Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. mars 2023 10:00 Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar