Fleiri fréttir Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan. 4.11.2007 16:12 Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. 4.11.2007 13:57 Orkuveitan styður fjárfestingar REI á Fillipseyjum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að styðja áfram við þátttöku Reykjavik Energy Invest í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC-EDC, sem nú stendur yfir. 3.11.2007 15:42 Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. 3.11.2007 13:24 Fons með fjórðung í 365 „Ég er gapandi yfir félaginu. Það er á góðu verði og þetta voru frábær kaup,“ segir Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í 365 en eignarhaldsfélagið Fons, sem er í meirihlutaeigu hans, jók við hlut sinn í félaginu fyrir rúmar 600 milljónir króna og fer nú með 23,5 prósent í því. 3.11.2007 06:00 Tap í takt við spár Bókfært tap FL Group á þriðja ársfjórðungi nemur 27,1 milljarði króna, á pari við meðalspá greiningardeilda bankanna. 3.11.2007 06:00 Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr. Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. 2.11.2007 16:23 Leigir Fokker 50 vél til Skyways Flugfélag Íslands og sænska flugfélagið Skyways skrifuðu í dag undir samning um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til Skyways. 2.11.2007 16:15 Milestone kaupir 5% í Teymi Milestone, fjárfestingarfélag í eigu Karls og Steingríms Wernerssonar, hefur keypt 5,02% hlut í Teymi á genginu 6,75. Samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni eykst hlutur Milestone úr tæpum 12% og í tæp 17% við kaupin. 2.11.2007 15:46 Pálmi kaupir 7,5% í 365 Fons ehf. í eigu Pálma Haraldssonar, hefur fest kaup á 7,5% af hlutafé 365. Um er að ræða rúmlega 257 milljón hluti og kaupverðið var 2,35 kr. á hlut eða samtals í kringum 600 milljónir kr. 2.11.2007 15:33 Samherji með yfirtökutilboði í Rem Offshore Kaldbakur ehf., í eigu Samherja, og Barentz AS hafa sent norsku kauphöllinni tilkynningu um að þeir hafi sett fram bindandi tilboð um kaup á öllum hlutum í Rem Offshore ASA. Fyrr í dag tilkynnti Samherji um kaup á 6,24% hlut í Rem og saman eiga þessir aðilar nú 51.51% af hlutafé Rem. 2.11.2007 15:01 FL Group selur 5% hlut í Teymi FL Group hefur selt 5% hlut sinn í Teymi. Um var að ræða tæplega 180 milljón hluti og miðað við gengi Teymis í kauphöllinni er kaupverðið rúmlega einn miljarður kr. 2.11.2007 14:07 Hefur mikla trú á undirliggjandi eignum í Commerzbank og AMR Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir félagið hafa mikla trú á undirliggjandi eignum félagsins í stóru erlendu fyrirtækjunum Commerzbank og AMR. Hannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi meðal annars nýjar afkomutölur F L Group. 2.11.2007 13:58 Elín ráðin framkvæmdastjóri hjá Símanum Elín Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Elín Þórunn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni 1. nóvember síðastliðinn. 2.11.2007 13:44 Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose. 2.11.2007 13:32 NYSE þrefaldar hagnað sinn Kauphöllin í New York (NYSE) hefur þrefaldað hagnað sinn á 3ja ársfjórðungi eftir að NYSE keypti Euronext í vor og myndaði þar með fyrstu kauphöllina sem starfar beggja megin Atlantshafsins. 2.11.2007 13:17 FL Group vill kaupa Inspired Gaming Group FL Group hefur gert óskuldbindandi tilboð til hluthafa Inspired Gaming Group (INGG) en fyrir á FL Group 18,9% í fyrirtækinu. INGG framleiðir leikja- og spilavélar þar á meðal itbox og er verðmæti fyrirtækisins í kringum 30 milljarðar kr. 2.11.2007 12:50 Nærri 1,9 milljarða króna hagnaður hjá TM Tryggingamiðstöðvarinnar tapaði 555 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hins vegar var hagnaður af rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðum og nam hann 1873 milljónum króna samanborið við 464 milljóna króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. 2.11.2007 12:27 Samherji kaupir í Rem Offshore í Noregi Dótturfélag Samherja, Kaldbakur hf, hefur keypt tæplega 2,5 milljón hluti í Rem Offshore í Noregi á genginu 53,50 eða fyrir um tæplega 120 milljónir kr. Eftir kaupin á Samherji 6,24% hlut í félaginu. Jafnframt hefur verið gert samkomulag við fimm aðra hluthafa sem eiga 50,51% um að koma fram sameiginlega á aðal- og hluthafafundum Rem. 2.11.2007 10:26 Novo Nordisk með 400 milljarða í fyrirtækjakaup Danski lyfjarisinn Novo Nordisk hefur aðgang að allt að 400 milljörðum kr. til uppkaupa á öðrum fyrirtækum og er að leita fyrir sér um slíkt á markaðinum þessa dagana. Þetta kemtur fram í blaðinu Börsen í dag. Novo vill auka breiddina í eignasafni sínu og styrkja framleiðluna. 2.11.2007 10:14 Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum. 2.11.2007 10:06 Seðlabankinn segir vinnumarkaði að halda sig á mottunni Greiningardeild Kaupþings banka segir að Seðlabankinn hafi sent aðilum vinnumarkaðarins skýr skilaboð um að halda sig á mottunni í komandi kjarasamningum. Vitnar deildin í Peningamál bankans sem gefin voru út samhliða tilkyningunni um óvænta stýrivaxtahækkun bankans. 2.11.2007 09:48 Rauður dagur á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu almennt í verði í morgun. Mikill óróleiki hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim. 2.11.2007 08:54 FL Group tapaði 27 milljörðum FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. 2.11.2007 08:03 Upptrekkt ljós fyrir Afríku Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. 2.11.2007 07:49 Krónan styrkist mikið á einum mánuði Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur. 1.11.2007 21:00 Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta. 1.11.2007 20:00 Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans. 1.11.2007 18:30 Kaupþing hækkar vexti Kaupþing banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn- og útlána, þar á meðal vexti íbúðalána, um 0,45 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 1.11.2007 17:22 Hagnaður Milestone fjórðungi meiri en allt árið í fyrra Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er í dag. Það er rúmlega fjórðungi meiri hagnaður en allt árið í fyrra. 1.11.2007 17:11 Hörð gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Seðlabankann Samtök iðnaðarins gagnrýna bankastjórn Seðlabanka Íslands harðlega fyrir verulega vaxtahækkun í dag. Að mati Samtakanna er hækkunin misráðin. Ákvörðun bankans mun til skamms tíma stuðla að óraunhæfri styrkingu á gengi krónunnar. 1.11.2007 16:52 Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum. 1.11.2007 16:36 40 milljóna króna hagnaður hjá 365 á þriðja ársfjórðungi Fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækið 365, sem meðal annar rekur Vísi, skilaði 40 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem birt er í Kauphöll Íslands. 1.11.2007 16:17 Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. 1.11.2007 15:46 Eina gullnáma Grænlands í eigu erlendra Grænlenska rannsóknarfélagið Nunaminerals hefur selt hlut sinn í einu gullnámu Grænlands og er hún nú alfarið í eigu erlendra aðila. Það var Crew Gold Corp. Í London sem keypti 17,5% hlut Nunaminerals og gaf fyrir það rúmlega 140 milljónir kr. 1.11.2007 13:29 Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. 1.11.2007 13:21 Vaxtahækkun Seðlabankans kom öllum á óvart Óhætt er að segja að hin mikla stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi komið öllum á óvart. Greiningardeildir bankanna höfðu búist við að vöxtunum yrði haldið óbreyttum. Markaðurinn hefur brugðist við með niðursveiflu í morgun en gengið hefur aftur á móti styrkst um hátt í 2%. 1.11.2007 11:16 Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent. 1.11.2007 10:24 Hagnaður bankanna 135 milljarðar á fyrstu 9 mánuðum ársins Hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Straums Burðaráss fyrstu níu mánuði ársins nemur samtals nærri 135 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 1.11.2007 10:13 Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. 1.11.2007 10:08 Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. 1.11.2007 09:18 Stýrivextir hækka um 45 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,45 prósentur í 13,75%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. 1.11.2007 09:01 Hlutabréf á Japansmarkaði hækka í verði Hlutabréf á Japansmarkaði voru hærri við lokun markaða í morgun en þau hafa verið í tvær vikur. Ástæðan er helst rakin til vaxtalækkunnar seðlabankans, líflegs efnahagslífs í Bandaríkjunum og lækkunar á yeni, sem hafði góð áhrif á útflutningsfyrirtæki eins og Canon. Hlutabréf í Nippon olíufélaginu og öðrum olíufélögum hækkuðu líka. 1.11.2007 08:45 Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungunum Hagnaður af rekstri Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins nam 35 milljörðum króna eftir skatta , sem er tæplega níu milljörðum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Eins og hjá flesturm fjármálafyrirtækjum dró úr hagnaði á þriðja ársfjórðungi og sömuleiðis dró úr arðsemi eigin fjár. Þóknunartekjur bankans héldu hinsvegar áfram að aukat og hafa aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi í ár. - 1.11.2007 08:06 Fá ekki að vita um fjárfestingu eigin félags Hluthafar Existu fá ekki að vita hvað stendur að baki óskráðri eign félagsins í Austur-Evrópu. 1.11.2007 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ókyrrð um olíumálaráðherrann í Kuwait Olíumálaráðherrann í Kuwait, Bader al-Humaidhi, hefur boðist til þess að segja af sér embætti eftir að nokkrir meðlimir þingsins mótmæltu skipun hans í embætti fyrir viku síðan. 4.11.2007 16:12
Air Arabia ætlar að stækka flugflota sinn um allt að 50 vélar Air Arabia, stærsta lágfargjaldaflugfélag Mið-Austurlanda, ætlar að stækka flota sinn um allt að 50 vélar í nóvember eftir mánaðalangar samningaviðræður við Airbus og Boeing. 4.11.2007 13:57
Orkuveitan styður fjárfestingar REI á Fillipseyjum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að styðja áfram við þátttöku Reykjavik Energy Invest í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC-EDC, sem nú stendur yfir. 3.11.2007 15:42
Komið í veg fyrir verkfall hjá Ford Sameinað stéttarfélag starfsmanna í bílaiðnaði í Bandaríkjunum skrifuðu undir fjögurra ára samning við Ford Motor verksmiðjurnar í morgun. Þannig tókst að koma í veg fyrir alvarlegt verkfall sem hefur haft áhrif á aðra bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. 3.11.2007 13:24
Fons með fjórðung í 365 „Ég er gapandi yfir félaginu. Það er á góðu verði og þetta voru frábær kaup,“ segir Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í 365 en eignarhaldsfélagið Fons, sem er í meirihlutaeigu hans, jók við hlut sinn í félaginu fyrir rúmar 600 milljónir króna og fer nú með 23,5 prósent í því. 3.11.2007 06:00
Tap í takt við spár Bókfært tap FL Group á þriðja ársfjórðungi nemur 27,1 milljarði króna, á pari við meðalspá greiningardeilda bankanna. 3.11.2007 06:00
Vinnslustöðin hagnast um milljarð kr. Hagnaður Vinnslustöðvarinnar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.080 milljónir króna. Er það mikil breyting frá í fyrra þegar hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 63 milljónum króna. 2.11.2007 16:23
Leigir Fokker 50 vél til Skyways Flugfélag Íslands og sænska flugfélagið Skyways skrifuðu í dag undir samning um leigu á einni Fokker 50 flugvél Flugfélags Íslands til Skyways. 2.11.2007 16:15
Milestone kaupir 5% í Teymi Milestone, fjárfestingarfélag í eigu Karls og Steingríms Wernerssonar, hefur keypt 5,02% hlut í Teymi á genginu 6,75. Samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni eykst hlutur Milestone úr tæpum 12% og í tæp 17% við kaupin. 2.11.2007 15:46
Pálmi kaupir 7,5% í 365 Fons ehf. í eigu Pálma Haraldssonar, hefur fest kaup á 7,5% af hlutafé 365. Um er að ræða rúmlega 257 milljón hluti og kaupverðið var 2,35 kr. á hlut eða samtals í kringum 600 milljónir kr. 2.11.2007 15:33
Samherji með yfirtökutilboði í Rem Offshore Kaldbakur ehf., í eigu Samherja, og Barentz AS hafa sent norsku kauphöllinni tilkynningu um að þeir hafi sett fram bindandi tilboð um kaup á öllum hlutum í Rem Offshore ASA. Fyrr í dag tilkynnti Samherji um kaup á 6,24% hlut í Rem og saman eiga þessir aðilar nú 51.51% af hlutafé Rem. 2.11.2007 15:01
FL Group selur 5% hlut í Teymi FL Group hefur selt 5% hlut sinn í Teymi. Um var að ræða tæplega 180 milljón hluti og miðað við gengi Teymis í kauphöllinni er kaupverðið rúmlega einn miljarður kr. 2.11.2007 14:07
Hefur mikla trú á undirliggjandi eignum í Commerzbank og AMR Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir félagið hafa mikla trú á undirliggjandi eignum félagsins í stóru erlendu fyrirtækjunum Commerzbank og AMR. Hannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi meðal annars nýjar afkomutölur F L Group. 2.11.2007 13:58
Elín ráðin framkvæmdastjóri hjá Símanum Elín Þórunn Eiríksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. Elín Þórunn tók við starfinu af Sævari Frey Þráinssyni 1. nóvember síðastliðinn. 2.11.2007 13:44
Mærsk með fjölda fyrirtækja í skattaparadísum Stærsta fyrirtæki Danmerkur, A.P.Möller-Mærsk rekur í leyni fjöldann allan af fyrirtækjum í skattaparadísum á borð við Bermunda, Panama og Bahamas. Þetta kemur fram í bókinni Esplanaden sem kemur út í Danmörku eftir helgina. Bókin er skrifuð af blaðamanninum Sören Ellemose. 2.11.2007 13:32
NYSE þrefaldar hagnað sinn Kauphöllin í New York (NYSE) hefur þrefaldað hagnað sinn á 3ja ársfjórðungi eftir að NYSE keypti Euronext í vor og myndaði þar með fyrstu kauphöllina sem starfar beggja megin Atlantshafsins. 2.11.2007 13:17
FL Group vill kaupa Inspired Gaming Group FL Group hefur gert óskuldbindandi tilboð til hluthafa Inspired Gaming Group (INGG) en fyrir á FL Group 18,9% í fyrirtækinu. INGG framleiðir leikja- og spilavélar þar á meðal itbox og er verðmæti fyrirtækisins í kringum 30 milljarðar kr. 2.11.2007 12:50
Nærri 1,9 milljarða króna hagnaður hjá TM Tryggingamiðstöðvarinnar tapaði 555 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Hins vegar var hagnaður af rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðum og nam hann 1873 milljónum króna samanborið við 464 milljóna króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. 2.11.2007 12:27
Samherji kaupir í Rem Offshore í Noregi Dótturfélag Samherja, Kaldbakur hf, hefur keypt tæplega 2,5 milljón hluti í Rem Offshore í Noregi á genginu 53,50 eða fyrir um tæplega 120 milljónir kr. Eftir kaupin á Samherji 6,24% hlut í félaginu. Jafnframt hefur verið gert samkomulag við fimm aðra hluthafa sem eiga 50,51% um að koma fram sameiginlega á aðal- og hluthafafundum Rem. 2.11.2007 10:26
Novo Nordisk með 400 milljarða í fyrirtækjakaup Danski lyfjarisinn Novo Nordisk hefur aðgang að allt að 400 milljörðum kr. til uppkaupa á öðrum fyrirtækum og er að leita fyrir sér um slíkt á markaðinum þessa dagana. Þetta kemtur fram í blaðinu Börsen í dag. Novo vill auka breiddina í eignasafni sínu og styrkja framleiðluna. 2.11.2007 10:14
Úrvalsvísitalan komin undir 8.000 stigin Gengi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands hefur almennt lækkað eftir upphaf viðskipta í dag. Kaupþing og Landsbankinn reka lækkanalestina en gengi bréfa í bönkunum lækkaði um 1,84 prósent í fyrstu viðskiptum. Fast á hæla bankanna fylgja bankar og fjármálastofnanir að báðum færeysku bönkunum, Existu og SPRON undanskildum. 2.11.2007 10:06
Seðlabankinn segir vinnumarkaði að halda sig á mottunni Greiningardeild Kaupþings banka segir að Seðlabankinn hafi sent aðilum vinnumarkaðarins skýr skilaboð um að halda sig á mottunni í komandi kjarasamningum. Vitnar deildin í Peningamál bankans sem gefin voru út samhliða tilkyningunni um óvænta stýrivaxtahækkun bankans. 2.11.2007 09:48
Rauður dagur á mörkuðum í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu almennt í verði í morgun. Mikill óróleiki hefur verið á fjármálamörkuðum um allan heim. 2.11.2007 08:54
FL Group tapaði 27 milljörðum FL Group tapaði 27,1 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 5,3 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er á pari við væntingar greinenda, sem reiknaðist til að tapið myndi hlaupa á 26 til 29 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að miklar sveiflur á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hafi haft áhrif á afkomuna. 2.11.2007 08:03
Upptrekkt ljós fyrir Afríku Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. 2.11.2007 07:49
Krónan styrkist mikið á einum mánuði Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert gagnvart öðrum gjaldmiðlum undanfarinn mánuð. Gengi krónunnar gagnvart evru, Bandaríkjadal og sterlingspundi hefur til að mynda hækkað í kringum þrjár krónur. 1.11.2007 21:00
Opinber útgjöld nálgast helming landsframleiðslu Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári nemi útgjöld hins opinbera 47 prósentum af landsframleiðslu. Í ár nemi útgjöldin 44,5 prósent landsframleiðslunnar. Þannig aukist opinber útgjöld um 5,5 prósent á þessu ári og um 3,5 prósent á því næsta. 1.11.2007 20:00
Atvinnuleysi fjögur prósent eftir tvö ár Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um fjögur prósent ár árinum 2009-10. Stýrivextir bankans hafi sömuleiðis lækkað umtalsvert frá því sem nú er og einnig hafi töluvert dregið úr verðbólgu og hún verði komin nær 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði bankans. 1.11.2007 18:30
Kaupþing hækkar vexti Kaupþing banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn- og útlána, þar á meðal vexti íbúðalána, um 0,45 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 1.11.2007 17:22
Hagnaður Milestone fjórðungi meiri en allt árið í fyrra Milestone hagnaðist um 27,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er í dag. Það er rúmlega fjórðungi meiri hagnaður en allt árið í fyrra. 1.11.2007 17:11
Hörð gagnrýni Samtaka iðnaðarins á Seðlabankann Samtök iðnaðarins gagnrýna bankastjórn Seðlabanka Íslands harðlega fyrir verulega vaxtahækkun í dag. Að mati Samtakanna er hækkunin misráðin. Ákvörðun bankans mun til skamms tíma stuðla að óraunhæfri styrkingu á gengi krónunnar. 1.11.2007 16:52
Úrvalsvísitalan við 8.000 stigin Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í Kauphöllinni í dag, gengi SPRON mest, eða um 3,82 prósent. Þá lækkaði gengi allra fjármálastofnana sömuleiðis. Markaðsverðmæti einungis þriggja fyrirtækja hækkaði. Það eru Össur, Teymi og færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum en gengi félagsins hefur verið á hraðferð upp og stendur nú í hæstu hæðum. 1.11.2007 16:36
40 milljóna króna hagnaður hjá 365 á þriðja ársfjórðungi Fjölmiðla- og afþreyingarfyrirtækið 365, sem meðal annar rekur Vísi, skilaði 40 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem birt er í Kauphöll Íslands. 1.11.2007 16:17
Chrysler segir upp 10.000 manns Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með. 1.11.2007 15:46
Eina gullnáma Grænlands í eigu erlendra Grænlenska rannsóknarfélagið Nunaminerals hefur selt hlut sinn í einu gullnámu Grænlands og er hún nú alfarið í eigu erlendra aðila. Það var Crew Gold Corp. Í London sem keypti 17,5% hlut Nunaminerals og gaf fyrir það rúmlega 140 milljónir kr. 1.11.2007 13:29
Einkaneysla undir væntingum vestanhafs Einkaneysla jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í september. Þetta er 0,1 prósentustigi undir væntingum en skýrist af háu stýrivaxtastigi og auknum samdrætti á fasteignamarkaði vestanhafs. 1.11.2007 13:21
Vaxtahækkun Seðlabankans kom öllum á óvart Óhætt er að segja að hin mikla stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi komið öllum á óvart. Greiningardeildir bankanna höfðu búist við að vöxtunum yrði haldið óbreyttum. Markaðurinn hefur brugðist við með niðursveiflu í morgun en gengið hefur aftur á móti styrkst um hátt í 2%. 1.11.2007 11:16
Rauður dagur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur lækkað í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur lækkað mest, eða um 2,15 prósent. Ekkert félag hefur hins vegar hækkað á móti. Þá hefur gengi krónunnar sömuleiðis styrkst um tæp 1,8 prósent. 1.11.2007 10:24
Hagnaður bankanna 135 milljarðar á fyrstu 9 mánuðum ársins Hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Straums Burðaráss fyrstu níu mánuði ársins nemur samtals nærri 135 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. 1.11.2007 10:13
Eimskip selur fasteignir fyrir 18,8 milljarða Eimskip hefur selt hluta fasteigna sinna í Kanada fyrir 305 milljónir kanadískra dala, jafnvirði 18,8 milljarða íslenskra króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir. Kaupandi er fasteignafélagið Kingsett í Kanada sem unnið hefur með Eimskip, meðal annars að kaupum á fyrirtækjunum Atlas og Versacold. 1.11.2007 10:08
Olíuverðið nálægt 100 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í sögulegar hæðir á fjármálamörkuðum í dag og fór yfir 96 dali á tunnu. Verðið hefur aldrei verið hærra og stefnir hraðbyr að 100 dala markinu. 1.11.2007 09:18
Stýrivextir hækka um 45 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,45 prósentur í 13,75%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. 1.11.2007 09:01
Hlutabréf á Japansmarkaði hækka í verði Hlutabréf á Japansmarkaði voru hærri við lokun markaða í morgun en þau hafa verið í tvær vikur. Ástæðan er helst rakin til vaxtalækkunnar seðlabankans, líflegs efnahagslífs í Bandaríkjunum og lækkunar á yeni, sem hafði góð áhrif á útflutningsfyrirtæki eins og Canon. Hlutabréf í Nippon olíufélaginu og öðrum olíufélögum hækkuðu líka. 1.11.2007 08:45
Landsbankinn hagnaðist um 35 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungunum Hagnaður af rekstri Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins nam 35 milljörðum króna eftir skatta , sem er tæplega níu milljörðum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Eins og hjá flesturm fjármálafyrirtækjum dró úr hagnaði á þriðja ársfjórðungi og sömuleiðis dró úr arðsemi eigin fjár. Þóknunartekjur bankans héldu hinsvegar áfram að aukat og hafa aldrei verið meiri en á þriðja ársfjórðungi í ár. - 1.11.2007 08:06
Fá ekki að vita um fjárfestingu eigin félags Hluthafar Existu fá ekki að vita hvað stendur að baki óskráðri eign félagsins í Austur-Evrópu. 1.11.2007 07:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur