Viðskipti innlent

FL Group vill kaupa Inspired Gaming Group

FL Group hefur gert óskuldbindandi tilboð til hluthafa Inspired Gaming Group (INGG) en fyrir á FL Group 18,9% í fyrirtækinu. INGG framleiðir leikja- og spilavélar þar á meðal itbox og er verðmæti fyrirtækisins í kringum 30 milljarðar kr.

Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs FL Group segir að nú sé í gangi áreiðanleikakönnun á INGG og ætlunin sé í framhaldi af henni að gera formlegt tilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. "Við teljum að INGG falli vel að fjárfestingastefnu okkar," segir Halldór.

Velta INGG á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam um 83 milljónum punda eða um 10 milljörðum kr og var tap á rekstrinum eða sem nemur um 800 milljónum kr. fyrir skatta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×