Fleiri fréttir

Bréf í Atlantic Petroleum lækkuðu um rúm 15%

Þótt að hlutabréf hafi almennt hækkað í verði í kauphöllinni í dag vakti athygli að bréf í færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum lækkuðu um 15,45%. Við greinum frá afhverju í annarri frétt hér á viðskiptasíðu Vísi.

Veislunni lokið hjá Atlantic Petroleum?

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum er það félag sem hækkað hefur mest allra í kauphöllinni á þessu ári eða yfir 300%. Nú virðist veislunni vera lokið ef marka má greiningardeild Eik Bank sem mælir með sölu á bréfum í olíufélaginu.

Nuddkona Google orðin auðjöfur

Bonnie Brown er orðin auðjöfur með eigin góðagerðarsamtök. Hún byrjaði sem nuddkona. Laun hennar í upphafi voru aðeins 30.000 krónur á viku en á móti fékk hún kauprétt í hlutabréfum vinnuveitendans. Árið var 1999 og vinnuveitandinn var Google. Bonnie sá um að nudda þreyttar axlir og auma hnakka þeirra 40 starfsmanna sem þá störfuðu fyrir Google.

Tiffany og eBay í dómsmáli um falsaðar vörur

Tiffany og eBay eiga í dómsmáli sem hófst í bandarískum réttarsal í dag. Niðurstaða málsins gæti verið fordæmisgefandi um hvernig leysa eigi lögfræðilega álitaefni þegar falsaðar vörur eru boðnar til sölu á netinu.

Stórtap í kjölfar reykingabanns í Danmörku

Fjöldi veitingahúsa og bara í Danmörku hafa greint frá stórtapi í kjölfar reykingabannsins þar í landi. Reykingabannið hefur einnig komið illa við brygghús landsins sem neyðst hafa til að segja upp starfsfólki vegna minnkandi sölu á ölinu.

Smásöluverslun jókst lítillega í Bandaríkjunum

Smásöluverslun jókst um 0,2 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Til samanburðar jókst verslun um 0,7 prósent á milli mánaða í september. Fjármálaskýrendur segja greinilegt að slæmar aðstæður á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum, hátt raforkuverð og erfiðara aðgengi að lánsfé nú um stundir hafi sett mark sitt á einkaneyslu vestanhafs.

Slökkt á sjónvarpssendum árið 2010

Hliðrænni sjónvarpsdreifingu verður hætt hér á landi í lok árs 2010 og stafræn dreifikerfi taka þá alfarið við dreifingu sjónvarpsefnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjarskiptaáætlun Póst- og fjarskiptastofnunar 2005-2010.

Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku.

Fjárfestar bjartsýnir víða um heim

Gengi helstu hlutabréfavísitalna hafa hækkað talsvert í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla hækkun í Bandaríkjunum í gær. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að fjármálakrísan sé ekki eins slæm og af var látið þrátt fyrir að fasteignalán hafi sett skarð í afkomu bandarískra og japanskra fjármálastofnana.

Sökudólgarnir

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, er einn af öflugri forystumönnum í íslensku atvinnulífi. Við kynningu á uppgjöri bankans undanfarið hefur hann auðvitað verið að réttlæta verri kjör Landsbankans á alþjóðlegum lánamörkuðum, eins og aðrir bankastjórar.

Vondir lögmenn

Mætur lögmaður í Vest­manna­eyjum fór með atkvæði Stillu, félags Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar fyrir helgina. Í Eyjum hefur myndast mikil samstaða um að „verja“ Vinnslustöðina sem Stillumenn vildu kaupa fyrir helmingi hærri upphæð en Eyjamenn ehf. buðu í sumar.

MannAuður

Undanfarið ár hefur verið erfitt Straumi hvað varðar starfsmannahald. Hafa margir hæfir starfsmenn hætt hjá bankanum og farið annað. Nú síðast hætti Ægir Birgisson, helsti miðlari Straums, og tók með sér Markús Mána Michaelsson til VBS.

Nýr forstjóri fer fyrir útrás Símans

Sævar Freyr Þráinsson, nýr forstjóri Símans, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu. Hann nefnir meðal annars stóraukið samstarf við hugbúnaðarrisann Microsoft og áætlanir um að ná leiðandi markaðsstöðu í Bretlandi og á Norðurlöndunum.

Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna

Íslensk fjármálafyrirtæki greiða hundruð milljóna króna vegna nýrra laga um verðbréfaviðskipti. Seinagangur hins opinbera er gagnrýndur. Þeir sem veita fjárfestingaráðgjöf þurfa nú starfsleyfi sem þeir þurftu ekki áður.

Landsbankinn opnar í Hong Kong

Landsbankinn hefur fengið leyfi frá fjármálaeftirliti Hong Kong til þess að stofna starfsstöð þar í landi og var skrifstofan formlega opnuð á föstudaginn var.

Indland í hópi ofurtölvuframleiðenda

Tölvukerfi sem framleitt er á Indlandi hefur komist á lista yfir tíu hröðustu ofurtölvur í heimi. Tölvurisinn IBM trónar enn á toppi listans sem er endurskoðaður tvisvar á ári – með 232 af 500 ofurtölfum í heiminum.

Líflegt í kauphöllinni

Lífleg verslun var með hluti í kauphöllinni í dag en nú undir lokun haf'ði úrvalsvísitalan hækkað um 0,59% og stendur í 7369 stigum. Gengið styrktist um 0,75% og er vísitalan í 116,8 stigum.

Óttinn grípur um sig í norsku kauphöllinni

Norðmenn fara ekki varhluta af vandræðaganginum á fjármálamörkuðum heimsins þessa daganna og ótti hefur gripið um sig meðal fjárfesta. Vefsíðan E24 greinir frá því að úrvalsvísitalan norska hafi fallið um 6% á fjórum dögum og þar með hafi 140 milljarðar nkr. Eða 1400 milljarðar kr. fokið út um gluggann.

Barclays fastur í undirmálslána óttanum

Forráðamenn breska bankans Barclays neyddust til að gefa yfirlýsingu í gærdag þar sem þeir neituðu orðrómi um að bankinn hefði tapað gríðarlegum upphæðum á undirmálslánum í Bandaríkjunum.

Kalþörungaverksmiðjan komin í 40 tonn á dag

Framleiðslan hjá kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal hefur aldrei verið meiri og í síðustu viku var skipað út 320 tonnum af fullunnum afurðum. Er slíkt met. Vinnslan er komin upp í um 40 tonn en gert er ráð fyrir að um 60 tonn verði unnin á dag. Á bildudalur.is er haft eftir Guðmundi V. Magnússyni að áætlað sé að setja á vaktir við framleiðsluna og við það skapast fleiri störf.

Vinnunmarkaðurinn áfram í mikilli spennu

Vinnumarkaður hefur verið afar spenntur undanfarna mánuði. Atvinnuleysi hefur verið lítið, laun hafa hækkað ört og mikill fjöldi erlends vinnuafls starfað hér á landi.

Auðvelt að stela upplýsingum á netinu

Fjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Í rökstuðningi bankastjórnarinnar koma fram áhyggjur vegna fjármálakrísunnar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum og hægari hagvöxtur í Bandaríkjunum sem gæti skilað sér í minni útflutningi frá Japan til Bandaríkjanna.

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi tólf fyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað frá því viðskipti hófust í dag. Ekkert hefur hækkað á sama tíma en fjöldi staðið í stað. Gengi Atlantic Petroleum hefur lækkað mest, eða um 3,82 prósent. Gengi bréfa í þessu færeyska olíuleitarfélagi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni á árinu, eða um rúm 324 prósent.

Búist við lækkunum í Evrópu

Búist er við töluverði lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum þegar þeir opna nú í morgunsárið. Reiknað er með því að lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu leiði til svipaðrar lækkunar í Evrópu og óttast menn að vandræði á húsnæðislánamörkuðum hafi víðtækari áhrif í efnahagskerfinu.

Verðbólgan eykst

Verðbólga mælist nú 5,2 prósent Þyngst vegur hækkun á íbúðarhúsnæði og eldsneyti. Auknar líkur eru á stýrivaxtahækkun.

Markaðurinn: Verðbólgan ekki hærri í nóvember í 17 ár

„Tíðindi dagsins eru þau að verðbólgan hefur ekki verið hærri í nóvember í sautján ár og því skyldi menn ekki undra þessi hækkun Seðlabankans í síðustu viku,“ sagði Pétur Aðalsteinsson sérfræðingur hjá VBS fjárfestingarbanka í viðtali við Markaðinn nú síðdegis.

Litlar sveiflur á markaðinum

Engin stórtíðindi gerðust í kauphöllinni í dag og endaði úrvalsvísitalan í rúmlega 7283 stigi sem er hækkun um 0,83% eftir daginn.

Slæmt uppgjör hjá French Connection

Tískuverslanakeðjan French Connection hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er að afkoma keðjunnar verði verri í ár en í fyrra. Búist hafði verið við betri afkomu í ár en hagnaðurinn í fyrra nam 4 milljónum punda eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Undirmálslánin talin kosta 24.000 milljarða kr. tap

Greiningardeild Deutsche Bank telur að þegar upp er staðið hafi undirmálslánin á bandaríska fasteignamarklaðinum kostað fjármálafyrirtæki um 400 milljarða dollara eða 24.000 milljarða kr.

Fær 750 milljón kr. bónus eftir brottrekstur

Charles Prince fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Citigroup þarf ekki að kvíða ellinni. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr starfi vegna afleits árangurs bankans á 3ja árafjórðungi á hann von á um 750 milljónum kr. í bónusgreiðslum.

Friðarsúlan með augum fólksins

Fréttablaðið stendur fyrir samkeppni á bestu ljósmynd af friðarsúlunni eftir Yoko Ono á Viðey. Myndin má sýna súluna frá hvaða fjarlægð eða sjónarhóli sem er.

Pólverjar streyma til Danmerkur

Pólverjar streyma nú til Danmerkur sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýjum tölu frá Hagstofu Danmerkur fengu 7695 útlendingar atvinnuleyfi í landinu á þriðja ársfjórðungi sem er 84 prósenta auking frá fyrri ársfjórðungi. Af heildinni voru 3.028 Pólverjar eða 38 prósent.

Tchenguiz tapaði 24 milljörðum kr. á Sainsbury

Jafnvel fyrir marg-margmilljarðamæring hlýtur 24 milljarða kr. búðarferð í stórmarkaðinn að láta til sín finna í veskinu. Þetta er sú tala sem auðjöfurinn Robert Tchenguiz er talinn hafa tapað Þegar yfirtakan á stórmarkaðakeðjunni Sainsbury gekk ekki eftir.

Hlutabréf hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Flögu hækkaði um 2,7 prósent en bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla þess. Þá hélt gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu áfram að hækka og stendur gengið í hæstu hæðum. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað.

Töluverð aukning á innfluttum vörum

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru fluttar inn vörur fyrir 34,9 milljarða kr. í október. Er þetta töluverð aukning frá síðasta mánuði þegar innflutningurinn nam um 28 milljörðum.

Verðbólgan er 5,2%

Vísitala neysluverðs í nóvember 2007 er 279,9 stig og hækkaði um 0,65% frá fyrra mánuði. Verðbólga mælist nú 5,2%

Airbus gerir risasamning við Emirates

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sér fram á bjartari tíma en arabíska flugfélagið Emirates hefur lagt inn stærstu pöntun í sögu flugsins. Flugfélagið ætlar að kaupa á einu bretti sjötíu A350 vélar, og líklega fimmtíu í viðbót, þar af ellefu A380 risavélar. Samningurinn varð þess valdandi að verð á bréfum í EADS, framleiðanda Airbus, hækkuðu um rúm þrjú prósent.

Sjá næstu 50 fréttir