Viðskipti erlent

Novo Nordisk með 400 milljarða í fyrirtækjakaup

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk hefur aðgang að allt að 400 milljörðum kr. til uppkaupa á öðrum fyrirtækum og er að leita fyrir sér um slíkt á markaðinum þessa dagana. Þetta kemtur fram í blaðinu Börsen í dag. Novo vill auka breiddina í eignasafni sínu og styrkja framleiðluna.

Börsen ræðir við Jesper Brandgaard einn af forstjórum Novo sem segir að þeir muni að öllum líkindum fara í fyrirtækjakaup á næstunni sem falli að starfssviði Novo en fyrirtækið er nú stærsti framleiðandi á insúlíni í heiminum.

Novo hefur lagt til hliðar 10% af sölu á fjárfestingum sínum undanfarin tvö ár og reiknar með að leggja 8% til hliðar næstu tvö árin. Þetta þýðir að Novo ræður nú yfir fjárfestingasjóð upp á rúmlega 100 milljarða kr. og getur auðveldlega aflað sér 300 milljarða í viðbót með hlutafjáraukingu sé tekið mið af lánstraustsstuðlum þess hjá Moody og Standard & Poors.

Jesper reiknar með það þeir geti jafnvel lagst í enn stærri fjárfestingar með því að nota eigið fé og skuldsetningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×