Viðskipti erlent

Nuddkona Google orðin auðjöfur

MYND/AP

Bonnie Brown er orðin auðjöfur með eigin góðagerðarsamtök. Hún byrjaði sem nuddkona. Laun hennar í upphafi voru aðeins 30.000 krónur á viku en á móti fékk hún kauprétt í hlutabréfum vinnuveitendans. Árið var 1999 og vinnuveitandinn var Google. Bonnie sá um að nudda þreyttar axlir og auma hnakka þeirra 40 starfsmanna sem þá störfuðu fyrir Google.

Bonnie viðurkennir að hún hafi ekki haft mikla trú á kaupauka sínum í formi hlutabréfa í Google. Hún þurfti hinsvegar á vinnunni að halda í kjölfar erfiðs skilnaðar. Bonnie var 52 ára gömul þegar henni bauðst vinnan hjá Google.

Eftir fimm ára starf hjá Google var Bonnie búin að kaupa sér stórt hús í Nevada og ráða sér sína eigin nuddkonu. Og að sögn New York Times er Bonnie að ljúka við bók um hvernig hún varð rík. Bókin ber heitið, Giigle: Hvernig ég varð heppin við að nudda Google.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×