Kaupþing rætt á stórþinginu 19. apríl 2007 06:00 Norskur þingmaður hefur óskað eftir ástæðum þess að norska ríkisstjórnin gefur Kaupþingi heimild til að fara með einungis 20 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Peter S. Gitmark, þingmaður Hægriflokksins á norska Stórþinginu og situr auk þess í fjárlaganefnd þingsins, hefur skrifað Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtoga Sósíalistaflokksins, bréf og krafið hana um ástæður þess að Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, vari við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Í bréfinu vísar Gitmark til skýrslu Fjármálaeftirlitsins sem lak til norska dagblaðsins Dagens Næringsliv í síðustu viku en þar kemur fram að Kaupþing skorti reynslu af tryggingarekstri, skorti eigið fé, sé of áhættusækið og viðkvæmt fyrir skakkaföllum í brothættu íslensku hagkerfi til að fara með meirihluta hlutafjár í Storebrand. „Er þetta stefna ríkisstjórnarinnar?" spyr Gitmark í bréfinu og gagnrýnir Björn Skorgstad Aamo, forstjóra eftirlitsins harðlega fyrir afstöðu eftirlitsins. Ríkisstjórnin fór að tilmælum eftirlitsins og setti þak á viðskipti Kaupþings við 20 prósenta hlut í Storebrand þrátt fyrir að bankinn hefði óskað eftir því að fá að fara með fjórðungshlut í fjármálafyrirtækinu. Bankinn fer nú með rétt rúman sautján prósenta hlut í Storebrand og er stærsti hluthafi félagsins. Dagens Næringsliv segir í gær að Halvorsen muni svara bréfi þingmannsins eftir viku. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Peter S. Gitmark, þingmaður Hægriflokksins á norska Stórþinginu og situr auk þess í fjárlaganefnd þingsins, hefur skrifað Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs og leiðtoga Sósíalistaflokksins, bréf og krafið hana um ástæður þess að Kredittilsynet, norska fjármálaeftirlitið, vari við því að Kaupþing eignist meira en fimmtungshlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Í bréfinu vísar Gitmark til skýrslu Fjármálaeftirlitsins sem lak til norska dagblaðsins Dagens Næringsliv í síðustu viku en þar kemur fram að Kaupþing skorti reynslu af tryggingarekstri, skorti eigið fé, sé of áhættusækið og viðkvæmt fyrir skakkaföllum í brothættu íslensku hagkerfi til að fara með meirihluta hlutafjár í Storebrand. „Er þetta stefna ríkisstjórnarinnar?" spyr Gitmark í bréfinu og gagnrýnir Björn Skorgstad Aamo, forstjóra eftirlitsins harðlega fyrir afstöðu eftirlitsins. Ríkisstjórnin fór að tilmælum eftirlitsins og setti þak á viðskipti Kaupþings við 20 prósenta hlut í Storebrand þrátt fyrir að bankinn hefði óskað eftir því að fá að fara með fjórðungshlut í fjármálafyrirtækinu. Bankinn fer nú með rétt rúman sautján prósenta hlut í Storebrand og er stærsti hluthafi félagsins. Dagens Næringsliv segir í gær að Halvorsen muni svara bréfi þingmannsins eftir viku.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira