Viðskipti innlent

Bréf í Atlantic Petroleum lækkuðu um rúm 15%

Þótt að hlutabréf hafi almennt hækkað í verði í kauphöllinni í dag vakti athygli að bréf í færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum lækkuðu um 15,45%. Við greinum frá afhverju í annarri frétt hér á viðskiptasíðu Vísi.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,12% og stendur í 7439 stigum. Mesta hækkun var hjá 365 eða 5,5%, Exista hækkaði um 3,04%, Icelandair Group hækkaði um 2,11% og bréf Össurar um 1,48%.

Bréf Atlantic Petroleum lækkuðu um 15,45% sem fyrr segir og bréf SPRON lækkuðu um 2,26%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×