Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. mars 2023 10:00 Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Sjá meira
Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun