Viðskipti innlent

McCarthy kaupir í Baugi

Don McCarthy hyggst kaupa þriggja prósenta hlut í Baugi Group. McCarthy, sem er stjórnarmaður í House Fraser, tekur sæti í stjórn Baugs Group og í dönsku félögunum Magasin du Nord og Illum.

Þessi reynslubolti úr breska smásölugeiranum var einn stofnenda tískuverslunarkeðjuna Shoe Studio Group árið 1991 og tók við forstjórastarfi þess félags árið 2001. McCarthy leiddi yfirtöku á Rubicon Retail árið 2005 en félögin tvö runnu inn í Mosaic Fashions í fyrra.

Auk annarra stjórnarstarfa sest Bretinn í stjórn Moss Bros fyrir hönd Unity Investments, fjárfestingarfélags í eigu Baugs, FL Group og Kevins Stanford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×