Greiningin segir að áform séu uppi um að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans frekar, bæði með auknum lántökum frá IMF og lánum frá fleiri aðilum. Með styrkingu forðans er búið í haginn fyrir afnám gjaldeyrishaftanna sem hér hafa verið við lýði frá hruni bankanna í október.
„ Líklegt er að næstu skref í afnámi haftanna verði stigin í kjölfar stöðumats Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í febrúar. Ef það gengur vel má búast við því að í kjölfarið fylgi lækkun stýrivaxta Seðlabankans sem nú eru 18%. Reiknum við með fyrstu vaxtalækkun ársins í mars," segir í Morgunkorninu.Reiknar með lækkun stýrivaxta í mars

Greining Glitnis reiknar með að fyrsta lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans muni eiga sér stað í mars. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar.