Þögull barnamálaráðherra Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 16. mars 2023 07:01 Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Viðreisn Garðabær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Börn og uppeldi Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sveitarfélögum liggur nú að taka afstöðu til samnings ríkisins um móttöku flóttafólks. Samningurinn er um margt ágætur en hann var lagður á borð sveitarfélaga án nokkurs samtals um hvað hann ætti að innihalda. Fyrirkomulagið hefur staðið aðeins í meirihlutanum í Garðabæ þrátt fyrir að nú búi um 130 flóttamenn í sveitarfélaginu. En nú er komið að því að Garðabær tekur skrefið og undirbýr undirritun og því fögnum við í Viðreisn svo sannarlega. Það er eitt við samninginn sem ég hnýt sérstaklega um, ásamt fleiru sveitastjórnarfólki. Það það er skortur á stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Barna- og menntamálaráðherra virðist ekki hafa gert sér það í hugarlund að þessi stuðningur við væri sérstaklega mikilvægur. Það væri amk ekki mikilvægt að koma að málum hratt og örugglega. Í stað þess að tryggja strax sérstakan stuðning við börn sem hafa verið á flótta, leggur hann til tímabundin tilraunaverkefni fyrir sum sveitarfélög og athuganir, sem mun tefja fyrir þeim stuðningi sem börnin þurfa strax. Skiljum börnin ekki eftir Það er okkur öllum ljóst að ef það skiptir máli að hlúa vel að börnum þá skiptir það gríðarlega miklu máli að hlúa vel að aðlögun barna á flótta. Búa svo um að hvergi beri skugga á. Börn á flótta eru svo óendanlega varnarlaus og verða af svo dýrmætu og mikilvægu jafnvægi í uppvexti. Öryggi, húsaskjól og menntun er eitthvað sem okkur þykir mikilvægt að bjóða börnum upp á í okkar samfélagi. Eitt er að koma fólki á flótta í skjól og veita nauðsynlega þjónustu og við erum öll sammála um mikilvægi þess. En það skýtur skökku við að þar séu börn undanskilin. Við vitum öll sem viljum vita að álagið í leik- og grunnskólum er mikið fyrir. Leikskólar glíma við hinn sígilda mönnunarvanda og grunnskólarnir eru sveltir af því fagfólki sem þarf til þess að mæta þeim fjölbreytileika sem tilheyrir skólakerfi sem ætlað er fyrir öll. Ég velti þessu sérstaklega fyrir mér því barnamálaráðherra hefur haft svo hátt (er það ekki það sem menn segja þegar röddin er hækkuð?) um betri þjónustu við börn. Öll börn. Því finnst mér hljóð og mynd ekki fara saman. Það fer ekki saman ómurinn úr barnamálaráðuneytinu um að gera best fyrir öll börn, ópið sem berst frá skólasamfélaginu um að kerfið okkar sé að kikna undan álagi og kallið eftir stuðningi einmitt til þess að geta gert það allra besta fyrir öll börn. Líka flóttabörnin okkar sem barnamálaráðherra er þögull um. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun