Hvað ef pabbi getur ekki keypt íbúð? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2023 11:00 Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Húsnæðismál Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Það er erfitt – og erfiðara en áður - fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Húsnæðislán eru dýr og vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr líka við fáránlega erfiðar aðstæður. Íslenskur leigumarkaður er þannig að fari fólk einu sinni á hann eru miklar líkur á því festast þar og allar kannanir sýna að fólk sem er á íslenskum leigumarkaði vill ekki vera þar. Það vill sleppa þaðan. Það á auðvitað ekki að vera eitt af áföllum lífsins að lenda á leigumarkaði. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10 prósent. Það er miklu dýrara að versla í matinn og húsnæðiskostnaður flestra hefur rokið upp, hvort sem þau búa í eigin húsnæði eða eru á leigumarkaði. Hið mikla lágvaxtaskeið sem ríkisstjórnin lofaði fyrir síðustu kosningar var auðvitað tálsýn ein. Og á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágrannaríkjunum. Síðustu mánuði hafa vextir verið hækkaðir 11 sinnum og nú búast flestir við því að stýrivextir fari í 7,5 prósent seinna í mánuðinum. Þetta er veruleiki ungs fólks í landi tækifæranna sem Sjálfstæðisflokkurinn lofaði í síðustu kosningum. Hvar eru blaðamannafundirnir? Á næstu mánuðum munu enn fleiri lenda í vandræðum með að ná endum saman, ekki vegna þess að þau fóru glannalega heldur vegna þess að allar aðstæður hafa breyst til hins verra mjög hratt. Húsnæðislánin stökkbreytast, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð, og verð á mat og öðrum nauðsynjum hækkar og hækkar. Þetta þarf ekki að vera svona en þetta er stefna ríkisstjórnarinnar eða réttara sagt stefnuleysi . Samkomulag ríkisstjórnarflokkanna þriggja er um að gera ekkert annað en að halda völdum. Hvar eru annars allir blaðamannafundirnir um aðgerðir gegn verðbólgu sem ríkisstjórnin kallar stærsta óvin almennings? Fólkið í landinu sér skýrt að á blaðamannafundum um verðbólgu situr aðeins einn maður, seðlabankastjóri sem er einn í því hlutverki að glíma við verðbólguna. Hann hefur reyndar lýst því að ríkisstjórnin hafi gert honum erfiðara fyrir í baráttunni við verðbólguna með hallarekstri ríkissjóðs á miklum þenslutíma. Húsnæðisstefna fyrir venjulegt fólk Hvar er til dæmis húsnæðisstefna ríkisstjórnarinnar? Hún er einfaldlega ekki til. Átaksverkefni á borð við húsnæðissáttmála um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum leysa ekki þann bráðavanda sem blasir við ungu fólki sem vill eignast húsnæði. Staðan í dag er að það reynist flestum ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi og mamma geta ekki hjálpað til. Og hver eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar við afleiðingum vaxtahækkana á byggingamarkaðinn? Byggingabransinn er á leið í frost vegna þess að eftirspurnin er horfin. Það að láta afmarkaðan hluta samfélagsins, ungt fólk, taka á sig allar vaxtahækkanir af fullum þunga hefur þær augljósu afleiðingar að næstu árgangar munu ekki komast inn á húsnæðismarkaðinn. Á meðan eru aðrir hópar í samfélaginu lausir undan áhrifum vaxtahækkana, eins og stórfyrirtækin 300 sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Húsnæðismarkaðurinn er viðvarandi verkefni Hvaða réttlæti er í því að ungt fólk búi við þennan veruleika? Ungt fólk á Íslandi á að geta eignast íbúð án þess að kaupa hana með foreldrum sínum. Til þess þarf kerfi af hálfu hins opinbera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Það ófremdarástand sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði síðustu ár hefur sýnt að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Húsnæðismarkaðurinn er og verður viðvarandi verkefni stjórnvalda. Verkefnið er að gera fólki kleift að eignast íbúð. Sama hver pabbi þinn er og sama hver mamma þín er. Skynsamleg hagstjórn með slíku kerfi myndi ala af sér velferð. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri - að Ísland verði land jafnra tækifæra til þess að eignast húsnæði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun