Viðskipti innlent

Atorka hagnast um 2,7 milljarða á þriðja ársfjórðungi

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group. MYND/Hörður Sveinsson

Atorka Group hagnaðist um 2,5 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er í Kauphöll Íslands í dag.

Þar kemur einnig fram að hagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi verið 2,7 milljarðar. Hagnaðurinn er umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra þegar hann nam um 32 milljónum.

Bent er á í tilkynningu til Kauphallarinnar að félagið hafi innleyst verulegan hagnað með því að selja Jarðboranir til Geysis Green Energy en um leið gerðist félagið kjölfestufjárfestir í Geysi. Heildareignir Atorku nema nú rúmum 100 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×