Viðskipti innlent

Dótturfélag sameinað móðurfélagi hjá Eimskipi

MYND/Vilhelm

Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær að sameina félagið og dótturfélag þess, Eimskipafélag Íslands ehf., sem er að fullu í eigu þess. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu verður samruninn með þeim hætti að dótturfélagið rennur að fullu inn í móðurfélagið sem tekur við öllum réttindum og öllum skuldbindingum dótturfélagsins. Samruninn miðast við 1. nóvember 2006 og mun honum verða að fullu lokið innan tveggja mánaða. Tilgangurinn með samrunanum er sagður að einfalda skipulag og auka hagræði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×