Fjallið, dýrin og framtíðin Pétur Heimisson skrifar 15. mars 2023 08:01 Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Pétur Heimisson Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Snæfell, rís um 1000 m upp úr hásléttunni allt um kring og er hæst íslenskra fjalla utan jökla, 1833 m. Fjallið og umhverfi þess, Snæfellsöræfi eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellið sést langt og víða að, vekur sterk hughrif og fyllir mörg lotningu. Það er í senn náttúruleg varða og áttaviti og af því geta ýmsir lesið í veður og veðrabrigði. Af toppi þess er frábært útsýni yfir fjölbreytt landslag; hásléttur, fjallgarða, dali og firði. Hásléttan er mótuð af skriðjöklum sem hafa skrapað hana í aldanna rás og hér er einn fárra staða á Íslandi þar sem er samfellt gróðurlendi frá fjöru til jökuls. Líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill og hér hafa lengstum verið aðal sumarhagar og burðarsvæði hreindýra. Nýbúi varð frumbyggi Í fjórum tilraunum voru hreindýr flutt til landsins. Þau náðu sér tímabundið á strik víðar en á Austurlandi, en dýrin þar voru þau einu er lifðu af þegar kom fram á tuttugustu öldina. Árið 1787 voru síðast flutt hingað hreindýr og þá í fyrsta sinn til Austurlands (Vopnafjarðar). Þessi stofn stækkaði og dreifði sér og hefur fyrir löngu gert Austur- og Suðausturland að sínum heimkynnum, trúlega vegna þess að eitthvað í landslagi, lífríki og veðri hentaði þeim vel. Hér voru engin hreindýr fyrir og þau því frumbyggjar í landi Snæfells. Réttur fjalls og frumbyggja Hreindýrin sem flutt voru til landsins á 18. öld komu þau frá Finnmörk í Noregi og íslenska hreindýrið því upprunnið í Sápmi, landi samískra frumbyggja í norður Skandinavíu. Hæstiréttur Noregs dæmdi á dögunum Sömum í hag í máli tengdu vindorkuverum á þeirra landi. Dómurinn byggði ekki síst á að næg rök lægju fyrir sem bentu til þess að vindorkugarðarnir ógnuðu afkomu og viðurværi frumbyggja landsins. Nefnilega að hljóð og sjónræn áhrif af snúningi spaðanna trufluðu hreindýr Sama í beitarhögum, ekki síst kýr og unga kálfa. Ekki þarf mikið hugmyndaflug, heldur einungis blákalt raunsæi til að álykta að vindorkuver í og nærri högum íslenskra hreindýra geti mögulega ógnað tilvist þeirra. Að setja upp og þjónusta svo risavaxin mannvirki, tæpast undir 200 m há, raskar mjög landi og líffræðilegum fjölbreytileika umfram það sem Kárahnjúkavirkjun, veitur austan Snæfells o.fl. meðfylgjandi hafa þegar gert. Slíkar skýskröpur með ljós á toppi munu raska þeirri ró og helgi sem ríkt hefur á Snæfellsöræfum. Að heimila vindorkuver á eða aðlægt kjörlendi hreindýra og í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs, finnst mér galin skammsýni. Snæfellið og hreindýrin á lendum þess eiga tilkall til þess að njóta friðhelgi gagnvart slíkum mannvirkjum. Það er þeirra hagur í bráð og okkar, komandi kynslóða og lýðheilsu til langrar framtíðar. Höfundur er læknir og er annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar