Skoðun

Ó­lýð­ræðis­leg og hug­laus

Sæþór Randalsson skrifar

Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra.

Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum.

Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína.

Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar.

Höfundur er í stjórn Eflingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×