Viðskipti innlent

Spá lægri verðbólgu

Seðlabankastjórinn OECD spáir því að aðgerðir Englandsbanka muni skila sér í lægri verðbólgu í Bretlandi á næstu 18 mánuðum.
Seðlabankastjórinn OECD spáir því að aðgerðir Englandsbanka muni skila sér í lægri verðbólgu í Bretlandi á næstu 18 mánuðum. MYND/AFP

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur líkur á að aðgerðir Englandsbanka samhliða verðlækkunum á raforkuverði muni leiða til lægri verðbólgu í Bretlandi á næstu 18 mánuðum.

Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem var langt umfram væntingar. Þrýst var á bankann að hann hækkaði stýrivexti til að sporna gegn frekari verðbólguhækkunum. Það gekk eftir og hækkaði bankinn vextina um 25 punkta fyrr í þessum mánuði. Fóru stýrivextir í Bretlandi við það í 5,5 prósent og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár.

Aðgerðin skilaði sér í því að verðbólgan lækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða í apríl. Þykir flest benda til að bankinn muni hækka vextina um 25 punkta til viðbótar í sumar.

OECD, sem spáir því að verðbólga eigi enn eftir að lækka, bendir á að launaskrið í Bretlandi verði helsti áhættuþátturinn á næstu mánuðum. Hækki laun frekar megi gera ráð fyrir því að Englandsbanki bregðist við, að mati OECD.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×