Nasdaq hefnir sín á LSE 19. apríl 2007 06:45 Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, er sagður ætla að beita sér gegn samstarfi LSE við aðra hlutabréfamarkaði á alþjóðlegum vettvangi. MYND/AFP Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frankfurt og samnorrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér. Ólíklegt er að af samstarfi LSE verði í bráð því stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq er sögð ætla að gera allt sem í hennar valdi standi til að koma í veg fyrir samstarf LSE við hlutabréfamarkaði á alþjóðlegum vettvangi. Ástæðan fyrir þessu er andstaða Cörlu Furse, forstjóra LSE, gegn yfirtökutilboði Nasdaq á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Furse fékk mikið lof fyrir afstöðu sína. Það virðist koma í bak hennar nú því Nasdaq tryggði sér tæpan 30 prósenta hlut í breska markaðnum á meðan yfirtökutilraununum stóð og mun nýta eignastöðuna til að hefna sín, að sögn breska blaðsins Financial Mail. Nasdaq hefur leitað eftir samstarfi við kauphallir á meginlandi Evrópu síðastliðin tvö ár og er sagt hafa gert tilboð í OMX upp á 23 milljarða sænskra króna, jafnvirði 221 milljarðs íslenskra króna, í síðustu viku. Talsmaður OMX vísaði orðróminum á bug og sagði stjórnina eiga í viðræðum við nokkrar kauphallir um samstarf á ýmsum sviðum. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) er sögð hafa hug á samstarfi við þýsku kauphöllina í Frankfurt og samnorrænu kauphallarsamstæðuna OMX, sem rekur kauphallir í Eystrasaltslöndunum og á Norðurlöndunum, þar á meðal hér. Ólíklegt er að af samstarfi LSE verði í bráð því stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq er sögð ætla að gera allt sem í hennar valdi standi til að koma í veg fyrir samstarf LSE við hlutabréfamarkaði á alþjóðlegum vettvangi. Ástæðan fyrir þessu er andstaða Cörlu Furse, forstjóra LSE, gegn yfirtökutilboði Nasdaq á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Furse fékk mikið lof fyrir afstöðu sína. Það virðist koma í bak hennar nú því Nasdaq tryggði sér tæpan 30 prósenta hlut í breska markaðnum á meðan yfirtökutilraununum stóð og mun nýta eignastöðuna til að hefna sín, að sögn breska blaðsins Financial Mail. Nasdaq hefur leitað eftir samstarfi við kauphallir á meginlandi Evrópu síðastliðin tvö ár og er sagt hafa gert tilboð í OMX upp á 23 milljarða sænskra króna, jafnvirði 221 milljarðs íslenskra króna, í síðustu viku. Talsmaður OMX vísaði orðróminum á bug og sagði stjórnina eiga í viðræðum við nokkrar kauphallir um samstarf á ýmsum sviðum.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira