Viðskipti innlent

Björn Ingi lætur af störfum

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, en þar hefur hann starfað frá því 2. apríl í fyrra. Óli Kristján Ármannsson heldur áfram störfum sem ritstjóri Markaðarins.

Björn Ingi hefur þó ekki sagt skilið við 365, því hann mun eftir sem áður stjórna þættinum Markaðurinn með Birni Inga á fimmtudagskvöldum á Stöð 2.

Fréttablaðið þakkar Birni Inga vel unnin störf og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×