Fleiri fréttir

Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna

Eignarhlutur stjórnenda hefur áhrif á yfirtökuverð. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund).

30 milljón gígabæt í Sandgerði

Fjögurþúsund fermetra húsnæði fyrir umhverfisvæna gagnageymslu er í burðarliðnum á Miðnesheiði á Reykjanesi. Koma fyrirtækisins mun skapa fjölmörg störf á svæðinu, en fullbúin mun aðstaðan hýsa um 30 milljón gígabæt.

Eimskip reyndi að kaupa Smyril Line

Eimskip gerði fyrir skemmstu tilraun til að kaupa meirihluta í Smyril Line en félagið gerir meðal annars út ferjuna Norrænu. Frá þessu er greint í færeyska dagblaðinu Dimmalætting.

Meiri væntingar í Bandaríkjunum

Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið.

Skeljungur kaupir Shell í Færeyjum

Skeljungur gengur í dag frá kaupum á P/F Føroya Shell sem verið hefur í eigu Shell International Petroleum Company Limited. Eftir því sem segir í tilkynningu verður starfsemin áfram rekin undir vörumerki Shell með sama hætti og hér á landi.

Dótturfélag Eimskips gerir risatilboð í kanadískt félag

Eimskip Holdings Inc, dótturfélag Hf. Eimskipafélags Íslands, hyggst gera 67 milljarða króna yfirtökutilboð í allt hlutafé kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold Income Fund. Verði tilboðið samþykkt verður Eimskip stærsta kæli- og frystigeymslufyrirtæki í heimi með um 180 geymslur.

Century Aluminum sækist eftir skráningu í Kauphöllina

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hefur óskað eftir því að verða skráð í Kauphöll Íslands. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu er það skráð á bandaríska Nasdaq-markaðinn og er það fyrsta skráða fyrirtækið í Bandaríkjunum, sem sækir um skráningu á Íslandi. Félagið verður því bæði skráð í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Sigla kaupir fasteignafélagið Klasa

Nýtt fjárfestingarfélag, Sigla ehf. sem er í eigu þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis, hyggst kaupa allt hlutafé í fasteignafélaginu Klasa.

William Fall ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss

William Fall, fyrrverandi forstjóri Alþjóðasviðs Bank of America, hefur verið ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, og tekur hann við af Friðriki Jóhannssyni sem hefur verið forstjóri bankans frá því í júní 2006.

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Glitni

Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður hjá Glitni í Noregi og næstráðandi við uppbyggingu bankans þar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis. Þá hefur Gísli Heimisson verið ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og mun bera ábyrgð á upplýsingatækni og rekstrarsviði Glitnis-samstæðunnar.

Velta á fasteignamarkaði eykst milli ára

246 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Til samanburðar var 148 samningum þinglýst á sambærilegum tíma í fyrra. Meðalupphæð hvers samnings nam 29,4 milljónum krónum þá en nemur nú 28 milljónum króna. Kaupsamningum fjölgaði á Akureyri á sama tíma en meðalupphæð á samning lækkar á milli ára.

Flestir nota netið daglega

Tæp 90 prósent íslenskra heimila eru með tölvur og 84 prósent heimila geta tengst interneti, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti.

Norsk Hydro undirbýr tilboð í Alcan

Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro undirbýr nú tilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem rekur meðal annars álverið í Straumsvík. Frá þessu er greint í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail í dag. Alcan hafnaði nýlega tilboði í félagið frá Alcoa en á föstudag var greint frá því að Alcan myndi íhuga betra tilboð frá Alcoa bærist það á annað borð.

Baugur þrýstir á Woolworths

Verslunarkeðjan Woolworths er undir þrýstingi Baugs, sem á 10 prósent í fyrirtækinu, að íhuga að skipta fyrirtækinu upp í smásölu og heildsölu. Auk þess eru hugmyndir um að selja fjölda verslana þess. Fyrirtækið tilkynnti í gær um slæmt gengi í smásölu og kynnti í leiðinni samning sem mun auka til muna sölu á afþreyingarefni.

Best Buy svindlar á kúnnum

Connecticutríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn Best Buy verslunarkeðjunni fyrir að plata neytendur til að borga meira fyrir vörur. Fyrirtækið auglýsti ýmis tilboð á vefsíðu sinni en verðin reyndust mun hærri í raun. Saksóknari segir að í verslununum hafi fyrirtækið veitt viðskiptavinum aðgang að vefsíðu fyrirtækisins sem ætluð er starfsfólki. Þar voru verð hærri en á almennu vefsíðunni.

Spá lægri verðbólgu

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur líkur á að aðgerðir Englandsbanka samhliða verðlækkunum á raforkuverði muni leiða til lægri verðbólgu í Bretlandi á næstu 18 mánuðum.

Verðum hluti af leiðandi kauphöll

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq kaupir norrænu kauphallarsamstæðuna OMX á tæpa 330 milljarða króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir líkur á að starfsemi kauphallarinnar aukist hér á landi.

McCarthy kaupir í Baugi

Don McCarthy hyggst kaupa þriggja prósenta hlut í Baugi Group. McCarthy, sem er stjórnarmaður í House Fraser, tekur sæti í stjórn Baugs Group og í dönsku félögunum Magasin du Nord og Illum.

Icelandic Group undir spám

Hagnaður Icelandic Group nam 2,3 milljónum evra, jafnvirði 191,8 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er tvöfalt betri afkoma en í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 84,6 milljónum króna. Afkoman er engu að síður undir væntingum.

Gerir ráð fyrir að krónan styrkist fram á haust

Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að dollarinn fari niður í 60 krónur á næstu vikum og evran í 81 króna vegna þess að gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast. Í Morgunkorni Glitnis er bent á að kónan hafi styrkst um 13 prósent það sem af er ári og reiknað er með að hún haldist sterk fram á haust.

Eimskip selur flugrekstrarhluta félagsins

Stjórnendur Eimskipafélags Íslands hafa ákveðið að selja þær eignir félagsins sem tengjast flugrekstri, þar á meða Air Atlanta flugfélagið. Fram kemur í tilkynningu frá Eimskip að ABN Amro Bank og Hannesi Hilmarssyni, forstjóra Air Atlanta, hafi verið falið að sjá um söluna og er stefnt að því að ljúka sölunni á Air Atlanta á næstu mánuðum.

Nasdaq gerir tilboð í OMX

Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í morgun fram yfirtökutilboð í sænska fyrirtækið OMX AB, sem rekur kauphallir í sjö löndum og þar á meðal á Íslandi. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt tilboðið og mæla með því að hluthafar geri það einnig. Nýja fyrirtækið verður kallað Nasdaq OMX hópurinn.

Peningaskápurinn

Evrópuþingið hefur samþykkt tillögur um reglur sem koma til með að lækka verð á alþjóðlegu reiki innan Evrópu. Reikigjöld eru gjöld sem símafyrirtæki innheimta fyrir tengingar milli landa, en kostnaður við símtöl í farsíma milli landa hefur hingað til verið hár og oft erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagningu.

Lykilorð fundið á nokkrum mínútum

Læsing á þráðlausum nettengingum Símans og Vodafone er úrelt og verður auðveldlega brotin upp. Hver sem skilur einfaldar leiðbeiningar og kann að hala niður forritum getur fundið lykilorðið á nokkrum mínútum og komist inn á þráðlaust net í nágrenninu.

Google fylgist með þér

Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu.

Nasdaq að kaupa OMX?

Nasdaq kauphöllin í New York mun tilkynna á morgun um kaup á norrænu kauphöllinni OMX. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir heimildarmönnum í innsta hring. Nú fyrr í kvöld voru viðskipti með bréf Nasdaq stöðvuð, en viðskipti með bréf í OMX voru stöðvuð fyrr í dag.

Hlutabréf hækka í Alcoa

Verð á hlutabréfum í bandaríska álrisanum Alcoa mældist það hæsta í fimm ár við lokun markaða í gær þrátt fyrir að stjórn kanadíska álfyrirtækisins Alcan hefði fyrr í vikunni hafnað fjandsamlegu yfirtökutilboði þess.

Dell býður tölvur með Linux

Tölvuframleiðandinn Dell hefur tilkynnt að þrjár nýjar tölvur, þar á meðal ein tegund fartölva frá þeim verði seldar með hinu opna Linux stýrikerfi fyrirfram uppsettu.

Icelandic Group hagnast um nærri 200 milljónir

Fisksölufyrirtækið Icelandic Group hagnaðist um 2,3 milljónir evra, jafnvirði um 190 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Er það um helmingi meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni

Viðskipti hafa verið stöðvuð með hlutbréf í OMX-kauphöllinni norrænu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef kauphallarinnar og sagt að frétt sé væntanleg fyrir opnun markaða í fyrramálið.

Eimskip fær þriðja nýja fyrstiskipið á einu og hálfu ári

Eimskip-CTG í Noregi tók í dag við nýju frystiskipi. Það er þriðja nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á einu og hálfu ári. Fram kemur í tilkynningu að þar að auki séu þrjú önnur frystiskip í smíðum fyrir félagið.

General Motors krafið gagna

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þess að eftirlitið myndi óska eftir gögnunum.

Spá háum stýrivöxtum

Viðskiptahallinn mun dragast hratt saman á yfirstandandi ári en stýrivextir haldast háir samkvæmt spá vefrits fjármálaráðuneytisins. Ekki er talin mikil hætta að krónan muni falla í verði á næstunni.

Kaupþing spáir 4,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,60 prósentustig á milli mánaða í júní. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,7 prósentum í 4,1 prósent. Deildin telur ekki líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en í fyrsta lagi á þriðja fjórðungi næsta árs.

Fitch Ratings staðfestir einkunnir Straums-Burðaráss

Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Matsfyrirtækið gefur bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháð einkunn C/D og stuðningseinkunn 3 og segir horfur stöðugar.

Hlutabréf eru enn á uppleið

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu.

Minni hagnaður hjá Högum

Hagar, sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, skilaði hagnaði upp á 417 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem stóð frá 1. mars í fyrra til loka febrúar á þessu ári. Þetta er rúmlega helmingslækkun á milli ára en í fyrra nam hagnaðurinn 997 milljónum króna.

Greenspan olli lækkun á markaði

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum.

Peningaskápurinn ...

Greinilegt er að vinnan við alþjóðavæðingu SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í gegnum árin með yfirtökum á fyrirtækjum á meginlandi Evrópu hefur tekist vel. Punkturinn var settur yfir i-ið þegar nafni SÍF var kastað fyrir róða og Alfesca tekið upp í febrúar í fyrra.

Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið

Enn og aftur sló Úrvalsvísitalan met í Kauphöll Íslands en hún endaði í 8.131 stigi við lokun markaðar. Vísitalan hefur hækkað hratt á árinu, eða um 26,83 prósent.

Fjögurra milljarða jöklabréfaútgáfa í dag

Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf í dag út jöklabréf fyrir fjóra milljarða króna. Bréfin bera 10,25 prósenta vexti og eru á gjalddaga í janúar 2010. Þetta er fyrsta jöklabréfaútgáfan síðan þýski landbúnaðarsjóðurinn KfW gaf út 10 ára bréf fyrir hálfum mánuði.

Eldsneytisbirgðir jukust í Bandaríkjunum

Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila.

Stýrivextir lækka í Taílandi

Seðlabanki Taílands hefur lækkað stýrivexti um 50 punkta og standa vextir bankans nú í 3,5 prósentum. Með lækkuninni er vonast til að með blása lífi í einkaneyslu og auka væntingar og stöðugleika í landinu í kjölfar átaka í fyrra.

Rætt um sameiningu Byrs og SpK

Hafnar eru viðræður um sameiningu Byrs og Sparisjóðs Kópavogs (SpK)en búið er að veita stjórnarformönnum beggja sparisjóða heimild til þess. Ætlun er að hraða vinnu eins og kostur er en engin tímamörk hafa verið sett um sameiningu sparisjóðanna.

Sjá næstu 50 fréttir