Skoðun

Ég mæli með Ragnari Þór sem formanni VR

Harpa Sævarsdóttir skrifar

Nú standa yfir kosningar til stjórnar og formanns VR. Sem ritari í fráfarandi stjórn og þar áður varaformaður hef ég átt náið samstarf við Ragnar þór og kynnst því vel hvern mann hann hefur að geyma, hann er réttsýnn og sanngjarn þegar kemur að hagsmunabaráttu fyrir félagsfólk VR.

Mig langar að hvetja alla sem hafa kosningarétt í VR til þess að nýta rétt sinn og veita Ragnari umboð næstu tvö árin vegna þess að ég treysti engum betur til þess að leiða félagið okkar í gegnum næstu kjarasamninga og önnur hagsmunamál félagsmanna.

Ég hef verið í stjórninni frá 2014 og vil hæla Ragnari Þór sérstkaklega fyrir hversu vel hann hefur haldið utan um starf stjórnar sem formaður og sérstaklega gætt að því að hlusta eftir öllum sjónarmiðum stjórnarmanna. Í 15 manna stjórn þar sem helmingur fulltrúa er kosinn árlega er ekki sjálfgefið að þetta gangi vel og á þetta reyndi töluvert við gerð síðustu kjarasamninga þar sem samninganefndin(stjórnin) fundaði reglulega og það voru vissulega skiptar skoðanir en sameiginleg niðurstaða náðist.

Ragnar Þór hefur kjarkinn sem þarf!

Það hafa ekki allir kjark til þess að taka umræðuna eins og Ragnar Þór hefur gert í mörgum málum, bæði innan stjórnar þar sem hann hefur leitt áfram verkefnin þannig að tekið er tillit til allra sjónarmiða eins og kostur er og líka á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur verið óþreytandi að vekja athygli á ýmsum hagsmunamálum sem varða samfélagið allt.

Kjósum Ragnar Þór fyrir VR!

Höfundur er ritari stjórnar VR.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.