Viðskipti innlent

Skeljungur kaupir Shell í Færeyjum

Skeljungur gengur í dag frá kaupum á P/F Føroya Shell sem verið hefur í eigu Shell International Petroleum Company Limited. Eftir því sem segir í tilkynningu verður starfsemin áfram rekin undir vörumerki Shell með sama hætti og hér á landi.

Shell í Færeyjum rekur tíu þjónustustöðvar, tvær birgðastöðvar og hefur auk þess yfir að ráða 13 olíuflutningabílum og olíuflutningaskipinu Magn. Hjá félaginu starfa um hundrað manns. Ekki er gefið upp hversu mikið Skeljungur greiðir fyrir Shell í Færeyjum.

Forstjóri síðarnefnda fyrirtækisins sagði starfi sínu lausu í síðustu viku og leitar Skeljungur því að nýjum forstjóra í Færeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×