Fleiri fréttir

FME setur tryggingasölumönnum skýrar reglur

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér umræðuskjal með drögum að leiðbeinandi tilmælum um starfshætti vátryggingasölumanna, vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanna og vátryggingafélaga. Tilmælin eru til að tryggja ýmsar skyldur tryggingasölumanna. Þar á meðal til að koma í veg fyrir að tryggingasölumenn fari með ónákvæmar upplýsingar og setji fram ósanngjarnar fullyrðingar í garð annarra vátryggingaaðila.

Nokia kynnir gullsíma

Finnski símaframleiðandinn Nokia kynnti á dögunum nýjan síma í eðalsímalínunni 8800 Sirocco. Síminn ber nafnið Nokia 8800 Sirocco Gold og er húðaður með 18 karata gulli og skreyttur með hvítagulli. Honum fylgir Bluetooth headset í svipuðu útliti. Sirocco er nafnið á lúxus símalínunni frá Nokia.

Metafkoma hjá OMX

Kauphallarsamstæðan OMX, sem rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, meðal annars hér, og í Eystrasaltslöndunum, skilaði hagnaði upp á 257 milljónir sænskra króna, jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna, eftir skatta og gjöld á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður samstæðunnar á fyrsta árfjórðungi hefur aldrei verið betri í sögu OMX.

Pétur Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla

Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla ehf. Pétur hefur störf hjá félaginu í næsta mánuði. Innan tekjusviðs fer fram öll sala áskrifta á sjónvarpsstöðvum 365 miðla og auglýsingasala ljósvakamiðla félagsins og Fréttablaðsins.

Toyota umsvifamesti bílaframleiðandi heims

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þessu heldur talsmaður Toyota fram en fyrirtækið seldi tæplega 2,35 milljónir bíla á fyrstu þremur mánuðum ársins á meðan General Motors seldi 2,26 milljónir bíla á sama tíma.

Óvænt verðbólga

Verðbólga jókst um hálft prósent á milli mánaða í Bretlandi í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í áratug, 3,1 prósent. Þetta er rúmu prósenti yfir verðbólgumarkmiði Englandsbanka.

VGI ehf. selt

Icelandic Group hf. hefur selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu VGI ehf. Kaupandi er Samhentir-Kassagerð ehf., en bæði fyrirtæki starfa á umbúðamarkaði. Kaupverð er ekki gefið upp.

Fimm sjóðir að sameinast

Stjórnir Lífeyrissjóðs Hf. Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Flugvirkjafélags Íslands, Lífeyrissjóðs Mjólkursamsölunnar, Eftirlaunasjóðs starfsmanna Olíuverzlunar Íslands og Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðju ríkisins hafa ritað undir viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir sjóðfélaga á næsta ársfundi sjóðanna.

Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum

Hlutabréf á mörkuðum í Bandaríkjunum lækkuðu í dag eftir að hlutabréfavísitölur náðu miklum hæðum í lok síðustu viku. Dow Jones fór hæst í 12.984 stig í dag en tókst ekki að rjúfa 13 þúsund stiga múrinn.

Spider-Man bætir afkomuna

Bandaríski leikfangaframleiðandinn Hasbro skilaði hagnaði upp á 32,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,1 milljarðs króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er nokkur viðsnúningur fá taprekstri fyrirtækisins í fyrra. Helsta ástæðan fyrir hagnaðinum er góð sala á leikföngum sem tengjast útgáfu þriðju kvikmyndarinnar um ævintýri Köngurlóarmannsins, sem kemur á hvíta tjaldið eftir tvo mánuði.

Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?

Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones.

Fyrsta indverska fraktgeimflaugin

Indverjar sendu í morgun geimflaug á loft sem flutti 352 kílóa ítalskan gervihnött sem á að kanna upphaf alheimsins.

Olíuverð hækkar vegna forsetakosninga

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag vegna hættu á að olíuframleiðsla í Nígeríu skerðist vegna forsetakosninga þar í landi sem nú standa yfir. Nokkur spilling er sögð einkenna forsetakosningarnar og hefur stjórnarandstaðan farið fram á að þær verði ógiltar og kosið að nýju.

Stjórnaðu tölvunni með farsímanum

Þeir sem spila tónlist úr tölvnni sinni, kannast líklega við óþægindin af að þurfa að skríða undan teppabunkanum úr sófanum og fara að tölvunni til að skipta um lag. Margir hafa leyst þetta mál með því að hafa fartölvu við hendina og spila músíkina úr henni. Gallinn við það fyrirkomulag er snúrur út um allt.

Google verðmætasta vörumerkið

Bandaríska netfyrirtækið Google hefur velt hugbúnaðarrisanum Microsoft úr toppsætinu sem verðmætasta vörumerki í heimi. Vörumerki Google er metið á 66,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 4.301 milljarðs íslenskra króna. Raftækjaframleiðandinn General Electric er í öðru sæti en Microsoft í því þriðja.

Ein stærsta yfirtaka sögunnar

Forsvarsmenn breska bankans Barclays tilkynntu í morgun að þeir hefðu komist að samkomulagi við hollenska bankann ABN AMRO um kaup á bankanum. Yfirtaka Barclays á ABN AMRO er ein sú stærsta í sögu bankaviðskipta en talið er að verðmæti samningsins nemi um 67 milljörðum evra eða 6 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Fjórða öryggisuppfærsla Apple á árinu

Apple sendi frá sér stóra öryggisuppfærslu á fimmtudaginn fyrir notendur Mac OS X. Uppfærslan á að laga 25 öryggisgalla í stýrikerfinu. Mikilvægustu gallarnir sem verið var að laga gætu gefið tölvuþrjótum full yfirráð yfir tölvunni.

Myspace með fréttaþjónustu

Netsamfélagssíðan MySpace.com er komin með "Beta" eða tilraunaútgáfu af fréttaþjónustu sem leyfir notendum að ákvarða hvaða fréttir eru í forgangi.

Peningaskápurinn ...

Viðskiptalífið verður sífellt flóknara eftir því sem það verður stærra og umfangsmeira. Ef mönnum finnst eignarhald á íslenskum félögum vera óskýrt þá batnar ekki ástandið þegar erlendir fjárfestar koma til landsins með sína köngulóarvefi.

Hrannar orðinn upplýsingafulltrúi Vodafone

Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að hann hafi þegar tekið til starfa. Hrannar hefur undanfarin átta ár verið upplýsingafulltrúi Alcan í Straumsvík

Óttast að kínverskt efnahagslíf ofhitni

Hagvöxtur í Kína jókst um rúmlega 11 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins og hafa vangaveltur aukist um það hvort hagkerfið þar í landi sé að ofhitna.

Ryanair stofnar félag

Micheal O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, er sagður velta því alvarlega fyrir sér að stofna lággjaldaflugfélag sem muni sinna flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna á næsta ári. Ástæðan er samningur á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins um auknar heimildir flugfélaga til að fljúga álfanna á milli.

Nasdaq hefnir sín á LSE

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frankfurt og samnorrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér.

Krónan ofmetin gagnvart dollar

Krónan er ofmetin og viðskiptahalli verður viðvarandi næstu ár. Á sama tíma árar vel fyrir hlutabréfamarkað, segir greiningardeild Kaupþings.

Sensa selt Símanum

Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er ekki gefið upp.

Actavis með á endasprettinum

Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals berjist á endanum um kaup á samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes í gær sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna.

Kaupþing rætt á stórþinginu

Peter S. Gitmark, þingmaður Hægriflokksins á norska Stórþinginu og situr auk þess í fjárlaganefnd þingsins, hefur skrifað Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtoga Sósíalistaflokksins, bréf og krafið hana um ástæður þess að Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, vari við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand.

Fasteignasalar gegn samdrætti

Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúðir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu.

Láta af samstarfinu

Tveir af stærstu sparisjóðum landsins, SPRON og BYR sparisjóður, hafa sagt skilið við hina sparisjóðina í sameiginlegum markaðsmálum undir heitinu „sparisjóðurinn“. Samanlagt eru sparisjóðirnir tveir með um sextíu prósent af umsvifum sparisjóðanna.

Dow Jones vísitalan aldrei hærri

Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í methæðir við lokun markaða í Bandaríkjanna í dag. Vísitalan hækkaði um 31 punkt í viðskiptum dagsins eftir nokkrar sveiflur og endaði í 2.803,84 stigum. Góð afkoma fjármálafyrirtækja á hlut að hækkun vísitölunnar en slæleg afkoma tæknifyrirtækja kom í veg fyrir að vísitalan færi enn hærra.

Afkoma AMR í takt við væntingar

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði hagnaði upp á 81 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 5,284 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma í fyrra tapaði félagið 89 milljónum dala, 5,88 milljörðum króna. Afkoman er í takt við væntingar greinenda.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 2,4 prósent

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4 prósent í apríl frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 5,1 prósent og síðastliðna 6 mánuði um 2,8 prósent. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,8 prósent, samkvæmt nýjustu upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Hvernig virka stýrivextir?

Séu vextir Seðlabanka háir ýtir það undir háa vexti annars staðar. Það veldur því meðal annars að fyrirtæki og einstaklingar sjá sér síður hag í að taka lán til að standa undir fjárfestingum eða öðrum kaupum á vöru og þjónustu. Það dregur úr eftirspurn í þjóðfélaginu og hefur almennt áhrif í þá átt að hægja á hjólum efnahagslífsins.

Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi

Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár.

Fyrsta tap Motorola í fjögur ár

Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola, annað stærsta farsímafyrirtæki í heimi, skilaði tapi upp á 181 milljón bandaríkjadala, 11,8 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur ekki skilað taprekstri í fjögur ár en hann er að mestu tilkominn vegna verðlækkana og sölu á ódýrum farsímum. Greinendur gera ráð fyrir áframhaldandi samdrætti á yfirstandandi fjórðungi.

Velta á markaði sambærileg við síðasta ár

Undirliggjandi velta á innlendum hlutabréfamarkaði það sem af er árs er sambærileg og í fyrra. Veltan var lítið minni í janúar og mars en mun meiri í febrúar. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna fyrir aukningunni í febrúar tilfærslu eignarhluta í ár og að markaðurinn snéri við í fremur lítilli veltu eftir hraða hækkun um miðjan febrúar á síðasta ári.

Hollenskir bjórframleiðendur sektaðir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur dæmt hollensku bjórframleiðendurna Heineken, Grolsch og Bavaria til að greiða um 273,7 milljónir evra, jafnvirði rúmra 24 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna ólögmæts verðsamráðs fyrirtækjanna og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir.

Aflaverðmæti skipa nam 5,7 milljörðum í janúar

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 5,7 milljörðum króna í janúar á þessu ári samanborið við 3,6 milljarða í janúar 2006 og jókst því um 2,1 milljarð eða 58,8 prósent á milli ára, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um tæp 230 prósent á milli ára. Mestu munar um verðmæti loðnu. Mestu munar um að aflaverðmæti í janúar í fyrra var með minna móti en fyrri ár.

Flestir eru ánægðir þótt víða bjáti á

Ný könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna leiðir í ljós að þótt víða hafi orðið framfarir í stjórnunarháttum stofnana bíða erfið úrlausnarefni. Megn óánægja er meðal heilbrigðisstarfsfólks og ákveðnar stéttir virðast plagaðar af einelti. Óli Kristján Ármannsson fer yfir könnunina og ræðir við Ómar H. Kristmundsson, dósent við Háskóla Íslands, sem umsjón hafði með henni.

Málþing um traust og trúverðugleika

Alþjóðleg könnun almannatengslafyrirtækisins Edelman á trausti og trúverðugleika verður kynnt í fyrsta skipti hér á landi á málþingi í Salnum í Kópavogi 3. maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, David Brain, mun kynna niðurstöður nýjustu könnunarinnar og þróun síðustu ára.

Dúfur úr hrafnseggjum

Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi.

Leikur að læra... líka í MBA-námi

Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir