Fleiri fréttir

Formaður BHM ryður burt staðreyndum
Formaður BHM fór mikinn í fréttum RÚV í vikunni um að ruðningsáhrif af umsvifum ferðaþjónustu væru grunnurinn að gífurlegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði síðastliðin ár. Skoðum þetta aðeins.

Orkuleysi og kyrrstaða
Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum ung var slagorðið í mínu fyrsta prófkjöri “Öll mál eru fjölskyldumál”. Mér þykir þessi orð enn ná nokkuð vel utan um hvernig ég nálgast pólitík, þó svo að síðan séu liðin mörg ár. Því þegar vel er að gáð þá liggja flestir þræðir sem viðkoma pólitík með einum eða öðrum hætti til fjölskyldunnar - í eins víðri túlkun og hugsast getur.

Ólýðræðisleg og huglaus
Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla.

Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu.

Brúar dómsmálaráðherra bilið?
Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan.

Þögull barnamálaráðherra
Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda.

Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess
Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi.

Trúir þú á réttlæti?
Skrásetningagjöldin hafa mikið verið í umræðunni upp á síðkastið, þá sér í lagi vegna beiðni rektora opinberu háskólanna til háskólamálaráðherra um heimild til hækkunar á skrásetningargjöldum úr 75.000 kr. í 95.000. Röskva leggst alfarið gegn hækkun á skrásetningargjaldinu og hefur barist fyrir lækkun eða afnámi þess.

Lausaganga í heimasveitum er þrautaganga
Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár.

Sterkari áherslur VG fyrir þau sem veikast standa í samfélaginu
Undirritaður býður sig hér með fram til setu í stjórn Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs. Ástæða þess að ég sækist eftir setu í stjórn hreyfingarinnar er brennandi áhugi á stjórnmálum.

Kynjahljóð
Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir.

Bubbi byggir, en aldrei nóg
Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið.

Aukið samstarf í átt að kolefnishlutleysi
Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri.

Hversu djúpt þarf þjóðin að sökkva?
Það líður vart sá dagur að ekki sé dregin upp dökk mynd í fréttamiðlum um vanhæfni stjórnsýslunnar og klifað er á óvönduðu söluferli ríkiseigna og rányrkju sjávarauðlinda í boði stjórnvalda. Að þessu sinni lætur hæst verklag er snýr að uppgjöri á Lindarhvoli ásamt sölu eignarhluta í Íslandsbanka fyrir tilverknað og atbeina stjórnvalda.

Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera?
Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn.

Metnaðarfull húsnæðisáætlun í Hafnarfirði
Húsnæðisáætlun 2023 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 1. mars sl. Um er að ræða afar metnaðarfulla áætlun, mesta uppbyggingarskeið í sögu Hafnarfjarðar er hafið.

Fjallið, dýrin og framtíðin
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu.

Magnaður áfangi fyrir íslenskuna
Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku.

Elva Hrönn verður frábær formaður VR
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast.

Engar undanþágur!
Stjórnir Ungra umhverfissinna og Landverndar telja að breyttar reglur um losunargjöld á flug séu nauðsynlegt skref til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi og telja að íslensk stjórnvöld eigi ekki að óska eftir undanþágum frá reglunum.

Einfaldað regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát.

Eru húsdraugar leyndir gallar og dauðans alvara
Það ber við að til Húseigandafélagsins leiti fólk, sem telur sig hafa keypt gallaða fasteign vegna reimleika í henni. Væntingar kaupenda fasteigna eru margar og misjafnar. Draugagangur er venjulega þess eðlis að hann fer í bága við bæði væntingar kaupanda.

Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð?
Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður.

Hvað er að gerast í ASÍ?
Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum.

„Hvar varst þú í sumar?:” Ný stefna í menntasjóðsmálum
Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag.

Blandað kerfi er allra hagur
Einstaklingur sem haft hefur búsetu hér á landi í sex mánuði er samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands sjúkratryggður af Íslenska ríkinu. Það þýðir í stuttu máli, að þeir einstaklingar sem falla undir þessa skilgreiningu, eiga rétt á heilbrigðisþjónustu án tillits efnahags eða annara þátta sem skilgreina mismunandi hópa.

Rykið dustað af gömlum frösum
Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram.

Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land!
Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður.

Streymisstríðið og Backstreet Boys
Það er langbest að viðurkenna það bara. Backstreet Boys eru á leið til landsins og það hristir aðeins upp í farangursrýminu. Auðvitað rifjast upp eins og einn og einn slagari en sömuleiðis minningar um þá gömlu góðu daga þegar geisladiskakaup voru sennilega meginþorri vísitölu neysluverðs unglinga.

Fermingin er undirbúningur undir lífið
Fermingin er tímamót í margþættum skilningi. Fermingarárið er tímabil róttækra breytinga í lífi ungmenna. Við kynþroska breytist unga fólkið úr börnum í unglinga og mörg ungmenni taka út vöxt fermingarárið.

Tíu ár af sameiginlegum hagsmunum
Þann 9. febrúar ritaði Félag skipstjórnarmanna, ásamt öðrum stéttarfélögum sjómanna, undir kjarasamning við SFS. Kjarasamningar höfðu verið lausir frá árslokum 2019. Allar götur síðan höfðu viðræður átt sér stað um nýjan kjarasamning.

Tvöföldun Reykjanesbrautar bætir umferðaröryggi
Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi.

VR þarf nýjan formann
Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni.

Let’s make a blacklist for employers who willingly short wages
If an employee takes 5,000 kr. from the company cash register, their employer can go to the police and press charges for theft. Even if the employee returns this money the next day so that the company doesn’t suffer any lasting damage, the crime has already been committed in the eyes of the law.

Um leiðarval að Fjarðarheiðargöngum
Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 14. september síðastliðinn var ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs um leiðarval vegna Fjarðarheiðarganga Héraðsmegin staðfest. Var þar með samþykkt að vegur að Fjarðarheiðargöngum liggi um þá leið sem Vegagerðin hefur kynnt sveitarfélaginu og kölluð er hin nýja suðurleið.

Ég mæli með Ragnari Þór sem formanni VR
Nú standa yfir kosningar til stjórnar og formanns VR. Sem ritari í fráfarandi stjórn og þar áður varaformaður hef ég átt náið samstarf við Ragnar þór og kynnst því vel hvern mann hann hefur að geyma, hann er réttsýnn og sanngjarn þegar kemur að hagsmunabaráttu fyrir félagsfólk VR.

Skráargatið – einfalt að velja hollara
Samnorræna matvælamerkið Skráargatið var tekið upp hér á landi í lok árs 2013 sem liður í því að stuðla að bættu mataræði þjóðarinnar og þar með minnka líkur á langvinnum sjúkdómum síðar meir.

Fréttir af ótímabærum dauða lausagöngu búfjár stórlega ýktar!
Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki.

Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í VR
Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna.

10 ár frá lögfestingu Barnasáttmálans
13. mars 2023 eru liðin 10 ár frá því að Barnasáttmálinn varð að lögum á Íslandi. Til hamingju kæru börn og við öll, með 10 ára afmæli lögfestingarinnar!

Er reiðhjólið klárt?
Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori.

Rykið dustað af gömlum ESB greinum
Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni.

Sveitarfélög í samkeppnisrekstri og árið er 2023
Síðustu ár hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem málefni byggðasamlaga höfuðborgarsvæðisins hafa verið til umræðu. Vissulega hafa verkefni þeirra oft verið krefjandi en alvarlegir ágallar er varða umgjörð þeirra og verkefni hafa verið umræðuefni í a.m.k. rúman áratug.

Nauðsyn en ekki forréttindi
Að búa við fátækt er eitthvað sem við óskum engum. Öll höfum við ólíka sýn á hvað við teljum vera forréttindi í okkar daglega lífi.

Gamli bærinn minn í nýju sveitarfélagi
Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör.Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð.