Fleiri fréttir

Að komast hjá dómi

Komið hefur fram gagnrýni á það fyrirkomulag að Orkuveita Reykjavíkur greiði málskostnað Svandísar Svavarsdóttur, oddvita VG í borginni, í máli hennar í tengslum við sameiningu REI og Geysis Green Energy.

Mansal og barnaþrælkun

Auglýsing sem birtist í Bændablaðinu í gær hljómaði líkt og þar væri á ferðinni mansal og barnaþrælkun af verstu sort. Auglýsingin var svohljóðandi: „Vantar þig fjölskyldumeðlim? Elskulegur sonur minn John Deere Guðmundsson fæddur 8. apríl 2006. Notaður í 540 vinnustundir.

Íslenskur Björgólfur

Auðkýfingurinn Björgólfur Guðmundsson sást sitja að snæðingi ásamt Guðmundi Davíðssyni, forstjóra Eimskips á Íslandi, og fleira starfsfólki fyrir­tækisins á matsölustaðnum á Umferðarmiðstöðinni í hádeginu í gær en Björgólfur mun vera þar tíður gestur. Pakkfullt var á staðnum líkt og á þessum tíma dags og gestir af öllum stéttum.

Tónlistarútgáfa með nýju lagi

Hefðbundin tónlistarútgáfa á undir högg að sækja miðað við þróun í tónlistargeiranum. Sjálfstæð útgáfa listamanna færist í aukana og tilkoma internetsins og stafrænnar dreifingar tónlistar hefur raskað valdahlutföllum listamanna og útgáfufyrirtækja. Svo v

Plötufyrirtækin sofandi á verðinum

Í viðtali við Mugison (sem raunar heitir Örn Elías Guðmundsson) sem birtist í Fréttablaðinu í byrjun þessa mánaðar undir yfirskriftinni „Alltaf tilbúinn í prumpukeppni“ fer tónlistarmaðurinn meðal annars yfir eigin sýn á tónlistariðnaðinn.

Slökkt á hugsuninni

Að sigrast á fjallstindum í sameiningu mun vera ein besta aðferð hópeflingar sem völ er á. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja leggja aukna áherslu á góða heilsu starfsmanna sinna.

Bankar þrifust illa í skjóli ríkisvaldsins

Jónas Haralz áttaði sig á því árið 1984 að eðlileg bankastarfsemi gæti ekki komist á hér á landi í skjóli ríkisins. Það tók tæp tuttugu ár að vinna þeirri hugmynd fylgi.

Stormur í vatnsglasi

„Ég held að þetta sé stormur í vatnsglasi, ef ég á að segja eins og er,“ segir Gísli Ásgeirsson, veiðiáhugamaður og stjórnarformaður Lax ehf. Vísar hann þar til áhyggna af því að alþjóðlegi auðmannaklúbburinn Everlands ætli að sölsa undir sig laxveiðiár hér á landi og loka fyrir aðgengi annarra en meðlima klúbbsins.

Skattar af hinu illa

Lágir skattar örva efnahagslífið, segir Arthur B. Laffer, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi Ronalds Reagan. Kenning hans er sú að lækkun skatta geti hækkað skatttekjur ríkisins. Hann telur að kenningar sínar hafi komið Íslendingum mjög til góða en hann óttast að landar sínir gangi úr skaftinu.

Finnair gefur út jákvæða afkomuviðvörun

Finnska flugfélagið Finnair, sem FL Group á tæplega fjórðungshlut í, gaf í dag út jákvæða afkomuviðvörun fyrir fjórða ársfjórðung sem og árið í heild. Áætlun hljóðaði upp á 6,3 milljarða króna gróða á árinu en nú bendir allt til þess að hagnaðurinn verði rúmlega 8,2 milljarðar.

Mjög dró úr hagnaði Icebank

Hagnaður Icebank nam rúmum 64.8 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við rúma 4,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nam hins vegar rúmum 4,2 milljörðum króna samanborið við 6,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum síðasta árs.

Straumur aðili að fleiri norrænum kauphöllum

Straumur - Burðarás verður frá og með deginum í dag aðili að fleiri kauphöllum en þeirri íslensku því hann verður einnig skráður í kauphallirnar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki.

Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Gengi krónunnar féll við þetta um tvö prósent.

Storebrand má yfirtaka SPP

Norska tryggingafélagið Storebrand, sem m.a. er í eigu Kaupþings og Existu, hefur fengið grænt ljós frá norska fjármálaráðuneytinu vegna væntanlegrar yfirtöku á SPP, líftryggingararmi sænska Handelsbanken.

Markaðir í Evrópu í uppsveiflu

Markaðir í helstu kauphöllum Evrópu eru í nokkurri uppsveiflu eftir blóðbaðið á þeim í gærdag. Augljóst er að sú mikla lækkun sem varð á mörkuðunum í gær hefur skapað kauptækifæri víða.

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa eftir sem leið á morguninn og snéru flest fyrirtæki úr lækkanaferli í hækkun, ekki síst fjármálafyrirtækin, sem hafa hækkað lítillega eða staðið í stað.

Atlantic Petroleum hefur flugið á ný

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum hefur hækkað um rúm átta prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þetta er annar hækkunardagur félagsins í Kauphöllinni eftir um næstum þriðjungslækkun í síðustu viku. Þá hefur gengið Straums hækkað í Kauphöllinni eftir að viðskipti hófust. Önnur félög hafa ýmist staðið í stað eða lækkað.

Fyrsta þráðlausa tölvubókin á markað

Bókavefrisinn Amazon hefur sett á markað tölvubók sem gengur undir nafninu Kindle. Tölvan er á stærð við pappírskilju og kostar tæplega 25 þúsund íslenskar krónur. Í minni hennar rúmast 200 bækur.

Mikill hagnaður hjá Easyjet

Hagnaður flugfélagsins Easyjet hefur aukist gríðarlega á þessu ári samanborið við það síðasta eða um 56%.

Storebrand fær leyfi ráðuneytis

Norska tryggingafélagið Storebrand hefur fengi leyfi frá norska fjármálaráðuneytinu til að taka yfir SPP, sem er sænskt líftryggingafélag í eigu Handelsbanken. Kaupþing er stærsti hluthafinn í Storebrand. Kaupþing og Exista fara saman með tæp þrjátíu prósent í félaginu.

Flestir lækka, en DeCode hækkar

Bandarísk hlutabréf tóku dýfu í dag og hafa Dow Jones og S&P 500 vísitölurnar ekki verið lægri í þrjá mánuði. Dow jones lækkaði um 1,65 prósent og S&P lækkaði um 1,74 prósent. Nasdaq vísitalan lækkaði einnig, um 1,66 prósent eða 43,86 stig. Gengi bréfa í DeCode er hins vegar undanskilið þróuninni því markaðsvirði fyrirtækisins jókst um 4,72 prósent.

Úrvalsvísitalan féll undir 7.000 stigin

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag. Hún stendur í 6.955 stigum og hefur ekki verið jafn lág síðan seint í janúar. Gengi fjármálafyrirtækja hefur hríðfallið það sem af er dags, mest í Straumi og Exista en gengi beggja hefur fallið um rúm fimm prósent. Gengi Straums hefur ekki verið lægra síðan í ágúst á síðasta ári.

YouTube gegn einelti

Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna.

Atlantic Petroleum hækkar eftir fall

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 5,5 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag eftir tæplega þriðjungsfall í síðustu viku. Einungis tvö önnur félög hafa hækkað á sama tíma en fimm lækkað, þar af mest í FL Group.

Óvíst um framtíð Bjarna

Framtíð Bjarna Ármannssonar hjá Reykjavík Energy Invest er óljós eftir að Borgarráð og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur tóku þá ákvörðun að ógilda samruma REI og Geysir Green Energy.

Sex íslensk félög á topp 100 lista Norðurlandanna

Sex íslensk félög voru í hópi 100 stærstu fyrirtækja Norðurlanda miðað við markaðsverðmæti um miðja vikuna. Raunar voru þrjú í hópi 50 stærstu, Kaupþing, sem var í 27. sæti, Landsbankinn, í 44. sæti og Glitnir sem sat í 49. sæti.

Slakt uppgjör hjá Atlantic Petroleum

Tap Atlantic Petroleum, færeyska olíu- og gasfyrirtækisins, nam um 11 milljónum dkr. eða rúmlega 120 milljónum kr. nú á þriðja ársfjórðung. Töluverður munur er á afkomu ef litið er til sama fjórðungs í fyrra en þá nam tapið 250.000 dkr.

Tæp þriðjungslækkun í vikunni

Gengi hlutabréfa í Atlantic Petroleum hélt áfram að lækka í dag eftir breytt verðmat á félaginu í byrjun vikunnar en nú fór það niður um níu prósent. Gengið fór hæst í 2.433 stig á mánudag en stendur nú í 1.692 stigum sem jafngildir því að gengið hefur fallið um tæp 30 prósent á þremur dögum.

Skipti hf. fær frest á skráningu framyfir áramót

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að ráðuneytið muni taka jákvætt í beiðni Skipti hf., móðurfélags Símans, um að fresta skráningu félagsins í kauphöllina. Verður ákvörðunin um það tekin öðru hvorum megin við helgina.

Meira flutt út af grásleppukavíar en í fyrra

Þrátt fyrir minni grásleppuveiði á síðustu vertíð hefur aukning orðið í útflutningi grásleppuafurða. Á það jafnt við grásleppukavíar og söltuð hrogn í tunnum.

Rapparinn Jay-Z "dissar" dollarann

Nú virðist fokið í flest skjól fyrir dollarann. Fyrir viku birtum við frétt um að ofurfyrirsætan Gisele Bündchen væri hætt að taka við greiðslu fyrir vinnu sína í dollurum. Og nú berast fréttir af því að rapparinn Jay-Z „dissi“ dollarann í nýjasta myndbandi sínu.

Afkoma Icelandic Group undir væntingum

Icelandic Group tapaði rúmum 2,5 milljónum evra, jafnvirði rúmra 220 milljóna íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 953 þúsunda evra hagnað á sama tíma í fyrra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir áætlanir um hagræðingu og rekstrarhagnað á árinu ekki hafa gengið eftir.

Íslenska hagkerfið er einstakt

Þið ættuð að vera stolt af ríkisstjórn ykkar. Íslenska kerfið er einstakt. Þetta sagði Arthur B. Laffer, einn kunnasti hagfræðingur heims, á fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun undir yfirskriftinni „Íslenska efnahagsundrið".

SPRON opnar skrifstofu í Berlín

SPRON Verðbréf dótturfélag SPRON hf., hefur opnað skrifstofu í Berlín og hefur ásamt íslenskum fjárfestum keypt 430 íbúðir þar í borg fyrir fimm og hálfan milljarð króna. Hlutverk skrifstofunnar er að veita ráðgjöf og annast fjárfestingar í fasteignum og fyrirtækjum í Þýskalandi, sem og á nálægum svæðum og bæta með því enn frekar þjónustu við einka- og fyrirtækjafjárfesta á Íslandi.

Bítlarnir brátt aðgengilegir á netinu

Tónlist Bítlanna ætti að verða aðgengileg á netinu á næsta ári eftir því sem Paul McCartney segir bandaríska tónlistarvefnum Billboard.com. Verk hljómsveitarinnar eru ein fárra sem hafa haldið tónlist sinni frá vefverslunum eins og iTunes og Napster.

Lækkanir í kauphöllinni

Hlutabréf héldu áfram að lækka í kauphöllinni í morgun þegar opnað var fyrir viðskipti. Alls hefur úrvalsvísitalan fallið um 1,4 prósent það sem af er degi.

Gengi FL Group ekki lægra í rúmt ár

Gengi bréfa í FL Group féll töluvert við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það fór niður um 2,94 prósent og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan september á síðasta ári.

Vilja koma í veg fyrir aðra undirmálslánakrísu

Bandarískir þingmenn hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér hert eftirlit með bandarískum fasteignalánafyrirtækjum með það fyrir augum að koma í veg fyrir að fjármálakrísa í tengslum við undirmálslán vestanhafs endurtaki sig.

Sjá næstu 50 fréttir