Fleiri fréttir

Þróun markaðarins þurrkar út lífeyrisréttindabónus

Lífeyrisþegar í Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafa notið góðs af ávöxtun sjóðsins á hlutabréfamarkaðinum undanfarin ár. Þróun markaðrins nú er hinsvegar í öfuga átt og eins og horfir eru engar líkur á lífeyrisréttindabónus eftir árið.

Virgin fær að bjóða fyrst í Northern Rock

Bresk stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að Virgin Money, fyrirtæki Richard Branson, muni fá forgangsrétt til að bjóða í hlutafé Northern Rock bankans og yfirtaka hann.

Sterk byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn hefur byrjað sterkt í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um rúm tvö prósent og stendur nú í rúmlega 6892 stigum.

Skipti hf. semur við tvö innheimtufyrirtæki

Momentum ehf. og Gjaldheimtan ehf. hafa tekið að sér innheimtu fyrir dótturfélög Skipta hf., en stærstu félög Skipta hérlendis eru Síminn, Míla, Já og Skjárinn.

Markaðir í Asíu í uppsveiflu í dag

Markaðir í Asíu eru í uppsveiflu í dag. Ástæðan er meðal annars mun hærri sölutölur úr bandaríska verslunargeiranum á föstudag en vænst hafði verið.

Kaupin á NIBC frágengin í janúar á næsta ári

Kaupþing banki gerir ráð fyrir að kaupin á hollenska bankanum NIBC verði að fullu frágengin í janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í morgun. Jafnframt segir þar að Kaupþing hyggist gefa út nýtt hlutafé allt að 210 milljón hluti vegna yfirtökunnar.

Sala á Svarta föstudeginum upp rúm 8%

Bandarískir neytendur eyddu 652 milljörðum íslenskra króna á kauplausa deginum á föstudag sem haldinn er hátíðlegur víða um heim. Smásalar héldu tilboðum á raftækjum og leikföngum að kaupendum til að auka sölu. Þetta er hækkun um 8,3 prósent frá síðasta Svarta föstudeginum, eins og hann er gjarnan kallaður.

Stærsti banki Norðurlanda lánar ekki Íslendingum

Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, myndi hafna Íslendingi sem óskaði eftir að taka íbúðalán með veði í íslenskri eign. Í kjölfar síðustu vaxtahækkunar á fasteignalánum hefur fréttastofa kannað möguleika Íslendinga á að taka íbúðalán milliliðalaust í erlendum bönkum.

Óttuðust að missa kvóta

Ísfélag Vestmannaeyja hf og Kristinn ehf hafa eignast kauprétt á tæplega þriðjungshlut hlutabréfa í Vinnslustöðinni hf. Í tilkynningu frá Ísfélagi Vestmannaeyja segir að ókyrrð hafi ríkt í kringum Vinnslustöðina og eigndur átt í harðvítugum deilum.

Airbus gæti þurft að færa verksmiðjur vegna dollars

Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag.

Minni hagvöxtur í Bretlandi

Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg.

Miklar sveiflur í Kauphöllinni

Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent.

Ölgerðin kaupir Sól

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur keypt ávaxtasafaframleiðandann Sól sem er aðeins þriggja ára gamalt fyrirtæki

Útilokar ekki kreppu hér á landi

Það er ekki útilokað að hér muni skella á kreppa. Þetta segir Dr. Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics. Hann segir matsfyrirtækin hafa staðið sig afar illa að undanförnu.

Exista leiðir hækkun í dag

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári.

Atorka eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki

Atorka hefur eignast um tíu prósenta hlut í Asia Environment Holdings (AENV), sem framleiðir vatnshreinsilausnir í Kína. Kaupverð nemur 1,1 milljarði króna en þau hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í Síngapúr.

Veikur dollar skaðar Airbus

Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag.

Vill aukaaðalfund hjá Elisa til að skipta um stjórn

Novator í Finnlandi, sem er félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns, hefur óskað eftir því við stjórn símafyrirtækisins Elisa að boðað verði til hluthafafundar svo fljótt sem auðið er.

Exista féll í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma.

Magnús eignast Skorra

Magnús Kristinsson, athafnamaður og stjórnarformaður Toyota á Íslandi, hefur keypt rafgeymafyrirtækið Skorra sem áður var í eigu Arnar Johnson.

Danir kjósa um evruna

Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag.

Evrópskir markaðir á uppleið

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf.

Krónan á opnu alþjóðahafi

„Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum.

Krónubréf gefin út á ný

Þýski bankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir fjóra milljarða kr. í gær og blés þar með glæðum í krónubréfaútgáfuna sem hefur verið með daufasta móti undanfarið.

2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi

Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu.

Fasteignagullæðið búið

Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita.

Danir viðurkenna að veislunni sé lokið

Fjármálasérfræðingurinn Per Hansen hjá Jyske Markets segir að danskir fjárfestar verði nú að horfast í augu við að miklar hækkanir á dönskum hlutabréfum heyri sögunni til. Það hafi verið gullnir tímar fyrir dönsk hlutabréf á undanförnum árum en veislunni sé nú lokið.

Enn falla bréfin í kauphöllinni

Ekkert lát er á falli á hlutabréfum í kauphöllinni nú við opnun markaðarins í morgun. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 0,47% og stendur í 6751 stigum.

Enn titrar fjármálaheimurinn

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi.

SPRON lækkaði um 6,17%

„Það eru erfiðir tímar framundan og á brattan að sækja fyrir fyrirtæki," sagði Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur í Greiningu Glitnis, í samtali við Sindra Sindrason, við lokun markaða.

Hneyksli skekur Ericsson

Hlutabréf í sænska símafyrirtækinu Ericsson hefur fallið um 5,13 prósent kauphöllinni í Stokkhólmi í dag í kjölfar afkomuviðvörunar og hneykslismáls sem fjallað er um í sænskum fjölmiðlum.

Guðmundur fær kaupréttarsamning hjá Eimskip

Eimskipafélag Íslands hefur í dag gert kaupréttarsamning við Guðmund Davíðsson, forstjóra Eimskips á Íslandi. Samningurinn veittir kauprétt að 1.000.000 hluta á ári til þriggja ára.

Rauð opnun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 2,57 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í félaginu stendur í 26,55 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan snemma í febrúar á þessu ári. Gengi annarra félaga hefur lækkað sömuleiðis, helst í fjármálafyrirtækjum, en ekkert hækkað á sama tíma.

Hagnaður Spalar eykst milli ára

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 112 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem er síðasti fjórðungur ársins í bókum félagsins. Til samanburðar var hagnaður inn 153 milljónir króna á sama tíma í fyrra.

Snörp lækkun á hlutabréfamörkuðum

Snörp lækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir að oliuverð fór í hæstu hæðir og gengi bandaríkjadals lækkaði frekar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Allir markaðirnir stóðu á rauðu í dag. Eini fjármálamarkaðurinn þar sem fjárfestar gátu andað léttar var í kauphöllinni í Karachi í Pakistan.

Sjá næstu 50 fréttir