldatryggingum á Kaupþing með verulegum afföllum. Félag í eigu Sheik Al-Thani fékk 50 milljónir dala lánaðar frá Kaupþingi í tengslum við slík kaup og átti von á frekari fyrirgreiðslu frá Kaupþingi og Deutsche Bank vegna þessa. Hins vegar varð ekkert af fjárfestingu í skuldatryggingum þar sem bankinn féll í millitíðinni. Við fall íslensks bankakerfis og efnahagslífs hrundi íslenska krónan sem gerði Sheik Al-Thani kleift að draga úr því tjóni sem hann hafði orðið fyrir vegna kaupa á hlutum í Kaupþingi. Ég vil undirstrika að engir fjármunir hafa verið færðir með óeðlilegum eða ólögmætum hætti úr sjóðum bankans, hvorki til eigenda hans né annarra. Enginn hagnaður hefur orðið til vegna sérstakra samninga við valinn hóp viðskiptavina bankans eða eigenda. Ég er þess fullviss að starfsemi bankans hafi alla tíð verið innan þess ramma sem lög og reglur um rekstur hans hafa kveðið á um. Þeim rannsóknum sem nú standa yfir á starfsemi bankans fagna ég. Ég harma hins vegar þær röngu fréttir og tilhæfulausu fullyrðingar sem fallið hafa um bankann á síðustu vikum." Tengdar fréttir Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15. janúar 2009 18:31 Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. 16. janúar 2009 11:04 Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39 Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani á rúmlega 5% hlut í bankanum. Mikil umræða hefur verið um kaupin síðustu daga og segist Sigurður fagna þeim rannsóknum sem nú standa yfir og snúa að bankanum. Yfirlýsingu Sigurðar má sjá í heild sinni hér að neðan: „Forsvarsmenn Kaupþings, líkt og stjórnendur fjölmargra annarra banka, höfðu um nokkurt skeið reynt að fá til liðs við bankann stönduga fjárfesta í Mið-Austurlöndum. Það var bankanum því sérstakt fagnaðarefni þegar Sheik Al-Thani, bróðir Soldánsins af Katar, samþykkti að kaupa 5% hlut í bankanum. Í ljósi mjög erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þótti stjórnendum Kaupþings sjálfsagt að liðka til fyrir kaupunum með þeim hætti sem kostur var. Dótturfélag Kaupþings í Mið-Austurlöndum sem starfaði í Katar og Dubai, var þá þegar komið í ábatasöm viðskipti við Sheik Al-Thani í Katar og fyrirheit komin um umfangsmikil áframhaldandi viðskipti. Sheik Al-Thani keypti hlutinn í Kaupþingi í gegnum eignarhaldsélagið Q Iceland Finance ehf. og voru þær fjárfestingar að hluta gerðar í formi persónulegra ábyrgða Sheik Al-Thani sem síðar átti að umbreyta í veðtryggingar í eigum hans. Félög í eigu Sheik Al-Thani og aðila tengdum honum fengu lán að samtals fjárhæð 25,6 milljarða ISK. Þar af var Sheik Al-Thani í sjálfsskuldarábyrgðum fyrir peningamarkaðslánveitingu að fjárhæð 12,8 milljarðar ISK, eða fyrir helmingi fjárfestingarinnar en eftirstöðvar voru tryggðar með þeim hlutum sem Q Iceland Finance ehf. hafði fjárfest í Kaupþingi. Rétt er að taka fram að seljandi hlutanna var Kaupþing og engir fjármunir fóru út úr bankanum vegna þessara viðskipta. Hlutirnir sem Sheik Al-Thani keypti voru því hlutir sem hundruð ef ekki þúsundir íslenskra fjárfesta höfðu selt bankanum síðustu vikurnar fyrir kaupin og voru engir innherjar þeirra á meðal. Þegar þessi kaup Sheik Al-Thani áttu sér stað var staða Kaupþings góð og bankinn átti umtalsvert laust fé. Þrátt fyrir það var skuldatryggingaálag bankans mjög hátt. Að tillögu Deutsche Bank hóf Kaupþing að undirbúa fjármögnun með þýska bankanum að kaupum á skuldatryggingum á Kaupþing með verulegum afföllum. Félag í eigu Sheik Al-Thani fékk 50 milljónir dala lánaðar frá Kaupþingi í tengslum við slík kaup og átti von á frekari fyrirgreiðslu frá Kaupþingi og Deutsche Bank vegna þessa. Hins vegar varð ekkert af fjárfestingu í skuldatryggingum þar sem bankinn féll í millitíðinni. Við fall íslensks bankakerfis og efnahagslífs hrundi íslenska krónan sem gerði Sheik Al-Thani kleift að draga úr því tjóni sem hann hafði orðið fyrir vegna kaupa á hlutum í Kaupþingi. Ég vil undirstrika að engir fjármunir hafa verið færðir með óeðlilegum eða ólögmætum hætti úr sjóðum bankans, hvorki til eigenda hans né annarra. Enginn hagnaður hefur orðið til vegna sérstakra samninga við valinn hóp viðskiptavina bankans eða eigenda. Ég er þess fullviss að starfsemi bankans hafi alla tíð verið innan þess ramma sem lög og reglur um rekstur hans hafa kveðið á um. Þeim rannsóknum sem nú standa yfir á starfsemi bankans fagna ég. Ég harma hins vegar þær röngu fréttir og tilhæfulausu fullyrðingar sem fallið hafa um bankann á síðustu vikum."
Tengdar fréttir Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15. janúar 2009 18:31 Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. 16. janúar 2009 11:04 Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39 Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15. janúar 2009 18:31
Segir milljarðana frá Al-Thani hafa lent á Caymaneyjum Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segist hafa heimildir fyrir því að þeir 25 milljarðar kr. sem Sheik Al Thani greiddi fyrir hlutabréf sín í Kaupþingi hafi verið sendir til Caymaneyja í gegnum Kaupþing í Lúxemborg. 16. janúar 2009 11:04
Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14. janúar 2009 20:39
Kaupþing tapaði 37,5 milljörðum á kaupum Al-Thani Kaup hins konungsborna Al-Thani frá Katar á tuttugu og fimm milljarða króna hlut í Kaupþingi kostuðu bankann sjálfan 37,5 milljarða. Hvorki Al-Thani né vinur hans Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi Kaupþings, sem lánaði honum tólf og hálfan milljarð fyrir kaupunum, töpuðu krónu. 18. janúar 2009 18:51