Fleiri fréttir Forstjóraskipti hjá Plastprenti Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu. 2.3.2007 10:48 Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. 2.3.2007 10:00 FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið um tuttugu prósent hlut í félaginu. 2.3.2007 09:30 Minna tap hjá Icelandic Group Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. 2.3.2007 09:13 Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku. 2.3.2007 07:59 Peningaskápurinn ... Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika. 2.3.2007 06:00 Fá hálfsárseinkasöluleyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. 2.3.2007 05:45 M&S fylgist grannt með Sainsbury Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir að fyrirtækið íhugi að leggja fram tilboð í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands. „Eignir sem þessar koma ekki oft inn á markaðinn,“ sagði hann á miðvikudaginn og bætti við að eigendur M&S myndu álíta hann vera fífl ef hann skoðaði ekki málið. 2.3.2007 05:30 Sparisjóður Vestfirðinga hagnaðist um 800 milljónir. Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 801 milljón króna í hagnað í fyrra sem er 276,6 prósenta aukning á milli ára. Þar af var tekjufærsla skatta upp á 193 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 80 prósent. 2.3.2007 05:15 Á pari við spár Hagnaður Actavis árið 2006 nam níu milljörðum króna. Vöxtur félagsins á síðasta ársfjórðungi var mestur í Mið- og Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. 2.3.2007 05:00 Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. 1.3.2007 16:36 Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. 1.3.2007 16:12 Tölvuþrjótar skrefi á undan Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. 1.3.2007 16:00 Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. 1.3.2007 12:28 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1.3.2007 10:58 Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. 1.3.2007 10:14 Enn lækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall. 1.3.2007 07:49 Peningaskápurinn ... Það eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. 1.3.2007 00:01 Microsoft læra af Google Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel. 28.2.2007 16:13 Airbus segir upp tíu þúsund manns Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna. Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni. 28.2.2007 14:44 Væntingarvísitala niður í Bretlandi Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP. 28.2.2007 12:34 Lækkanir í Kauphöllinni hér eins og annars staðar Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um tvö og hálft prósent í morgun og fylgir þannig lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Asíu. Töluverð lækkun hefur orðið á hlutbréfum í morgun, mest í Hf. Eimskipafélagi Íslands um hátt í átta prósent. 28.2.2007 10:54 Hlutabréf falla enn í Evrópu og Asíu Hlutabréf héldu áfram að falla á heimsmörkuðum í dag eftir opnun kauphallanna í Asíu í nótt og Evrópu snemma í morgun. Í Bretlandi féll FTSE vísitalan um nærri tvö prósent við upphaf viðskipta og í Frakklandi féll Cac vísitalan um tvö prósent. 28.2.2007 08:53 Barátta fjárfestingarkenninga Tvær meginreglur takast á í orðræðu um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða landsins. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér grunnhugmyndafræði í viðskiptasiðferði og komst að því að hluti lífeyrissjóða hyggur á upptöku siðareglna Sameinuðu þjóðanna í fjárfestingarstefnu sinni. 28.2.2007 06:00 Tók kennslu og einkalíf fram yfir fyrirtækið Allen Michel, prófessor við Boston-háskóla í Bandaríkjunum, var staddur hér á landi fyrir helgi sem gestakennari í fjármálum fyrirtækja við MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík. Óli Kristján Ármannsson hitti prófessorinn milli kennslustunda í hádeginu síðasta föstudag og forvitnaðist um hagi hans, störf og viðhorf. 28.2.2007 05:30 Vísindamenn þróa tilfinninganæm vélmenni Hópur vísindamanna við ýmsa háskóla í nokkrum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman og ætla að þróa vélmenni sem getur lært að skynja tilfinningar. Evrópusambandið styrkir verkefnið, sem kallast Feelix Growing, með 2,3 milljóna evra fjárframlagi til næstu þriggja ára. Það svarar til rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. 28.2.2007 00:01 Flóir úr sekkjum Svarfdæla Það er víða sem ofgnóttin knýr dyra í íslensku samfélagi. Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af góðu gengi á hlutabréfamarkaði. Þannig hafa sparisjóðir sem áttu hlut í Exista skilað gríðarlega góðri afkomu. 28.2.2007 00:01 Úthýsa gömlu ljósaperunni Stjórnvöld í Ástralíu hafa í hyggju að banna hefðbundnar glóðarperur á næstu þremur árum. Í stað þeirra er horft til þess að auka notkun sparneytnari ljósgjafa á borð við flúorperur sem nota einungis 20 prósent af því rafmagni sem hefðbundnar perur nota. Gangi þetta eftir verða Ástralar fyrsta þjóðin til að banna notkun glóðarljósapera. 28.2.2007 00:01 Mæta eftirspurn með fleiri ferðum Samskip hafa bætt við tveimur skipum á siglingaleiðina milli meginlands Evrópu, Skandinavíu, Rússlands og Eystrasaltslandanna. Að sögn félagsins er þetta gert til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn eftir gámaflutningum á þessari leið. 28.2.2007 00:01 Dagur hinna bölsýnu Heimurinn skiptist í stórum dráttum í bölsýna og bjartsýna. Hinir bjartsýnu sigra venjulega þegar til lengri tíma er litið, enda lífsafstaðan til þess fallin að koma fremur auga á tækifæri en sú afstaða að allt sé á leið til andskotans. 28.2.2007 00:01 Fengitími á norrænum fjármálamörkuðum Sænska hægri stjórnin hefur boðað stórfellda einkavæðingu, þar á meðal á eignarhlut í Nordea og fasteignalánabankanum SBAB. Af pólitískum ástæðum er talið ósennilegt að ríkið selji kjölfestuhlut í Nordea til útlendinga og vilji biðla til Wallenberg-fjölskyldunnar sem fer fyrir SEB. Danske Bank er sterklega orðaður við SBAB og skammt undan bíða Exista, Kaupþing og Sampo Group með digra sjóði sem hægt er að nýta til góðra verka. 28.2.2007 00:01 Þríréttuð vika og vín með Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. 28.2.2007 00:01 Fjölskyldur landsins hagnast á útlendingum Skuldir meðalfjölskyldunnar hefðu aukist um tvö hundruð þúsund í fyrra ef erlends vinnuafls hefði ekki notið við. Þá hefðu útgjöld hennar verið 123 þúsund krónum meiri. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að þessu með því að skoða meðalútgjöld og skuldir heimilanna út frá rannsóknum á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskan vinnumarkað. 28.2.2007 00:01 Mogginn til bjargar bönkum Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s. 28.2.2007 00:01 Erlendir fjárfestar velkomnir Fateh Assonane er Alsírbúi sem ferðast hefur víða um heim. Þegar hann var sautján ára tók ævintýraþráin völdin og hann lagði af stað til Evrópu með nesti og nýja skó. Þar ferðaðist hann landa á milli um nokkurt skeið og heimsótti meðal annars Ungverjaland, Spán, Frakkland og Þýskaland. 28.2.2007 00:01 Hf. ehf. HF Eimskipafélagið hefur sameinast dótturfélagi sínu Eimskipafélaginu ehf. Þar með er lokið mikilli hringferð með nafnið á Eimskipafélaginu gamla sem eitt sinn var flaggskip Kauphallar Íslands, þá stærsta félagið í höllinni. 28.2.2007 00:01 Apar kunna að nota spjót Vísindamenn telja miklar líkur á að tækniþekking hafi borist milli manna með svipuðum hætti og hjá öpum. 28.2.2007 00:01 Leiðandi í lyfjadreifingu Um síðustu áramót varð innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Distica til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá áætlunum um aukna hlutdeild félagsins í dreifingu lyfja og annarrar vöru fyrir heilbrigðisgeirann. 28.2.2007 00:01 Loksins opnast vefgátt Íslands Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. 28.2.2007 00:01 Dow Jones hríðfellur Dow Jones vísitalan bandaríska lækkaði mest um 537 stig í dag eða rúmlega 4 prósent. Hún hefur þó eitthvað tekið við sér og er lækkunin nú rúmlega 370 stig eða tæp þrjú prósent. Ástæður fyrir þessu eru taldar vera líkur á því að bandarískt efnahagslíf gæti farið að hægja á sér. 27.2.2007 20:28 Þorsteinn nýr forstjóri Opinna kerfa Þorsteinn G. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa ehf. frá og með 1. mars. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Opnum kerfum tekur Þorsteinn við af Gylfa Árnasyni sem gegnt hefur stöðunni frá júní lokum síðastliðnum. 27.2.2007 12:42 Dótturfélag sameinað móðurfélagi hjá Eimskipi Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær að sameina félagið og dótturfélag þess, Eimskipafélag Íslands ehf., sem er að fullu í eigu þess. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu verður samruninn með þeim hætti að dótturfélagið rennur að fullu inn í móðurfélagið sem tekur við öllum réttindum og öllum skuldbindingum dótturfélagsins. 27.2.2007 12:34 Hagnaðist um ríflega 380 milljónir á kaupréttarsamningi Bjarni Ármansson, forstjóri Glitnis, nýtti í morgun kaupréttarsamning við bankann og hagnaðist um hátt í 400 milljónir á því. Bjarni keypti fimmtán milljónir hluta í bankanum á genginu 2,81 sem þýðir að hann greiddi rúmlega 42 milljónir fyrir hlutina 27.2.2007 11:39 Fresta útkomu Apple-TV Raftækja- og tölvurisinn Apple hefur ákveðið að fresta útkomu nýs Apple-TV tengiboxs fyrir sjónvörp þar til um miðjan mars. Talsmaður fyrirtækisins segir ástæðuna vera að pökkun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og því þurfi að fresta útkomu Apple-TV um nokkra daga. 27.2.2007 08:30 Hækkaði um 2,13% í Kauphöll Hlutabréf hækkuðu um 2,13% í Kauphöllinni í gær og fór í 7.605 stig. Hækkunin var mest á bönkunum og stóru fjármálafyrirtækjunum og er það rakið til hækkunar á mati Moody´s á langtíma-lánshæfismöguleikum íslensku bankanna. Sex fjármálafyrirtæki hafa hækkað um fimmtung eða meira frá áramótum, þar af Exista mest, eða um rúm 30 prósent. Krónan styrktist líka í gær og hefur þá hækkað um sjö og hálft prósent frá áramótum. 27.2.2007 07:10 Sjá næstu 50 fréttir
Forstjóraskipti hjá Plastprenti Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu. 2.3.2007 10:48
Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. 2.3.2007 10:00
FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið um tuttugu prósent hlut í félaginu. 2.3.2007 09:30
Minna tap hjá Icelandic Group Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. 2.3.2007 09:13
Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku. 2.3.2007 07:59
Peningaskápurinn ... Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika. 2.3.2007 06:00
Fá hálfsárseinkasöluleyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. 2.3.2007 05:45
M&S fylgist grannt með Sainsbury Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir að fyrirtækið íhugi að leggja fram tilboð í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands. „Eignir sem þessar koma ekki oft inn á markaðinn,“ sagði hann á miðvikudaginn og bætti við að eigendur M&S myndu álíta hann vera fífl ef hann skoðaði ekki málið. 2.3.2007 05:30
Sparisjóður Vestfirðinga hagnaðist um 800 milljónir. Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 801 milljón króna í hagnað í fyrra sem er 276,6 prósenta aukning á milli ára. Þar af var tekjufærsla skatta upp á 193 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 80 prósent. 2.3.2007 05:15
Á pari við spár Hagnaður Actavis árið 2006 nam níu milljörðum króna. Vöxtur félagsins á síðasta ársfjórðungi var mestur í Mið- og Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. 2.3.2007 05:00
Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. 1.3.2007 16:36
Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. 1.3.2007 16:12
Tölvuþrjótar skrefi á undan Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. 1.3.2007 16:00
Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. 1.3.2007 12:28
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1.3.2007 10:58
Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. 1.3.2007 10:14
Enn lækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall. 1.3.2007 07:49
Peningaskápurinn ... Það eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. 1.3.2007 00:01
Microsoft læra af Google Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel. 28.2.2007 16:13
Airbus segir upp tíu þúsund manns Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna. Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni. 28.2.2007 14:44
Væntingarvísitala niður í Bretlandi Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP. 28.2.2007 12:34
Lækkanir í Kauphöllinni hér eins og annars staðar Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um tvö og hálft prósent í morgun og fylgir þannig lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Asíu. Töluverð lækkun hefur orðið á hlutbréfum í morgun, mest í Hf. Eimskipafélagi Íslands um hátt í átta prósent. 28.2.2007 10:54
Hlutabréf falla enn í Evrópu og Asíu Hlutabréf héldu áfram að falla á heimsmörkuðum í dag eftir opnun kauphallanna í Asíu í nótt og Evrópu snemma í morgun. Í Bretlandi féll FTSE vísitalan um nærri tvö prósent við upphaf viðskipta og í Frakklandi féll Cac vísitalan um tvö prósent. 28.2.2007 08:53
Barátta fjárfestingarkenninga Tvær meginreglur takast á í orðræðu um fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða landsins. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér grunnhugmyndafræði í viðskiptasiðferði og komst að því að hluti lífeyrissjóða hyggur á upptöku siðareglna Sameinuðu þjóðanna í fjárfestingarstefnu sinni. 28.2.2007 06:00
Tók kennslu og einkalíf fram yfir fyrirtækið Allen Michel, prófessor við Boston-háskóla í Bandaríkjunum, var staddur hér á landi fyrir helgi sem gestakennari í fjármálum fyrirtækja við MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík. Óli Kristján Ármannsson hitti prófessorinn milli kennslustunda í hádeginu síðasta föstudag og forvitnaðist um hagi hans, störf og viðhorf. 28.2.2007 05:30
Vísindamenn þróa tilfinninganæm vélmenni Hópur vísindamanna við ýmsa háskóla í nokkrum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman og ætla að þróa vélmenni sem getur lært að skynja tilfinningar. Evrópusambandið styrkir verkefnið, sem kallast Feelix Growing, með 2,3 milljóna evra fjárframlagi til næstu þriggja ára. Það svarar til rúmlega 200 milljóna íslenskra króna. 28.2.2007 00:01
Flóir úr sekkjum Svarfdæla Það er víða sem ofgnóttin knýr dyra í íslensku samfélagi. Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af góðu gengi á hlutabréfamarkaði. Þannig hafa sparisjóðir sem áttu hlut í Exista skilað gríðarlega góðri afkomu. 28.2.2007 00:01
Úthýsa gömlu ljósaperunni Stjórnvöld í Ástralíu hafa í hyggju að banna hefðbundnar glóðarperur á næstu þremur árum. Í stað þeirra er horft til þess að auka notkun sparneytnari ljósgjafa á borð við flúorperur sem nota einungis 20 prósent af því rafmagni sem hefðbundnar perur nota. Gangi þetta eftir verða Ástralar fyrsta þjóðin til að banna notkun glóðarljósapera. 28.2.2007 00:01
Mæta eftirspurn með fleiri ferðum Samskip hafa bætt við tveimur skipum á siglingaleiðina milli meginlands Evrópu, Skandinavíu, Rússlands og Eystrasaltslandanna. Að sögn félagsins er þetta gert til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn eftir gámaflutningum á þessari leið. 28.2.2007 00:01
Dagur hinna bölsýnu Heimurinn skiptist í stórum dráttum í bölsýna og bjartsýna. Hinir bjartsýnu sigra venjulega þegar til lengri tíma er litið, enda lífsafstaðan til þess fallin að koma fremur auga á tækifæri en sú afstaða að allt sé á leið til andskotans. 28.2.2007 00:01
Fengitími á norrænum fjármálamörkuðum Sænska hægri stjórnin hefur boðað stórfellda einkavæðingu, þar á meðal á eignarhlut í Nordea og fasteignalánabankanum SBAB. Af pólitískum ástæðum er talið ósennilegt að ríkið selji kjölfestuhlut í Nordea til útlendinga og vilji biðla til Wallenberg-fjölskyldunnar sem fer fyrir SEB. Danske Bank er sterklega orðaður við SBAB og skammt undan bíða Exista, Kaupþing og Sampo Group með digra sjóði sem hægt er að nýta til góðra verka. 28.2.2007 00:01
Þríréttuð vika og vín með Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. 28.2.2007 00:01
Fjölskyldur landsins hagnast á útlendingum Skuldir meðalfjölskyldunnar hefðu aukist um tvö hundruð þúsund í fyrra ef erlends vinnuafls hefði ekki notið við. Þá hefðu útgjöld hennar verið 123 þúsund krónum meiri. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að þessu með því að skoða meðalútgjöld og skuldir heimilanna út frá rannsóknum á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskan vinnumarkað. 28.2.2007 00:01
Mogginn til bjargar bönkum Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s. 28.2.2007 00:01
Erlendir fjárfestar velkomnir Fateh Assonane er Alsírbúi sem ferðast hefur víða um heim. Þegar hann var sautján ára tók ævintýraþráin völdin og hann lagði af stað til Evrópu með nesti og nýja skó. Þar ferðaðist hann landa á milli um nokkurt skeið og heimsótti meðal annars Ungverjaland, Spán, Frakkland og Þýskaland. 28.2.2007 00:01
Hf. ehf. HF Eimskipafélagið hefur sameinast dótturfélagi sínu Eimskipafélaginu ehf. Þar með er lokið mikilli hringferð með nafnið á Eimskipafélaginu gamla sem eitt sinn var flaggskip Kauphallar Íslands, þá stærsta félagið í höllinni. 28.2.2007 00:01
Apar kunna að nota spjót Vísindamenn telja miklar líkur á að tækniþekking hafi borist milli manna með svipuðum hætti og hjá öpum. 28.2.2007 00:01
Leiðandi í lyfjadreifingu Um síðustu áramót varð innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Distica til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá áætlunum um aukna hlutdeild félagsins í dreifingu lyfja og annarrar vöru fyrir heilbrigðisgeirann. 28.2.2007 00:01
Loksins opnast vefgátt Íslands Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. 28.2.2007 00:01
Dow Jones hríðfellur Dow Jones vísitalan bandaríska lækkaði mest um 537 stig í dag eða rúmlega 4 prósent. Hún hefur þó eitthvað tekið við sér og er lækkunin nú rúmlega 370 stig eða tæp þrjú prósent. Ástæður fyrir þessu eru taldar vera líkur á því að bandarískt efnahagslíf gæti farið að hægja á sér. 27.2.2007 20:28
Þorsteinn nýr forstjóri Opinna kerfa Þorsteinn G. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa ehf. frá og með 1. mars. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Opnum kerfum tekur Þorsteinn við af Gylfa Árnasyni sem gegnt hefur stöðunni frá júní lokum síðastliðnum. 27.2.2007 12:42
Dótturfélag sameinað móðurfélagi hjá Eimskipi Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær að sameina félagið og dótturfélag þess, Eimskipafélag Íslands ehf., sem er að fullu í eigu þess. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu verður samruninn með þeim hætti að dótturfélagið rennur að fullu inn í móðurfélagið sem tekur við öllum réttindum og öllum skuldbindingum dótturfélagsins. 27.2.2007 12:34
Hagnaðist um ríflega 380 milljónir á kaupréttarsamningi Bjarni Ármansson, forstjóri Glitnis, nýtti í morgun kaupréttarsamning við bankann og hagnaðist um hátt í 400 milljónir á því. Bjarni keypti fimmtán milljónir hluta í bankanum á genginu 2,81 sem þýðir að hann greiddi rúmlega 42 milljónir fyrir hlutina 27.2.2007 11:39
Fresta útkomu Apple-TV Raftækja- og tölvurisinn Apple hefur ákveðið að fresta útkomu nýs Apple-TV tengiboxs fyrir sjónvörp þar til um miðjan mars. Talsmaður fyrirtækisins segir ástæðuna vera að pökkun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og því þurfi að fresta útkomu Apple-TV um nokkra daga. 27.2.2007 08:30
Hækkaði um 2,13% í Kauphöll Hlutabréf hækkuðu um 2,13% í Kauphöllinni í gær og fór í 7.605 stig. Hækkunin var mest á bönkunum og stóru fjármálafyrirtækjunum og er það rakið til hækkunar á mati Moody´s á langtíma-lánshæfismöguleikum íslensku bankanna. Sex fjármálafyrirtæki hafa hækkað um fimmtung eða meira frá áramótum, þar af Exista mest, eða um rúm 30 prósent. Krónan styrktist líka í gær og hefur þá hækkað um sjö og hálft prósent frá áramótum. 27.2.2007 07:10