Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöllinni hér eins og annars staðar

MTYND/Stefán

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um tvö og hálft prósent í morgun og fylgir þannig lækkunum á mörkuðum í Evrópu og Asíu. Töluverð lækkun hefur orðið á hlutbréfum í morgun, mest í Hf. Eimskipafélagi Íslands um hátt í átta prósent.

Þá hafa FL Group, Landsbankinn og Glitnir lækkað um liðlega um tvö og hálft prósent. Við þetta bætist svo að gengi krónunnar hefur lækkað um eitt prósent í morgun.

Hlutabréf hófu að falla í gær bæði í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og héldu áfram í dag bæði í Evrópu og Asíu. Í Bretlandi féll FTSE vísitalan um nærri tvö prósent við upphaf viðskipta og í Frakklandi féll Cac vísitalan um tvö prósent. Sérfræðingar segjast hafa búist við leiðréttingu eftir uppgangstíma undanfarið en að þeim komi á óvart hversu skörp hún hafi orðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×