Viðskipti innlent

Kaupin á NIBC frágengin í janúar á næsta ári

Kaupþing banki gerir ráð fyrir að kaupin á hollenska bankanum NIBC verði að fullu frágengin í janúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í morgun. Jafnframt segir þar að Kaupþing hyggist gefa út nýtt hlutafé allt að 210 milljón hluti vegna yfirtökunnar.

Af þessum 210 milljón hlutum mun hópur fjárfesta undir forystu J.C. Flowers fá 140 milljón hluti á verðinu 105,67 skr. 70 milljón hlutir verða seldir í forgangsútboði í janúar.

Fram kemur að Kaupþing hefur undirritað samkomulag um að minnka stöðu sína í eignagtryggum skuldabréfum úr 1,6 milljörðm evra í 450 milljónir evra eða sem svarar ríflega 40 milljörðum kr.

Tekið er fram að Kaupþingssamstæðan og móðurfélagið hafi öruggt lausafé til að standa við allar skuldbindingar bankans í meir en 420 daga. Langtímaskuldbindingar móðurfélags Kaupþings sem eru á gjalddaga á næsta ári nema 1,7 milljörðum evra eða um rúmlega 150 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×