„Hvar varst þú í sumar?:” Ný stefna í menntasjóðsmálum Sveinn Ægir Birgisson skrifar 14. mars 2023 10:00 Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun