Fasteignasalar gegn samdrætti 19. apríl 2007 05:45 Fasteignasalar hafa gripið til ýmissa ráða til að blása lífi í fasteignasölu í Danmörku. MYND/Kristján Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúðir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Margir fasteignasalar hafa tekið upp bandarískar aðferðir til að að selja fasteignir víðs vegar um landið. Danska viðskiptablaðið Börsen bendir á að sala á íbúðamarkaði hafi dregist saman á svæðinu og sé af sem áður var þar eð margir haldi að sér höndum. Í ljósi þessa hafi fasteignafélög á borð við Corell Ejendomme hætt við að auglýsa 42 nýjar leiguíbúðir með kaupréttarákvæði. Margir veigri sér við því að festa sér fasteign af ótta við að markaðsverðmæti eigna þeirra eigi eftir að falla. Blaðið segir marga fasteignasala í Danmörku hafa gripið til ýmissa ráða til að hleypa lífi í fasteignamarkaðinn. Þannig bjóði sumir flatskjái eða bifreiðar í kaupbæti með íbúðum eða húsum auk þess sem ýmiss annars konar góðgæti fylgir með kaupum á fasteignum svo sem líkamsræktarkort og utanlandsferðir. Bent er á að þessi aðferð sé vel þekkt í Bandaríkjunum en það var fyrst í ár sem löglegt varð að freista neytenda með þessum hætti í Danmörku. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danir eru hugsandi yfir horfum á fasteignamarkaði þessa dagana en sjaldan hafa jafn margar íbúðir verið til sölu. Spáð hefur verið verðlækkunum, sem þegar eru orðnar að veruleika, ekki síst á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Margir fasteignasalar hafa tekið upp bandarískar aðferðir til að að selja fasteignir víðs vegar um landið. Danska viðskiptablaðið Börsen bendir á að sala á íbúðamarkaði hafi dregist saman á svæðinu og sé af sem áður var þar eð margir haldi að sér höndum. Í ljósi þessa hafi fasteignafélög á borð við Corell Ejendomme hætt við að auglýsa 42 nýjar leiguíbúðir með kaupréttarákvæði. Margir veigri sér við því að festa sér fasteign af ótta við að markaðsverðmæti eigna þeirra eigi eftir að falla. Blaðið segir marga fasteignasala í Danmörku hafa gripið til ýmissa ráða til að hleypa lífi í fasteignamarkaðinn. Þannig bjóði sumir flatskjái eða bifreiðar í kaupbæti með íbúðum eða húsum auk þess sem ýmiss annars konar góðgæti fylgir með kaupum á fasteignum svo sem líkamsræktarkort og utanlandsferðir. Bent er á að þessi aðferð sé vel þekkt í Bandaríkjunum en það var fyrst í ár sem löglegt varð að freista neytenda með þessum hætti í Danmörku.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira