Hvað er að gerast í ASÍ? Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2023 10:31 Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Saga Alþýðusambands Íslands sem er rúmlega 100 ára segir sína sögu og staðfestir dug og þor þeirra sem komið hafa að málum í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll helstu réttindamálin í dag hafa komið vegna samstöðu og þrautseigju launafólks og forystu ASÍ. Undirrituð er formaður í mjög vaxandi stéttarfélagi á landsbyggðinni sem telur 3-4000 félagsmenn. Það er umfangsmikið, krefjandi og skemmtilegt starf að vinna að hagsmunum launafólks. Forystufólk í stéttarfélögunum vinnur ekki einsamalt. Í Bárunni, stéttarfélagi er mikið af góðu fólki. Stjórn, trúnaðarmenn og félagsmenn eru ósérhlífið fólk sem mætir oftast eftir erfiðan vinnudag á fundi þar sem félagslegar ákvarðanir eru teknar. Að ógleymdu því starfsfólki sem vinnur á skrifstofum félaganna. Það er verið að vinna mikið og gott starf í félögum alls staðar á landinu. Eins og áður hefur verið komið inn á eru verkefnin margþætt en snúa öll að því að finna leiðir til þess að bæta og lagfæra kjör félagsmanna sem enda fyrri dómstólum ef með þarf. Styrkur hreyfingarinnar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi félagsmanna og starfsmanna félaganna unnið af sameiginlegum hagsmunamálum fyrir félögin og samböndin í stórum og litlum hópum. Afrakstur þessarar vinnu er ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu og hverjir unnu að málum. Árangurinn sést út um allt samfélagið meðal annars í bættum kjörum, í lagaumhverfinu og í félagslega kerfinu. Við eigum að vera stolt af þessu fólki og vinnu þeirra þó mikið sé óunnið. Því miður hafa önnur mál dregið úr þeim krafti og það eru innibyrgðis átök inn hreyfingarinnar. Fórnarlömb innibyrgðs átaka verkalýðshreyfingarinnar er láglaunafólk. Að vera í opinberum fjölmiðlaslag innan okkar eigin félaga skilar ekki neinum árangri fyrir launafólk. Að sitja stöðugt undir því að verkalýðshreyfingin hafi aldrei gert neitt og allir sem koma þar af málum, starfsmenn, stjórnendur, trúnaðarmenn og fl. sem eru félagsmenn stéttarfélaganna séu óalandi og óferjandi. Þessi síendurtekni málflutningur sem einkennist af ofbeldi, rangfærslum og slagorðum á sér enga stoð. Á samfélagsmiðlum viðgengst áróður og rýrð kastað á fólk sem síst skyldi. Fjölmiðlar hafa nært umræðuna oftar en ekki án þess að vera gagnrýnir á þennan málflutning. Umræðan er oft á því plani að þetta er ekki svaravert. Það er búin til einhver mynd af persónum og leikendum sem stenst engan vegin. Það er vegið að mannorði fólks og einhverjar skrýtnar samsæriskenningar í gangi, stór innantóm orð. Þessi málflutningur er ekkert annað en ofbeldi og lítilsvirðing af verstu gerð. Það virðist vera lítil stemming fyrir málefnalegri og faglegri umræðu og einhvern veginn virðast allir standa á öndinni að fylgjast með þessum sirkus, sem harðlínuöfl halda á floti. Að hafa verið starfandi formaður frá 2010 og unnið innan hreyfingarinnar frá 2001 er mér alveg fyrirmunað að skilja hvernig svona málflutningur geti fengið hljómgrunn almennt séð. Ekki hafa komið stórir sigrar fyrir launafólk út úr þessari orðræðu. Þetta eru hrein hryðjuverk. Frumvarp sjálfstæðismanna um félagsaðild er afraksturinn af þessu öllu. Það verður okkar hlutverk á næstu misserum að verja vinnumarkaðsmódelið. Lögfræðingar keppast við að túlka hlutina hver ofan í annann og dómstólar hafa nóg að gera að finna út úr málum. Einhver sameiginlegur skilningur og sátt er rokin út í veður og vind. Fólk í verkalýðshreyfingunni kemur og fer en alltaf heldur baráttan fyrir góðum málum áfram, styrkurinn hefur verið samstaða, hugmyndafræðin og skoðanaskipti þar sem fólk ræðir sig niður á niðurstöðu. Oft hafa verið átök en niðurstaðan verið okkar félagsmönnum til heilla sem skiptir öllu máli. Um áramót er alltaf spiluð saga Alþýðusambandsins. Maður fyllist stolti að horfa á þá sigra og þau réttindamál sem við höfum náð á þessum rúmlega 100 árum. Stærstu réttindamálin í dag er komin til vegna baráttu alls launafólks í gegnum tíðina en ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja einstaklinga sem virðast hafa fundið upp Verkalýðshreyfinguna. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Saga Alþýðusambands Íslands sem er rúmlega 100 ára segir sína sögu og staðfestir dug og þor þeirra sem komið hafa að málum í hreyfingunni í gegnum tíðina. Öll helstu réttindamálin í dag hafa komið vegna samstöðu og þrautseigju launafólks og forystu ASÍ. Undirrituð er formaður í mjög vaxandi stéttarfélagi á landsbyggðinni sem telur 3-4000 félagsmenn. Það er umfangsmikið, krefjandi og skemmtilegt starf að vinna að hagsmunum launafólks. Forystufólk í stéttarfélögunum vinnur ekki einsamalt. Í Bárunni, stéttarfélagi er mikið af góðu fólki. Stjórn, trúnaðarmenn og félagsmenn eru ósérhlífið fólk sem mætir oftast eftir erfiðan vinnudag á fundi þar sem félagslegar ákvarðanir eru teknar. Að ógleymdu því starfsfólki sem vinnur á skrifstofum félaganna. Það er verið að vinna mikið og gott starf í félögum alls staðar á landinu. Eins og áður hefur verið komið inn á eru verkefnin margþætt en snúa öll að því að finna leiðir til þess að bæta og lagfæra kjör félagsmanna sem enda fyrri dómstólum ef með þarf. Styrkur hreyfingarinnar er fjöldinn, fjölbreytileikinn, ólíkar áherslur og lýðræðislegt samtal. Í gegnum tíðina hefur gríðarlegur fjöldi félagsmanna og starfsmanna félaganna unnið af sameiginlegum hagsmunamálum fyrir félögin og samböndin í stórum og litlum hópum. Afrakstur þessarar vinnu er ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu og hverjir unnu að málum. Árangurinn sést út um allt samfélagið meðal annars í bættum kjörum, í lagaumhverfinu og í félagslega kerfinu. Við eigum að vera stolt af þessu fólki og vinnu þeirra þó mikið sé óunnið. Því miður hafa önnur mál dregið úr þeim krafti og það eru innibyrgðis átök inn hreyfingarinnar. Fórnarlömb innibyrgðs átaka verkalýðshreyfingarinnar er láglaunafólk. Að vera í opinberum fjölmiðlaslag innan okkar eigin félaga skilar ekki neinum árangri fyrir launafólk. Að sitja stöðugt undir því að verkalýðshreyfingin hafi aldrei gert neitt og allir sem koma þar af málum, starfsmenn, stjórnendur, trúnaðarmenn og fl. sem eru félagsmenn stéttarfélaganna séu óalandi og óferjandi. Þessi síendurtekni málflutningur sem einkennist af ofbeldi, rangfærslum og slagorðum á sér enga stoð. Á samfélagsmiðlum viðgengst áróður og rýrð kastað á fólk sem síst skyldi. Fjölmiðlar hafa nært umræðuna oftar en ekki án þess að vera gagnrýnir á þennan málflutning. Umræðan er oft á því plani að þetta er ekki svaravert. Það er búin til einhver mynd af persónum og leikendum sem stenst engan vegin. Það er vegið að mannorði fólks og einhverjar skrýtnar samsæriskenningar í gangi, stór innantóm orð. Þessi málflutningur er ekkert annað en ofbeldi og lítilsvirðing af verstu gerð. Það virðist vera lítil stemming fyrir málefnalegri og faglegri umræðu og einhvern veginn virðast allir standa á öndinni að fylgjast með þessum sirkus, sem harðlínuöfl halda á floti. Að hafa verið starfandi formaður frá 2010 og unnið innan hreyfingarinnar frá 2001 er mér alveg fyrirmunað að skilja hvernig svona málflutningur geti fengið hljómgrunn almennt séð. Ekki hafa komið stórir sigrar fyrir launafólk út úr þessari orðræðu. Þetta eru hrein hryðjuverk. Frumvarp sjálfstæðismanna um félagsaðild er afraksturinn af þessu öllu. Það verður okkar hlutverk á næstu misserum að verja vinnumarkaðsmódelið. Lögfræðingar keppast við að túlka hlutina hver ofan í annann og dómstólar hafa nóg að gera að finna út úr málum. Einhver sameiginlegur skilningur og sátt er rokin út í veður og vind. Fólk í verkalýðshreyfingunni kemur og fer en alltaf heldur baráttan fyrir góðum málum áfram, styrkurinn hefur verið samstaða, hugmyndafræðin og skoðanaskipti þar sem fólk ræðir sig niður á niðurstöðu. Oft hafa verið átök en niðurstaðan verið okkar félagsmönnum til heilla sem skiptir öllu máli. Um áramót er alltaf spiluð saga Alþýðusambandsins. Maður fyllist stolti að horfa á þá sigra og þau réttindamál sem við höfum náð á þessum rúmlega 100 árum. Stærstu réttindamálin í dag er komin til vegna baráttu alls launafólks í gegnum tíðina en ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja einstaklinga sem virðast hafa fundið upp Verkalýðshreyfinguna. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun