Greenspan olli lækkun á markaði 24. maí 2007 09:28 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum. Greenspan benti í máli sínu á að gengi hlutabréfa hefði hækkað um 50 prósent það sem af væri árs og væri ekki útlit fyrir viðlíka hækkanir út árið. Nokkurs titrings hefur gætt á mörkuðum eftir þetta, ekki síst í Bandaríkjunum en fjármálamarkaðir þar í landi eru viðkvæmir fyrir hvers kyns skelli eftir samdrátt á fasteignalánamarkaði fyrr á þessu ári sem leiddi af sér mikla lækkun á helstu vísitölum. Töldu nokkrir markaðsaðilar að orð Greenspans væru ofmetin á meðan aðrir óttuðust að hlutabréfamarkaðurinn í Kína gæti fallið hratt. Einn greinandi í Kína sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hefði engar áhyggjur, því Greenspan hefði litla þekkingu á kínverskum hlutabréfamarkaði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum. Greenspan benti í máli sínu á að gengi hlutabréfa hefði hækkað um 50 prósent það sem af væri árs og væri ekki útlit fyrir viðlíka hækkanir út árið. Nokkurs titrings hefur gætt á mörkuðum eftir þetta, ekki síst í Bandaríkjunum en fjármálamarkaðir þar í landi eru viðkvæmir fyrir hvers kyns skelli eftir samdrátt á fasteignalánamarkaði fyrr á þessu ári sem leiddi af sér mikla lækkun á helstu vísitölum. Töldu nokkrir markaðsaðilar að orð Greenspans væru ofmetin á meðan aðrir óttuðust að hlutabréfamarkaðurinn í Kína gæti fallið hratt. Einn greinandi í Kína sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hefði engar áhyggjur, því Greenspan hefði litla þekkingu á kínverskum hlutabréfamarkaði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira