Viðskipti erlent

Ein stærsta yfirtaka sögunnar

MYND/AFP

Forsvarsmenn breska bankans Barclays tilkynntu í morgun að þeir hefðu komist að samkomulagi við hollenska bankann ABN AMRO um kaup á bankanum. Yfirtaka Barclays á ABN AMRO er ein sú stærsta í sögu bankaviðskipta en talið er að verðmæti samningsins nemi um 67 milljörðum evra eða 6 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Samkvæmt samkomulagi bankanna fá hlutafjáreigendur í ABN AMRO við kaupin hlut í Barclays bankanum. Eftir kaupin munu hlutafjáreigendur Barclays eiga um 52 prósent hlutafjár í hinum nýja sameinaða banka sem mun fá nafnið Barclays.

Í yfirlýsingu frá bönkunum í morgun kemur fram að einnig hefur verið ákveðið að selja útibú ABN AMRO í Bandaríkjunum til bandaríska bankans LaSalle fyrir um 1.300 milljarða íslenskra króna.

Hinn nýi banki verður einn sá allra stærsti í heiminum með um 47 milljón viðskiptavina. Talið er að með samrunanum verði hægt að fækka um 24 þúsund starfsmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×