Lausaganga í heimasveitum er þrautaganga Kristín Magnúsdóttir skrifar 15. mars 2023 15:00 Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun