Viðskipti erlent

Hluthafar Ericsson tapa 1.500 milljörðum kr. á mánuði

Það er ekki gaman að vera hluthafi í sænska símarisanum Ericsson þessa daganna. Á innan við einum mánuði hefur virði hlutabréfa félagsins fallið um 1.500 milljarða kr.

Þetta samsvarar því að á hverjum degi frá því í lok október hafa hluthafarnir mátt sá á eftir 50 milljörðum kr. út um gluggann. Á þessu tímabili hafa hlutabréfin fallið um 44% í kauphöllinni í Stokkhólmi.

Greiningardeildir á Norðurlöndunum reikna ekki með að ástandið batni í náinni framtíð. Þetta hefur ýtt undir orðróm þess efnis að Carl-Henric Svanberg forstjóri Ericsson verði rekinn á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×