Fleiri fréttir

Grunnt í sjóðum viðskipta- og hagfræðinga

Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga gefur til kynna að félagsmenn hafa skýrari hugmyndir um starfslok sín nú en fyrir tveimur árum. Þeim gengur þó heldur treglega að spara til rólegri áranna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir gluggaði í niðurstöður.

Stórmarkaður í sigti fjárfesta

Alþjóðlegir fjárfestasjóðir eru sagðir skoða eignastöðu bresku stórmarkaðakeðjunnar William Morrison og geti svo farið að yfirtökutilboð fyrir allt að níu milljarða punda, jafnvirði 1.141 milljarðs íslenskra króna verði lagt fram í hana á næstu dögum.

Uppbygging önnur hjá AVS

Sjóður ráðherra er sagður starfa í nánum tengslum við sjávarútveginn. Stjórnarformaður sjóðsins er jafnframt stjórnarformaður eins stærsta styrkþegans.

Peningamarkaðs-sjóðir bólgna út

Fjárfestar fá um tólf prósenta raunávöxtun af áhættulitlum peningamarkaðssjóðum. Stærð þessara verðbréfasjóða nemur ekki undir þrjú hundruð milljörðum króna.

Fyrirhyggjan í fyrirrúmi

Sumir glottu við þegar fréttist af því að danski milljarðamæringurinn og skipakóngurinn Mærsk McKinney-Möller hefði pantað sér skútu í fyrra. Smíðin átti að taka tvö til þrjú ár og þótti einhverjum Mærsk fullbjartsýnn. Hann er jú fæddur árið 1913, fagnar 94 ára afmæli í júlí og yrði ansi nálægt tíræðisaldrinum þegar skútan yrði afhent.

Stefnt að tvöföldun Refresco á einu ári

Eftir að Refresco Holding, annar stærsti drykkjavöruframleiðandi Evrópu, festi kaup á Nuits Saint-Georges (NSG) í Frakklandi á dögunum hefur fyrirtækið tvöfaldast á einu ári. En þar með er ekki sagan öll:

Bankinn sem kynnti sig í óveðrinu

Ágjöfin sem bankarnir urðu fyrir í fyrra var vel nýtt af Glitni til að kynna bankann og íslenskt hagkerfi á erlendum vettvangi. Gregory Miller, prófessor við Harvard Business School, greindi viðbrögð Glitnis í nýrri skýrslu. Hafliði Helgason fylgdist með.

Vonbrigði að falla jafnmikið milli ára

Lausatök í opinberri efnahagsstjórn á þenslutímum er sögð ástæða þess að landið fellur um þrjú sæti milli ára í samanburði á samkeppnishæfni þjóða. Í fyrra var Ísland í fjórða sæti, en vermir nú það sjöunda.

Dagur fyrir Ítalíu

Viðskipti milli Íslands og Ítalíu hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Margir telja þó að enn búi ýmsir óleystir kraftar landanna á milli. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir var viðstödd Ítalska viðskiptadaginn í síðustu viku.

Tuttugu og tvær konur útskrifast af Brautargengi

Í upphafi þessa mánaðar útskrifuðust 22 konur af námskeiðinu Brautargengi, sem Impra nýsköpunarmiðstöð stendur fyrir. Námskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir athafnakonur sem hyggjast stofna eða reka þegar fyrirtæki.

Gagnsæjar nafngiftir

Ágætisskemmtan getur verið að lesa Lögbirtingarblaðið, sér í lagi þegar kemur að nafngiftum hlutafélaga. Landinn er enda duglegur við að hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd og eitthvað þurfa börnin að heita. Einhver kynni þó að ætla að betur hefði verið heima setið en af stað farið þegar í blaðinu voru auglýst skiptalok á fyrirtækinu Óráði ehf.

Þú þarft að vinna traust drekans

Viðskipti á milli Íslands og Kína hartnær tvöfaldast á hverju ári og ef svo heldur fram sem horfir fer innflutningur frá Kína fram úr innflutningi frá Bandaríkjunum innan örfárra ára. Viðræður um gerð fríverslunarsamnings standa yfir og þegar hann tekur gildi opnast gríðarleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.

Fjórir eiga yfir 100 milljarða

Sirkus, fylgirit Fréttablaðsins, birtir á föstudaginn næstu úttekt á 25 ríkustu Íslendingunum í átta síðna aukablaði. Þar kemur fram að fjórir einstaklingar eiga meira en 100 milljarða í hreinni eign og að fimm konur eiga meira en 20 milljarða króna.

Kaupir viðbitsfyrirtæki

Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvæla­fyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir viðbit úr grænmeti fyrir stórmarkaði í Frakklandi. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun félagsins.

FL fékk mann í stjórn

Martin Niclasen hefur tekið sæti í stjórn norska fjármála­fyrirtækisins Aktiv Kapital til næstu tveggja ára fyrir hönd FL Group. Markaðurinn greindi frá því á dögunum að stjórnendur FL Group myndu óska eftir því að ná inn stjórnarmanni í Aktiv.

Allir búnir að kaupa

Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi.

TopShop hagnast á Kate Moss

Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss.

Eldsneytisverð í hámarki vestanhafs

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í vikubyrjun eftir að skæruliðar réðust á ónotaða olíuvinnslustöð í eigu franska olíufyrirtækisins Total í Nígeríu á mánudag.

Kröfur umfram innistæður

Eins og forvitnilegt er að skoða hugmyndir viðskipta- og hagfræðinga um starfslok sín er fróðlegt að skoða hvaða hugmyndir þeir nýútskrifuðu hafa þegar þeir koma út á vinnumarkaðinn. En hvaða augum líta stjórnendur nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga?

Dýrt að vera nýrík

Viðskipta- og hagfræðingum gengur illa að spara peningana sem þeir þéna, sérstaklega þeim sem yngri eru. Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem sagt er frá í Markaðnum í dag, gefur til kynna að stór hluti þessa hóps treysti sér alls ekki til að leggja meira en tíu þúsund krónur fyrir á mánuði.

Norðanflug hefur starfsemi

Norðanflug ehf. er nýtt fraktflugfélag sem 3. júní hefur reglubundið flug frá Akureyri til Oostende í Belgíu þrisvar í viku. Með fluginu styttist flutningstími fersks fisks, sem unninn er á Norðausturlandi, um heilan dag.

FL með Donald Trump

FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 3,1 milljarðs íslenskra króna. Verkefnin eru í samstarfi við alþjóðlega fasteigna­félagið Bayrock Group.

EMI-útgáfan samþykkir yfirtökuboð

Stjórn bresku tónlistarútgáfunnar EMI samþykki á mánudag að taka yfirtökutilboði fjárfestingasjóðsins Terra Firma. Tilboðið hljóðar upp á 265 pens á hlut, eða 2,4 milljarða punda, jafnvirði 298 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um 23 pens í kjölfarið og endaði í 271 pensi á hlut við lokun markaða.

Enn eitt metið í Kauphöll Íslands

Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum.

Ógildir samruna Frumherja og Aðalskoðunar

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna bílaskoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar á þeim grundvelli að samruninn hindri virka samkeppni á markaðnum. Frumherji keypti í janúar allt hlutafé Aðalskoðunar og tók Samkeppniseftirlitið samrunann til skoðunar.

Dreamliner að líta dagsins ljós

Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári.

Stærsta tónlistarútgáfa í heimi verður til

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið evrópska útgáfufyrirtækinu Universal Music græna ljósið á að kaupa þýska útgáfu- og afþreyingafyrirtækið BMG Music Publishing. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 137 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum verður til stærsta tónlistarútgáfa í heimi.

Vodafone kaupir símaþjónustu Fjölnets

Vodafone kaupir símaþjónustu fyrirtækisins Fjölnets á Sauðárkróki samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið á milli félaganna. Um er að ræða allan tækjabúnað sem tengist símrekstri Fjölnets auk þess sem Vodafone mun yfirtaka fyrirliggjandi viðskiptasamninga um símþjónustu

FL Group í samstarf við Donald Trump

FL Group hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum fyrir 50 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um þriggja milljarða króna. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu eru verkefnin unnin í samstarfi við Bayrock Group sem er alþjóðlegt fasteignafélag staðsett í Bandaríkjunum.

Alfesca kaupir franskt matvælafyrirtæki

Alfesca hefur náð samningum um yfirtöku á franska matvælafyrirtækinu Le Traiteur Grec, sem framleiðir álegg úr grænmeti. Kaupverð nemur 19,7 milljónum evra, jafnvirði 1.669 milljóna íslenskra króna. Greitt verður með reiðufé en gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn í næsta mánuði að lokinni endurfjármögnun.

TM Software semur við norsku sjúkrahúsapótekin

Íslenska tæknifyrirtækið TM Software hefur gert stærsta samning íslensks fyrirtækis á sviði heilbrigðiupplýsingatækni. Norsku sjúkrahúsapótekin ANS hafa undirritað samning við fyrirtækið um um þróun hugbúnaðar fyrir rafræna lyfjaumsýslu.

Stefna að yfirtöku á finnskum banka

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt meirihluta í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði um 22 milljarða íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.

Risasamruni á Ítalíu

Stjórn ítalska bankans Unicredit greindi frá því um helgina að samningar hefðu náðst um kaup á ítalska bankanum Capitalia. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar beggja banka eiga þó eftir að samþykkja viðskiptin.

Fjárfesta í neytendageiranum

Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta mun vera eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum.

Actavis kemur að lyfi í BNA

Actavis hefur hafið sölu á þvagfæralyfinu Finasteride í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar, FDA. Finasteride er notað við góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Í tilkynningu Actavis kemur fram að Finasteride sé sjötta samheitalyfið sem félagið markaðssetji í Bandaríkjunum á þessu ári, en ætlunin sé að koma með 18 til 20 lyf á markaðinn í ár.

Sól kaupir Emmessís

Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Auðhumlu svf., móðurfélags Mjólkursamsölunnar og Sólar ehf. um kaup þess síðarnefnda á Emmessís hf. Fram kemur í tilkynningu að samkomulag hafi verið undirritað með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Sjónvarp á gleraugun

Sjónvarpstækin verða smærri með hverjum deginum. Japanskt fyrirtæki er nú að setja á markað eitt það minnsta sem hægt er að festa á gleraugu og glápa þannig á. Hægt verður að tengja það við iPod tæki sem eru hlaðin myndefni eða horfa á venjulegar sjónvarpsstöðvar. Tokyo-búar taka tækinu væntanlega fagnandi fyrir langar lestarferðir í og úr vinnu. Tækið vegur 35 grömm.

EMI samþykkir yfirtökutilboð

Stjórn breska útgáfufyrirtækisins EMI hefur ákveðið að taka yfirtökutilboði fjárfestingafélagsins Terra Firma. Kaupverð nemur 3,2 milljörðum punda, rúmum 397 milljörðum íslenskra króna, að meðtöldum skuldum.

Helmingur Ipod eigenda vill Iphone

Könnun sem gerð var á meðal farsímaeigenda í Evrópu leiddi það í ljós að helmingur þeirra sem eiga fyrir Ipod munu velta alvarlega fyrir sér Iphone þegar endurnýja á símtækið.

Tilboð komið í EMI

Fjárfestingasjóðurinn Terra Firma lagði í dag fram 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð í breska útgáfufélagið EMI. Þetta jafngildir 298 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri Terra Firma segist hafa samþykki stjórnar EMI fyrir tilboðinu, sem hljóðar upp á 265 pens á hlut.

Spá 4,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans segir nýjustu hagvísa benda til að töluvert meiri verðbólguþrýstingur sé í hagkerfinu og gerir ráð fyrir 4,1 prósents verðbólgu á árinu öllu.

Sjá næstu 50 fréttir