Fjórar loðnur á tíkallinum –billjónir loðna á land! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2023 08:30 Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Loðnuveiðar Efnahagsmál Vinstri græn Sjávarútvegur Mest lesið Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason Skoðun Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sund og kvíði Davíð Már Sigurðsson Skoðun Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Gerum Áslaugu Örnu að formanni Sjálfstæðisflokksins! Einar Baldvin Árnason Skoðun Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson Skoðun Við erum á allt öðrum stað Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sameiginlegt verkefni okkar allra Ingibjörg Isaksen Skoðun Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrepp í skimun, október tími umhugsunar Halla Signý Kristjánsdóttir,Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar Skoðun Er ekki bara best að hætta þessu bulli og kjósa? Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Sálfræðimeðferð - Mannréttindi eða munaður? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir skrifar Skoðun Sund og kvíði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson skrifar Skoðun Sameiginlegt verkefni okkar allra Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum á allt öðrum stað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Hættið að hæða lýðræðið - Slítið stjórnarsamstarfinu! Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Gerum Áslaugu Örnu að formanni Sjálfstæðisflokksins! Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Frá vinnustofum til borðstofa Halla Margrét Hinriksdóttir,Inga Minelgaite skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra. En hvað svo? Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Kvótakerfi stjórnmálaflokkanna Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Sorrý, ekkert partý fyrir þig (þú ert svo mikið ves) Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er meðvirkni kostur? Davíð Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Sviptum greiðslumiðlun RAPYD starfsleyfi Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Öryrkjar eiga betra skilið Svanberg Hreinsson skrifar Skoðun Riddarar kærleikans Tómas Torfason skrifar Skoðun Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Vatn rennur ekki upp í móti Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Ólíkt hefst fólk að Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Þau góðu tíðindi bárust frá Hafrannsóknarstofnun að loðnuafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði aukinn um 184.100 tonn frá síðustu ráðgjöf, heildarmagn loðnu sem veiða má nemur því 459.800 tonnum. Þessi aukning mun skipta sköpum fyrir ríkissjóð við núverandi efnahagsaðstæður. Loðnan er þekkt fyrir að prýða tíkallinn en verðmæti hennar verður seint talið í smámynt því gera má ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukningarinnar nemi á bilinu 14-18 milljörðum króna og spili veigamikinn þátt í gjaldeyrisöflun og hagvexti hér á landi, sem og tekjuaukningu til ríkissjóðs vegna veiðigjalda. Gróflega má áætla að á bilinu 23 til 37 billjónir loðna komi á land á næstu vikum og mánuðum, þó vissulega sé sú framsetning framandi varpar hún ljósi á umfang veiðanna, sem er gífurlegt. Þegar tekist er á við verkefni sem þetta er mikilvægt að muna á hvaða forsendum, við treystum og tryggjum, til langs tíma sjálfbærni veiða hér við land án þess að ganga um of á nytjastofna. Ráðgjöf Hafró er til þess gerð og minnir okkur á mikilvægi þess að standa vörð um rannsóknir og vöktun fiskistofna við Íslandsstrendur. Gert var ráð fyrir að veiðarnar færu fram á þeim slóðum sem loðnan fannst, úti fyrir Húnaflóa en nú hefur komið í ljós að loðnan er á göngu vestur fyrir land og hrygni væntanlega þar. Þess vegna sé ekki lengur þörf á svæðaskiptingu. Það er dýrkeypt fyrir þjóð sem treystir að svo miklu leyti á fiskveiðar að ganga of nærri auðlindum sínum. Það þekkjum við. Vissulega fáum við ekki stjórnað öllum breytum þegar kemur að fisknum í sjónum, eins og fiskgengd loðnu nú um stundir, en dæmin sýna að ábyrg veiðistjórnun og nýting fiskistofna hér við land fara vel saman og þess vegna er mikilvægt að tryggja góðar hafrannsóknir sem eru forsenda ábyrgrar ráðgjafar. Höfundur er formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Skrepp í skimun, október tími umhugsunar Halla Signý Kristjánsdóttir,Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Gefum okkur 5 mínútur á dag til að rækta félagsleg tengsl Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar
Skoðun Er fólk ungt eða gamalt? Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar