VR þarf nýjan formann Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 13. mars 2023 15:01 Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni. Kvenfyrirlitning nýjasta viðbótin Hlutverk stéttarfélaga er að semja um kaup og kjör félagsmanna og innheimta þau félagsgjöld til að standa straum af þeirri starfsemi. Svo einfalt er það. Þetta hlutverk rækja þau að sjálfsögðu best við samningaborðið. Öskurkeppni í ræðustól, hatursorðræða gegn ríkisstjórn, Seðlabanka og fjármálakerfinu og almennur dónaskapur í samskiptum skilar yfirleitt engu, nema þá helst einhverri aðdáun hjá pópúlískum skoðanasystkinum. Kvenfyrirlitning virðist svo vera nýjasta viðbótin í kosningabaráttu formannsins. Karlar sem eru þekktir fyrir að hata konur keppast í það minnsta við að lofa formanninn og „alvöru karlmennsku“ hans. Alvarlega staða blasir við Ef litið er yfir svið vinnumarkaðarins blasir býsna alvarleg staða við. ASÍ er sundurslitið af innbyrðis átökum, formenn stéttarfélaga virða viðteknar vinnureglur og siðareglur vinnumarkaðarins að vettugi, vinnumarkaðslöggjöfin sem ríkissáttasemjari hefur stuðst við stenst ekki dómstóla og samstaða launafólks í kjarasamningagerð hefur verið rofin á þeirri furðulegu forsendu að standi vinnandi fólk saman um kjör sín og kaupmátt, taki það sjálfstæðan samningarétt af stéttarfélögum. Fyrir fólk eins og mig sem hefur fylgst með vinnumarkaðsmálum síðan fyrir aldamótin síðustu, hefur mörgu verið snúið nánast upp í andhverfu sína. Núverandi formaður hefur ekki náð væntum árangri Það grátlegasta við þetta er, að hefði formaður VR bara einbeitt sér að helsta baráttumáli sínu, húsnæðismálunum, gæti hann hafa náð verulegum árangri með þetta stærsta stéttarfélag landsins á bak við sig. Því miður hefur það ekki legið fyrir honum. Með því ala stöðugt á ótta og reiði hefur formaðurinn vissulega styrkt sig og valdastöðu sína. Gallinn er hins vegar bara sá að þetta er tímafrek iðja og ekki margt annað sem kemst í verk á sama tíma. Þú kallar í það minnsta ekki stjórnvöld öllum illum nöfnum og semur síðan við þau um víðtækar lausnir í húsnæðismálum. Samningar og samstarf kalla á traust. Ætti bara að drífa sig í stjórnmálin Aðdáun stjórnarandstæðinga gæti á hinn bóginn vaxið verulega. Slíkur árangur telur bara ekki fyrir formann VR. Það er því brýnt að félagar í VR gefi núverandi formanni verðskuldað frí, svo að hann geti haldið ótrauður út á vígvöll stjórnmálanna. Þar myndi fara miklu betur um formanninn og baráttumálin hans. Nái Elva Hrönn kjöri bíður hennar það risavaxna verkefni að koma starfsemi VR aftur á réttan kjöl. Svo að brýnustu málin séu nefnd, þá þarf VR að beita sér fyrir því að efla ASÍ og styrkja sem þann mikilvæga samstarfsvettvang launafólks sem sambandinu er ætlað að vera. Formaður VR þarf þarf að leiða viðræður við stjórnvöld af hálfu vinnumarkaðarins um þjóðarsátt í húsnæðismálum og síðast en ekki síst þá þarf að efla og bæta þjónustu félagsins við VR félaga. Mikilvægur liður í því uppbyggingarstarfi gæti verið að deildaskipta félaginu, sem er afar stórt og með ólíka tekjuhópa innanborðs. Umhverfismál, jafnréttis- og mannréttindamál, fjórða tæknibyltingin og valdefling lægstu tekjuhópa – allt eru þetta jafnframt brýn verkefni sem bíða úrlausnar og treysti ég Elvu Hrönn best fyrir því að leiða þá mikilvægu vinnu. Gerum Elvu að næsta formanni VR Ágætu félagar í VR. Ég hvet alla til að nýta kosningarétt sinn næstkomandi miðvikudag. Það er mikilvægt að nota kosningaréttinn. Mig langar jafnframt til að hvetja fólk til að greiða Elvu Hrönn atkvæði sitt. Kjósum Elvu Hrönn og fáum nýjan og glæsilegan formann sem nær árangri fyrir öll í VR. Höfundur bauð sig fram til formanns VR fyrir tveimur árum.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun