Viðskipti erlent

Háttsettir menn hjá Samsung viðurkenna samráð

Sex háttsettir menn innan raftækjaframleiðandans Samsung hafa viðurkennt verðsamráð í tengslum við sölu örflaga á árunum 2000-2004.

Eftir því sem segir á vef BBC hefur varaforseti félagsins fallist á 14 mánaða fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna þessa ásamt því að borga rúmar 16 milljónir króna í sekt og aðstoða dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn málsins.

Átján manns hafa verið ákærðir í málinu sem einnig nær til fyrirtækjanna Elpida, Infineon and Hynix og hafa fyrirtækin fjögur verið sektuð um rúmlega 47 milljarða króna. Örflögurnar sem umræðir voru meðal annars notaðir í tölvur og farsíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×